58. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. júlí 2006 kl. 15:00.

 

Mætt: Margeir Ingólfsson, formaður í fjarveru Sigrúna Lilju Einarsdóttur, Þórarinn Þorfinnsson,  Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Samþykktir Bláskógabyggðar.

Lögð fram drög að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar, sbr. bókun 3. liðar fundargerðar 57. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar, dags. 27. júní 2006.

Samþykkt samhljóða að vísa drögunum að samþykktum til næsta fundar sveitarstórnar Bláskógabyggðar.

  1. Erindi Vigdísar Árnadóttur vegna námu í landi Austureyjar.

Lagt fram bréf frá Vigdísi Árnadóttur, dags. 5. júlí 2006, sem ritað er fyrir hönd félags sumarbústaðaeigenda í Útey, nýja hverfinu.  Í bréfinu er óskað eftir því að náma í landi Austureyjar, sem staðsett er mjög nærri frístundahúsahverfinu,verði lokuð.  Jafnframt er óskað eftir styrk til viðhalds vegar að sumarhúsum í þessu frístundahúsahverfi.

Byggðaráð leggur til að ósk um fjárstyrk til viðhalds vegar verði hafnað, þar sem sveitarsjóður hefur ekki veitt slíka styrki.

Byggðaráð leggur til að komið verði á framfæri, til landeiganda Austureyjar, þeim kvörtunum bréfritara um ástand og frágang efnisnámunnar.  Byggðaráð leggur áherslu á að öryggismál vegna frágangs efnisnáma sé ávallt í lagi, þannig að ekki almenningi skapist ekki hætta af.

  1. Úthlutun byggingalóða.

Umsókn frá Atla Ólafssyni, kt. 211257-5639, þar sem sótt er um iðnaðarlóðina Lindarskógur 11, Laugarvatni.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar:

4.1.     Fundargerð skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 29. júní 2006.  Staðfest samhljóða.

4.2.     Fundargerð 7. fundar byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu sem haldinn var 27. júní 2006. Staðfest samhljóða.

  1. Eftirfarandi erindi eru lögð fram til kynningar:

5.1.     Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 30. júní 2006.

5.2.     Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 30. júní 2006 varðandi endurskoðun á gildandi skipulags- og byggingarlögum.

5.3.     Bréf frá Sigríði Kristínu Gísladóttur ásamt skýrslu um ,,Grunnskólabörn með langvinnan heilsuvanda”.  Skýrslan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30