56. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. maí 2006 kl. 13:30.

 

Mættir: Margeir Ingólfsson formaður  byggðaráðs, Sveinn A. Sæland, Kjartan Lárusson og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Verksamningur Vegholt / Bæjarholt.

1.1. Lagður fram verksamningur vegna vegagerðar í Vegholti, Reykholti, og í Bæjarholti, Laugarási.  Verkið var boðið út skv. útboðs- og verklýsingu sem unnin var af Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar ehf.  Þrjú tilboð bárust í verkið.  Lægstbjóðandi var Þjótandi ehf. með heildartilboð að upphæð kr. 35.655.900.  Umrætt verk var á samþykktri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar.  Byggðaráð staðfestir samhljóða fyrirliggjandi verksamning.

1.2. Einnig lagt fram samkomulag við Þórarinn Kristinsson vegna vegagerðar í Vegholti, verkheiti III skv. tilboðsskrá sem unnin var af Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar ehf.  Byggðaráð staðfestir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag.

 

 1. Kaup á landspildu úr landi Brautarhóls.

Lagt fram afsal fyrir 7,88 ha landspildu úr landi Brautarhóls, dags. 10. maí 2006.  Um er að ræða landspildu sem tekur til nýrra athafnalóða við Vegholt í Reykholti.  Gert var ráð fyrir kaupum á þessari landspildu í samþykktri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar. Byggðaráð samþykkti stofnskjal þessarar landspildu á fundi sínum þann 7. mars 2006, og sveitarstjórn þann 14. mars 2006.  Byggðaráð staðfestir framlagt afsal samhljóða.

 

 1. Hreinlætisaðstaða hjólhýsasvæði.

Fram er lagt tilboð Hafnarbakka varðandi salernisaðstöðu með sturtum sem fyrirhugað er að setja niður á hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni.  Ljóst er að undanfarin ár hefur hjólhýsum fjölgað til muna og afar brýnt er að slíkri aðstöðu verði komið upp samhliða stækkun svæðisins.  Samkvæmt samningi milli Bláskógabyggðar og Valdimars Gíslasonar skal sveitarsjóður standa straum af stofnkostnaði sem þessum en Valdimar sjá um vinnuþáttinn að koma aðstöðunni fyrir.  Kaupverð er 1.793.000 + vsk. Byggðaráð staðfestir samhljóða kaup á umræddu þjónustuhúsi.

 

 1. Bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur varðandi girðingu kringum vatnsból í Bjarnafelli. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við framkvæmdir við vatnsbólið en leggur áherslu á að framkvæmdir verði unnar í góðri sátt við landeigendur.

 

 1. Bréf frá SÁÁ þar sem óskað  er eftir fjárstyrk. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins.

 

 1. Bréf frá Dórotheu Sveinu Einarsdóttur dags. 22. apríl 2006 varðandi fasteignagjöld af sumrahúsum. Byggðaráð fór yfir efni bréfsins og er sveitarstjóra falið að svara því.

 

 1. Bréf frá Guðmundi Óskarssyni og Brynhildi Sigurjónsdóttur dags. 2. maí 2006 þar sem sótt er um að taka á leigu íbúðina Kistuholt 3d. Byggðaráð vísar erindinu til húsnæðisnefndar til afgreiðslu.

 

 1. Úthlutun byggingalóða.

8.1. Umsækjandi um byggingarlóðina Miðholt 37, Reykholti, sem fékk lóðina úthlutaða á fundi byggðaráðs þann 7. mars 2006, hefur fallið frá umsókn sinni.  Samkvæmt úthlutunarreglum lóða í Bláskógabyggð skal auglýsa lóð aftur lausa til umsóknar ef hún fellur aftur til sveitarfélagsins eftir úthlutun. Byggðaráð samþykkir samhljóða að auglýsa aftur umrædda lóð með hefðbundnum hætti.

 

8.2. Umsókn frá Ómari E. Sævarssyni, kt. 170258-5259, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 3, Laugarási.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Verksamningur um slátt og hirðingu í Bláskógabyggð.

Lagður fram verksamningur um slátt og hirðingu í Bláskógabyggð.  Bláskógabyggð, Menntaskólinn að Laugarvatni og Kennaraháskóli Íslands fóru í sameiginlegt útboð á slætti og hirðingu í Bláskógabyggð. Lægstbjóðandi var Tungusláttur ehf.  með heildartilboð að upphæð kr. 6.266.266.  Byggðaráð staðfestir framlagðan verksamning samhljóða.

 

 1. Samningur um land undir tjaldsvæði á Laugarvatni milli Bláskógabyggðar og Glóðarsels ehf. lagður fram til kynningar og staðfestur.

 

 1. Samningur um land undir tjaldsvæði í Reykholti milli Bláskógabyggðar og Þóris Sigurðssonar lagður fram til kynningar og staðfestur.

 

 1. Niðurfelling krafna.

Lagt fram yfirlit yfir kröfur eldri en 2002, sem ekki hefur tekist að innheimta.  Kröfurnar eru að upphæð kr. 58.023.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fella niður umræddar kröfur.

 

 1. Fundargerð 5. fundar byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 16. maí 2006 var lögð fram og staðfest.

 

 1. Fundargerð félagsmálanefndar frá 8. maí 2006 var lögð fram og staðfest.

 

 1. Fundargerð 7. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps sem haldinn var 8. maí 2006 var lögð fram og staðfest.

 

 1. Eftirfarandi erindi eru lögð fram til kynningar:

16.1.       Skýrsla um starfsemi orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslum ásamt reikningi fyrir árið 2005.

16.2.       Fundargerð fulltrúaráðs Grunnskóla Bláskógabyggðar og Grunnskólans Ljósuborgar sem haldinn var 8. maí 2006.

16.3.       Fundargerð aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 26. apríl 2006.

16.4.       Fundargerð aukaaðalfundar SASS sem haldinn var 25. apríl 2006.

16.5.       Fundargerð 394. stjórnarfundar SASS sem haldinn var 4. maí 2006.

16.6.       Bréf frá Íþrótta og Ólimpíusambandi Íslands dags. 5. maí 2006.

16.7.       Fundargerð 43. fundar Héraðsnefndar Árnesinga sem haldinn var 28. og 29. apríl 2006.

16.8.       Ályktun aðalfundar FOSS frá 8. maí 2006.

16.9.       Fundargerð 72. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 5. maí 2006.

16.10.   Fundarboð vegna aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn verður
2. júní 2006.

16.11.   Bréf vegna Álagningar fasteignagjalda í Landskrá fasteigna.

16.12.   Fundargerð 6. fundar undirbúningshóps vegna nýrrar slökkvistöðvar Brunavarna Árnessýslu sem haldinn var 26. apríl 2006.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.