6. fundur

6. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
miðvikudaginn 26. jan. 2011
í Reykholti

Mættir: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar (AM),
Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG), Sólveig Björg
Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi
foreldra á Gullkistu (RS), Dröfn Þorvaldsdóttir varamaður (DÞ).
Kristín Ingunn Haraldsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar (KIH) var
forfölluð.

Leikskólar (15:00 – 16:00)

1)  Fjárhagsáætlun Gullkistunnar 2011 lögð fram og kynnt. Sólveig kynnti nýja fjárhagsáætlun
sem hefur verið samþykkt af sveitarstjórn.
2)  Aukafjárveiting til Gullkistu vegna barna með sérþarfir. Fræðslunefnd óskar eftir frekari
upplýsingum frá Sólveigu en styður um leið aukafjárveitinguna fram á vor (þ.e. í 5 mánuði)
en leggur einnig til að staðan verði endurmetin þá.
3)  Fyrirspurnir frá fulltrúa foreldra (Ragnhildur Sævarsdóttir) í leikskólanum Gullkistu:
a)  Sparkvöllurinn. Áhrif gúmmíkurlsins undir gervigrasinu (krabbameinsvaldandi?)
Fræðslunefnd vísar í svar umhverfisráðherra (sjá viðhengi.)
4)  Morgunmatur í Gullkistu. Er ástæða til að hætta með morgunmat fyrir börnin – yrði m.a.
sparnaður af því fyrir sveitarfélagið? Fræðslunefnd telur ekki ástæðu til að athuga málið
frekar þar sem sveitarfélagið er ekki að ýta á eftir því. Sterkari viðbrögð frá foreldrum þurfa
að verða, ef athuga á málið.
5)  Auglýst laus staða í leikskólanum Álfaborg. Fjórir sóttu um stöðuna og Agnes er að
taka viðtöl. Gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna frá 1.febrúar
6)  Afsláttur á leikskólagjöldum. Nemendur þurfa ekki að skila inn staðfestingu á að hafa
klárað tilgreindar einingar, eingöngu að skila inn staðfestingu á skólavist.
7)  Skólastefna Bláskógabyggðar. Ákvörðun sveitarstjórnar um skipun í verkefnishóp.
Fræðslunefnd fagnar ákvörðun sveitarstjórnar með að halda skólaþing.
8)  Námskeið í boði fyrir fræðslunefndir. Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við
mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóla bjóða fulltrúum í
fræðslunefndum upp á námskeið. Fræðslunefnd hvetur nefndarmenn til að kynna sér
námskeiðin og sækja þau.
9)  Önnur mál.   a)  Leikskólastjórar lýsa yfir áhyggjum sínum á því hvað verður um þá þjónustu sem
Skólaskrifstofan Suðurlands veitir leikskólum Bláskógabyggðar í dag, ef henni
verður lokað. Leikskólastjórar hvetja stjórnendur sveitarfélagsins til að gera allt
hvað þeir geta til að svo verði ekki. Fræðslunefnd tekur undir orð
leikskólastrjóranna.

Grunnskóli (16:00 – 17:00)

Mættir: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Arndís Jónsdóttir skólastjóri (AJ), Sigmar Ólafsson
aðstoðarskólastjóri (SÓ), Sigurlaug Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ), Dröfn Þorvaldsdóttir
varamaður (DÞ).
Heiða Björg Hreinsdóttir (HBH) fulltrúi foreldra var forfölluð.

1.  Fjárhagsáætlun Grunnskóla Bláskógabyggðar 2011 lögð fram og kynnt. Sigmar
lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og sagði frá liðnu ári þ.e.
hvernig það stóðst áætlun.
2.  Skólastefna Bláskógabyggðar. Ákvörðun sveitarstjórnar um skipun í
verkefnishóp. Fræðslunefnd fagnar ákvörðun sveitarstjórnar með að halda
skólaþing.
3.  Námskeið í boði fyrir fræðslunefndir. Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi
við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóla bjóða fulltrúum í
fræðslunefndum upp á námskeið. Fræðslunefnd hvetur nefndarmenn til að kynna
sér námskeiðin og sækja þau.
4.  Önnur mál. Engin