57. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar sem haldinn var í Fjallasal Aratungu 27. júní 2006 kl. 15:00.
Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir formaður byggðaráðs, Drífa Kristjánsdóttir og Margeir Ingólfsson sem ritaði fundargerð.
- Kosning formanns, varaformanns og ritara byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir að formaður verði Sigrún Lilja Einarsdóttir, varaformaður Margeir Ingólfsson og ritari Valtýr Valtýsson.
- Bréf frá Landvernd dags. 18. maí 2006 varðandi verkefnið ,,Vistvernd í verki”. Í bréfinu er óskað eftir áframhaldandi samstarfi við Bláskógabyggð um verkefnið og tekur byggðaráð vel í það og leggur til að nýr samningur við Landvernd verði undirritaður.
- Endurskoðun á samþykktum Bláskógabyggðar.
- gr. Orðið hreppsnefndarfundur fellur út en sveitarstjórnarfundur kemur í staðinn.
- gr.
- Undirkjörstjórnir: Undirkjörstjórnir fyrir Þingvallasveit og Laugardal falla niður en í stað þess komi ein undirkjörstjórn fyrir Þingvallasveit og Laugardal.
- Byggðaráð: Orðið hreppsnefndarmenn fellur út en orðið sveitarstjórnarmenn kemur í staðinn.
- Húsnæðisnefnd: Húsnæðisnefnd fellur niður og verkefni hennar færist til byggðaráðs.
- Rekstrarnefnd: Rekstrarnefnd fellur niður og verkefni hennar færast til byggðaráðs. Þar sem Rekstrarnefndin fellur niður skal koma á ársfundi eigenda Aratungu og skal sá fundur haldinn í október ár hvert.
- Skipulagsnefnd: Sameiginleg skipulagsnefnd er með Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skal Bláskógabyggð skipa í hana einn aðalmann og einn til vara.
- Forðagæslumenn: Fyrirkomulag forðagæslu skal vera samkvæmt lögum um forðagæslu og eftirlit búfjár.
- Nefnd um samþykktir fyrir Bláskógabyggð: Nefnd um samþykktir fyrir Bláskógabyggð fellur niður og verkefni hennar færast til byggðaráðs
- Fulltrúi í skólanefnd Ljósafossskóla fellur niður.
- gr Í þessari grein fellur út að byggðaráð skuli á fyrsta fundi kjósa sér formann. Einungis skal kjósa varaformann og ritara.
- gr. Setningin þar sem fjallað er um kosningu formanna nefnda verður: Sveitarstjórn kýs formenn nefnda, ráða og stjórna.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að leggja fram samþykktir sveitarfélagsins með áorðnum breytingum á næsta fundi byggðaráðs.
- Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 7. júní 2006 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna landnotkunar í landi Iðu, Bláskógabyggð. Skipulagsstofnun gerir nokkrar athugasemdir við umrædda breytingatillögu og leggur byggðaráð til að áður en farið verði í að auglýsa tillöguna verði hún kynnt fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og kallað eftir afstöðu þeirra. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa er falið að kynna málið fyrir hagsmunaaðilum.
- Bréf frá Guðmundi Óskarssyni og Brynhildi Sigurjónsdóttur dags. 2. maí 2006 þar sem sótt er um að taka á leigu íbúðina Kistuholt 3d. Byggðaráð leggur til að þeim verði úthlutað íbúðin frá og með 1. ágúst 2006. Margeir Ingólfsson vék af fundi undir þessum lið.
- Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Efri-Reykja. Tillagan gerir ráð fyrir að landnotkun á svæði sem liggur norðan Laugarvatnsvegar og afmarkast af tveimur svæðum fyrir frístundabyggð að austan og vestan, verði breytt úr landbúnaðarnotum í svæði fyrir frístundabyggð. Byggðaráð leggur til að umrædd breytingatillaga verði auglýst í samræmi við 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga.
