55. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn 25. apríl 2006 kl. 13:30.
Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Sveinn A. Sæland og Kjartan Lárusson auk Valtýs Valtýssonar sem ritaði fundargerð.
- Bréf frá Hermanni Ólafssyni dags. 12. apríl 2006 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 á landi Lækjarhvamms. Um er að ræða breytingu á landnýtingu, úrlandbúnaðarsvæði í frístundahúsasvæði, á um 90 ha svæði. Byggðaráð leggur til að umrædd breytingatillaga verði auglýst í samræmi við 18. gr Skipulags- og byggingarlaga.
- Bréf frá Gunnari Erni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Bústefs ehf. þar sem óskað er eftir lóðum eða byggingasvæði til úthlutunar. Byggðaráð leggur til að oddvita verða falið að ræða efni bréfsins við bréfritara.
- Erindi frá aðalfundi eldriborgara í Biskupstungum sem haldinn var 11. apríl 2006, þar sem óskað eftir að hafnar verði framkvæmdir við göngubraut milli Kistuholts og Aratungu. Þetta verkefni er á áætlun þessa árs þegar gengið verður frá útisvæði milli Grunnskólans og Aratungu. Einnig óska eldir borgarar eftir að aðgengi verði bætt fyrir hreyfihamlaða við Aratungu, þ.e.a.s. handrið við inngangströppur og við tröppur úr forstofu í veitingasal. Byggðaráð tekur vel í erindið og felur formanni byggðaráðs að fylgja málinu eftir.
- Bréf frá kór Fjölbrautaskóla Suðurlands dags. 5. apríl 2006 þar sem óskað er fjárstyrks vegna tónleikaferðar til Orkneyja og Skotlands. Tveir nemendur úr Bláskógabyggð eru þátttakendur í ferðinni.Byggðaráð leggur til að þessir tveir nemendur verði styrktir að upphæð kr. 15.000 hvor.
- Bréf frá nemendaráði Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti dags. 6. apríl 2006 þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna Danmerkurferðar. Byggðaráð leggur til að nemendaráð verði styrkt um kr. 100.000.Styrkurinn verði bókaður á lykil 0481-9191 og fjárhagsáætlun þessa lykils hækki í samræmi við það.
- Bréf frá Sigurði Sigurðarsyni dags 28. mars 2006 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Skálholts. Um er að ræða 110 ha svæði í Skálholtstungu sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði en áhugi er fyrir að breyta í frístundahúsasvæði. Byggðaráð leggur til að umrædd breytingatillaga verði auglýst í samræmi við 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga.
- Endurskoðun á gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar. Byggðaráð vísar þessari umræðu og ákvörðun til sveitarstjórnar.
- Bréf dags. 26. mars 2006 frá Björgunarmiðstöð Árborgar ehf. þar sem farið er fram á hækkun leigugjalds. Byggðaráð tekur ekki afstöðu til erindisins þar sem frekari upplýsingar frá Brunavörnum Árnessýslu vantar um málið.
- Bréf dags. 24. apríl 2006 frá Guðnýju Rósu Magnúsdóttur, fyrir hönd leikdeildar UMF- Bisk. þar sem lýst er yfir áhuga á því að koma að kaupum á sviðstjöldum í félagsheimilinu Aratungu. Einnig kemur fram að kvenfélag Biskupstungna hefur einnig hug á því að koma að þessum kaupum. Byggðaráð þakkar fyrir gott framtak og leggur til að oddvita verði falið að vinna málið áfram með félögunum.
- Bréf frá Valdimari Kristinssyni þar sem óskað er umsagnar Bláskógabyggðar um umsókn hans um stofnun lögbýlis á 15 ha landi hans sem er úr landi Dalsmynnis í Biskupstungum. Fyrir liggur jákvæð umsögn Búnaðarsamband Suðurlands og tekur byggðaráð einnig vel í erindið og gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlisins.
- Úthlutun lóða.
11.1. Umsókn frá Lofti S. Magnússyni, kt. 080969-3849, þar sem sótt er um lóðina Vesturbyggð 7, Laugarási. Samþykkt samhljóða.
11.2. Umsókn frá Byggingarfélaginu Geysi ehf. kt. 460204-2160, þar sem sótt er um lóðina Miðholt 2-12, Reykholti. Samþykkt samhljóða, með fyrirvara um að breyting á skipulagi Miðholts 2-18 gangi eftir sbr. bókun sveitarstjórnar lið 3.2. í fundargerð frá 4. apríl 2006.
11.3. Umsókn frá Hestamannafélaginu Loga, kt. 570991-1089, þar sem sótt er um lóðina Vegholt 2, Reykholti. Samþykkt samhljóða.
11.4. Umsókn frá Pétri Þorvaldssyni, kt. 140954-5309, þar sem sótt er um lóðina Háholt 4 a og b, Laugarvatni. Samþykkt samhljóða með fyrirvara um að riftun samninga um lóðina við E.S.K. ehf. verði frágengin.
11.5. Umsókn frá Pétri Þorvaldssyni, kt. 140954-5309, þar sem sótt er um lóðina Háholt 6 a og b, Laugarvatni. Samþykkt samhljóða með fyrirvara um að riftun samninga um lóðina við E.S.K. ehf. verði frágengin.
11.6. Umsókn frá Pétri Þorvaldssyni, kt. 140954-5309, þar sem sótt er um lóðina Háholt 8 a og b, Laugarvatni. Samþykkt samhljóða með fyrirvara um að riftun samninga um lóðina við E.S.K. ehf. verði frágengin.
- Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram og staðfestar:
12.1. Fundargerð 22. fundar veitustjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var 3. apríl 2006.
12.2. Fundargerð 24. fundar skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 19. apríl 2006.
- Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
13.1. Dagskrá aukaaðalfundar SASS, Sorpstöðvar Suðurlands og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands sem haldinn verður 26. apríl 2006.
13.2. Greinargerð vegna umsóknar um unglingalandsmót UMFÍ á Laugarvatni 2008.
13.3. Bréf frá SASS dags. 10. apríl 2006 vegna aukaaðalfundar SASS
13.4. Bréf frá ÍSÍ varðandi fyrirtækjakeppnina ,,Hjólað í vinnuna” 3.-6. maí.
13.5. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 30. mars 2006 varðandi kortlagningu vega og vegslóða – akstur utan vegslóða.
13.6. Fundargerð 733. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. mars 2006.
13.7. Skýrsla um starfsemi Byggðasafns Árnesinga og Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka árið 2005 liggur frami á skrifstofu sveitarfélagsins.
13.8. Ársreikningur Gufu ehf. fyrir árið 2005 liggur frami á skrifstofu sveitarfélagsins.
13.9 Ársreikningur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. fyrir árið 2005 liggur frami á skrifstofu sveitarfélagsins.
13.10. Bréf dags. 18. apríl 2006 frá Námsflokkum Reykjavíkum.
13.11. Skýrsla um ráðningu félagsmálafulltrúa.
13.12. Afrit af bréfi Hrunamannahrepps til Samvinnunefndar miðhálendis varðandi miðhálendismiðstöð í Skálpanesi.
13.13. Bréf frá Hagstofu Íslands varðandi viðmiðunardag kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006.
13.14. Bréf dags. 18. apríl 2006 frá Skipulagsstofnun varðandi breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, frístundabyggða í landi Kjaranstaða.
13.15. Bréf dags. 18. apríl 2006 frá Skipulagsstofnun varðandi breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, frístundabyggða í landi Fells, Bláskógabyggð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.