57. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 2. maí 2006, kl 13:30

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Gunnar Þórisson sem varamaður Sigurlaugar Angantýsdóttur, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.    55. fundur byggðaráðs, dags. 25. apríl 2006.  Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    4. fundur byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 25. apríl 2006.  Staðfest samhljóða.

 

  1. Umsókn um byggingarlóð.

Umsókn frá Ólafi Ólafssyni, kt. 100545-4389, þar sem sótt er um lóðina Bogabyggð 33, Laugarási. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Samkomulag við hestamannafélög.

4.1.    Oddviti lagði fram samkomulag við hestamannafélagið Loga, um aðstöðusköpun fyrir félagið. Um er að ræða lóð undir reiðhöll við Vegholt 2 í Reykholti.  Einnig að sveitarfélagið leggi til land undir reiðvöll norðvestan við núverandi hesthúsabyggð sem mun liggja að umræddri lóð. Samkomulagið hefur verið undirritað með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.  Einnig lagði oddviti fram samkomulag við hestamannafélagið Loga vegna umsóknar um styrk til byggingar reiðhallar sem send hefur verið Landbúnaðarráðuneytinu. Umrædd samkomulög við hestamannafélagið Loga samþykkt samhljóða.

4.2.    Oddviti lagði fram samkomulag við hestamannafélagið Trausta, um aðstöðusköpun fyrir félagið.  Um er að ræða land undir reiðvöll, austast í þéttbýlinu á Laugarvatni, skv. Einbúaskipulagi.  Svæðið er um 3,1 ha að stærð og liggur neðan við skipulagt hesthúsahverfi.  Samkomulagið hefur verið undirritað með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samkomulag þetta er gert í tengslum við umsókn um að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Laugarvatni.

Drífa Kristjánsdóttir leggur til að þessum lið verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar, þar sem kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir.  Tillagan felld með 5 atkvæðum á móti (SAS, MI, SS, GÞ, MB), 1 atkvæði með (DK) og 1 sat hjá (KL).

Samkomulagið borið upp til samþykktar og það samþykkt með 6 atkvæðum (SAS, MI, SS, GÞ, MB, KL) og 1 sat hjá (DK).

Oddviti lét bóka að kostnaðaráætlun muni liggja fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.

Lögð var fram yfirlýsing þess efnis að ef komi til opinberra framlaga vegna Unglingalandsmóts UMFÍ á Laugarvatni, muni hluti af þeim framlögum renna til uppbyggingar á reiðvelli á Laugarvatni. Yfirlýsingin borin upp og hún samþykkt með 6 atkvæðum (SAS, MI, SS, GÞ, MB, KL) og 1 sat hjá (DK).

 

  1. Endurskoðun á gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar.

Þessum lið var vísað til sveitarstjórnar af byggðaráði, sbr. fundargerð byggðaráðs dags. 25. apríl 2006, 7. liður. Margeir Ingólfsson lagði fram tillögu þess efnis, að gjaldskrá leikskóla hækki í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs og  hækki því um 5,5%. Hækkunin taki gildi 1. ágúst 2006.

Kjartan Lárusson leggur til að engin breyting verði gerð á gjaldskránni.  Tillaga Kjartans borin upp og hún felld með 5 atkvæðum á móti (SAS, MI, SS, MB, GÞ) en 2 atkvæði með (DK, KL).

Tillaga Margeirs borin upp og hún samþykkt með 5 atkvæðum (SAS, MI, SS, MB, GÞ) en 2 atkvæði á móti (DK, KL).

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Lagt fram bréf frá Hafþóri Guðmundssyni, dags. 22. apríl 2006, þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna afreksíþróttaþjálfunar fyrir Árna Pál Hafþórsson.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 75.000 og bókist á lið 0689-9991.  Fjárhagsáætlun ársins 2006 á þessum lið hækki jafnframt um kr. 25.000.

6.2.    Lagt fram bréf frá starfsmönnum Álfaborgar, dags. 24. apríl 2006, þar sem óskað er eftir úrbótum á leiksvæði leikskólans svo og umgjörð og gangstígum að leikskólanum.  Samþykkt samhljóða að fela umsjónarmanni fasteigna ásamt sveitarstjóra og leikskólastjóra að vinna að lausn þeirra verkefna sem fram koma í bréfinu.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.    Fundargerð 257. fundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, 6. apríl 2006.

7.2.    Fundargerð 85. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 25. apríl 2006.

7.3.    Fundargerð 131. fundar Sorpstöðvar Suðurlands, 11. apríl 2006.

7.4.    Grímsnes- og Grafningshreppur, bréf dags. 24. apríl 2006.

7.5.    Bréf frá Bláskógabyggð til Vegagerðarinnar, dags. 27. apríl 2006.

7.6.    Bréf frá Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi til Vegagerðarinnar, dags. 20. apríl 2006.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  15:45.