- Bréf frá Sýslumannsembættinu á Selfossi dags. 16. júní 2006 þar sem óskað er heimildar til að afskrifa útsvar hjá eignalausu dánarbúi að upphæð kr. 80.041-. Byggðaráð leggur til að heimildin verði veitt.
- Bréf frá Halldóri Páli Halldórssyni skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni dags. 13. júní 2006 þar sem hann gerir Bláskógabyggð tilboð í bókasafnsþjónustu. Byggðaráð vísar tilboðinu til umsagnar hjá skólastjórum Grunnskóla Bláskógabyggðar áður en afstaða verður tekin til þess.
- Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 16. júní 2006 varðandi reglubundið eftirlit í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti. Byggðaráð leggur til að umsjónamaður fasteigna í samstarfi við sveitarstjóra geri áætlun um úrbætur í samræmi við úttektina.
- Bréf frá Vegagerðinni dags. 20. júní 2006 þar sem fram kemur að Bláskógabyggð hefur hlotið styrk að upphæð kr. 2.000.000- vegna endurbóta á vegtengingum við Fremstaver og Svartárbotna.
- Bréf frá Sigurði Sigurðarsyni dags. 22. júní 2006 þar sem fram kemur að landsvæði það sem samþykkt var að auglýsa breytta landnotkun á, á fundi byggðaráðs 25. apríl 2006, verður kennt við Borgarhóla en ekki Skálholtstungu.
- Afrit af bréfi frá Skipulagsstofnun dags. 7. júní 2006 varðandi tillögu að breyttu aðalskipulagi í landi Miðhúsa en samkvæmt tillögunni breytast 36 ha lands úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði. Skipulagsstofnun mælir með því að tillagan verði staðfest.
- Úthlutun byggingalóða.
13.1. Umsókn frá Nönnu Mjöll Atladóttur, kt. 191049-2259, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 8, Laugarási. Samþykkt samhljóða.
13.2. Umsókn frá Sigurjóni Sæland, kt. 200369-3489, þar sem sótt er um lóðina Miðholt 37, Reykholti. Samþykkt samhljóða.
- Afrit af bréfi Umhverfisstofnunar dags. 15. júní 2006 varðandi breytingu á aðalskipulagi – frístundabyggð við Laugarás. Í bréfinu kemur m.a. fram að stofnunin gerir athugasemd við það að frístundabyggð vestan Skálholtsvegar er skipulögð alveg niður að Hvítá en samkvæmt skipulagsreglugerð skal þess gætt að ekki sé byggt nær ám en 50 m. Byggðaráð bendir á að þó skipulagt sé að Hvítá þá er ekki heimilt að byggja nær ánni en 50 m og einnig að tryggja verður umferð gangandi fólks með ánni. Auk þess telur Umhverfisstofnun að ekki ætti að skipuleggja fyrirhugaða frístundabyggð svo hátt upp í Vörðufellið og gert er ráð fyrir. Byggðaráð vísar þessari athugasemd áfram til landeigenda.
- Ársskýrsla skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar fyrir skólaárið 2005-2006 lögð fram til kynningar.
- Bréf frá Helga Jóhannessyni formanni Vörðukórsins þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna utanfarar. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir því á fjárhagsáætlun ársins.
- Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til staðfestingar:
17.1. Fundargerð 6. fundar Bygginganefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 6. júní 2006.
17.2. Fundargerð Oddvitafundar sem haldinn var 8. júní 2006.
- Eftirfarandi erindi voru lögð fram til kynningar:
18.1. Bréf frá SASS dags. 2. júní 2006.
18.2. Bréf frá Bændasamtökum Íslands.
18.3. Fundargerð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf. sem haldinn var 2. júní 2006.
18.4. Fundargerð 132. stjórnarfundar Sorpstöðvar Suðurlands sem haldinn var 1. júní 2006.
18.5. Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands árið 2005. Skýrslan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
18.6. Fundargerð 86. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 24. maí 2006.
18.7. Fundargerð 87. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem haldinn var 21. júní 2006.
18.8. Bréf frá Hagstofu Íslands – Þjóðskrá dags. 22. júní 2006.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40