55. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

mánudaginn 27. mars 2006, kl 13:30

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  voru mættir Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.     54. fundur, dags. 27. mars 2006.

Fundargerð staðfest samhljóða.

 

  1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2005, fyrri umræða.

Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi frá KPMG, gerði grein fyrir vinnu endurskoðenda.

 

Lagður fram ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2005 ásamt sundurliðunum.  Einar Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson gerðu grein fyrir ársreikningnum og skýrðu ýmsa liði.

 

Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins eru:

 

Rekstrarreikningur:

Rekstrartekjur:                      554.422.840

Rekstrargjöld:                     – 540.623.981

Fjármagnsgjöld:                    – 37.124.953

Rekstrarniðurstaða:               – 23.326.094

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

Fastafjármunir:                     576.289.199

Veltufjármunir:                       90.547.830

Eignir samtals:                      666.837.029

Skuldir og eigið fé:

Eiginfjárreikningur:                 146.663.605

Langtímaskuldir:                    392.324.208

Skammtímaskuldir:                 127.849.216

Eigið fé og skuldir samtals:      666.837.029

 

Ársreikningi vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn, sem verður á næsta reglubundna fundi hennar þann 4. apríl n.k.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar Bláskógabyggðar 2006.

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2006, þar sem búið er að færa inn rauntölur ársins 2005 til samanburðar.  Einnig lögð fram framkvæmdaáætlun ársins 2006.   Áætluninni vísað til annarrar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar þann 4. apríl 2006.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  16:30.