59. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 6. júní 2006, kl 13:30
í Fjallasal, Aratungu
Mætt voru:
Sveinn A. Sæland oddviti, Sigurlaug Angantýsdóttir, Margeir Ingólfsson, Margrét Baldursdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
- Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar.
1.1. 56. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, dags. 30. maí 2006. Staðfest samhljóða.
- Veðurstofa Íslands; Bráðabirgðahættumat á Laugarvatni.
Lagt fram bráðabirgðahættumat fyrir nýjan íbúðareit á Laugarvatni, sem liggur ofan þjóðvegar og nær upp fyrir Birkihlíðartún og örlítið upp í skóginn í hlíðum Laugarvatnsfjalls. Það er mat Veðurstofu Íslands að staðaráhætta á svæðinu sem breytt aðalskipulag nær til sé undir þeim viðmiðunarmörkum, 0,3 af 10.000 á ári, sem gilda um íbúðabyggð skv. reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða. Veðurstofan gerir þar af leiðandi ekki athugasemd við fyrirhugaða íbúðabyggð á Laugarvatni.
Matskýrslan lögð fram til kynningar og jafnframt vísað til fyrri samþykkta sveitarstjórnar, sbr. lið 3.1. í fundargerð 54. fundar, dags. 14. mars 2006 og liðar 3.1. í fundargerð 56. fundar, dags. 4. apríl 2006.
- Skipulagsstofnun; Úrskurður vegna lagningar Gjábakkavegar (365).
Lagður fram til kynningar úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Gjábakkavegar (365), Laugarvatn – Þingvellir, Bláskógabyggða, dags. 24. maí 2006.
- Fyrstu drög að samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð.
Lögð fram drög að samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð. Samþykktin tekur á forsendum fyrir búfjárhaldi í sveitarfélaginu svo og lausagöngu búfjár innan þéttbýlissvæða í sveitarfélaginu. Efni draganna rædd og samþykkt …
- Fundargerð 26. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu..
Lögð fram fundargerð 26. fundar Skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu dags. 6. júní 2006. Staðfest samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.