59. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 6. júní 2006, kl 13:30

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar.

1.1.     56. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, dags. 30. maí 2006.  Staðfest samhljóða.

 

  1. Veðurstofa Íslands; Bráðabirgðahættumat á Laugarvatni.

Lagt fram bráðabirgðahættumat fyrir nýjan íbúðareit á Laugarvatni, sem liggur ofan þjóðvegar og nær upp fyrir Birkihlíðartún og örlítið upp í skóginn í hlíðum Laugarvatnsfjalls.  Það er mat Veðurstofu Íslands að staðaráhætta á svæðinu sem breytt aðalskipulag nær til sé undir þeim viðmiðunarmörkum, 0,3 af 10.000 á ári, sem gilda um íbúðabyggð skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða.  Veðurstofan gerir þar af leiðandi ekki athugasemd við fyrirhugaða íbúðabyggð á Laugarvatni.

Matskýrslan lögð fram til kynningar og jafnframt vísað til fyrri samþykkta sveitarstjórnar, sbr. lið 3.1. í fundargerð 54. fundar, dags. 14. mars 2006 og liðar 3.1. í fundargerð 56. fundar, dags. 4. apríl 2006.

 

  1. Skipulagsstofnun; Úrskurður vegna lagningar Gjábakkavegar (365).

Lagður fram til kynningar úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Gjábakkavegar (365), Laugarvatn – Þingvellir, Bláskógabyggða, dags. 24. maí 2006.

 

  1. Fyrstu drög að samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð.

Lögð fram drög að samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð.  Samþykktin tekur á forsendum fyrir búfjárhaldi í sveitarfélaginu svo og lausagöngu búfjár innan þéttbýlissvæða í sveitarfélaginu. Efni draganna rædd og samþykkt …

 

  1. Fundargerð 26. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu..

Lögð fram fundargerð 26. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu dags. 6. júní 2006.       Staðfest samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  15:00.