6. fundur

F R Æ Ð S L U N E F N D  B L Á S K Ó G A B Y G G Ð A R

 

  1. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar

Mánudaginn 2. júní 2008

í Fjallasal, Aratungu

 

Leikskólahluti (15:00- 16:00)

 

Mætt voru Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Drífa Kristjánsdóttir sem varamaður Sigurbjörns Árna Arngrímssonar, ritara, Sólveig Aðalsteinsdóttir, leikskólastjóri á Gullkistunni, Svanhildur Eiríksdóttir, leikskólastjóri á Álfaborg, og Guðrún Sigurrós Poulsen, fulltrúi starfsfólks.

 

Drífa Kristjánsdóttir ritaði fundargerð. Sigrún Lilja, formaður, setti fund og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd.

Júlíana Tyrfingsdóttir verðandi leikskólastjóri í Álfaborg mætti á fundinn og er boðin velkomin til starfa.

Sigrún tilkynnir að hún sé að flytja úr sveitarfélaginu og muni því hætta formennsku í fræðslunefnd eftir fund sveitarstjórnar á morgun.

 

Dagskrá fundarins:

 

  1. Leikskólareglur í Bláskógabyggð: Lagðar fram endurskoðaðar reglur um leikskóla í Bláskógabyggð og samþykktar samhljóða.
  2. Tilnefning í fagráð tónlistarskóla: Bréf frá Félagi tónlistarskólakennara lagt fram til kynningar
  3. Svanhildur kynnir að það sé mjög gott að fá nýjan leikskólastjóra til starfa í mánuð áður en hún lýkur störfum.  Allir þakka samstarfið í vetur, SVÓT greiningarvinnan hafi verið mjög skemmtileg og lærdómsrík.  Svanhildi þakkað mjög gott starf undanfarin 15 ár í leikskóla Álfaborgar.

 

Fleira ekki gert, fundi leikskólahluta slitið kl. 16:00.