6. fundur

6. fundur menningarmálanefndar

Haldinn í Skálholtsskóla miðvikudaginn 31. ágúst 2011 kl. 17.30.
Mætt voru: Skúli Sæland, formaður, Kristinn Ólason og Geirþrúður Sighvatsdóttir, aðalmenn.

1.  Menningarmálanefnd hittist nú eftir nokkuð hlé yfir sumarið. Geirþrúður var boðin
velkomin til starfa en hún tekur við sæti Valgerðar Jónsdóttur sem flutt er úr sveitarfélaginu.
Skúli tók að sér að rita þessa fundargerð.
2.  Brúarvígsla Hvítárbrúar. Geirþrúður las upp fundargerð fundar undirbúningshóps v/
brúarvígslu Hvítárbrúar sem haldinn var 28. ágúst í Kaffi Mika. Skúli sat sem fulltrúi
menningarmálanefndar í undirbúningshópnum og greindi einnig frá umræðum á fundinum.
Nefndarmenn lýstu yfir ánægju með störf undirbúningsnefndar og vonast til þess að sem
flestir nefndarmenn geti verið viðstaddir vígslu brúarinnar sem verður föstudaginn 9.
september.
3.  Menningaráætlun Bláskógabyggðar. Lögð voru drög að menningaráætlun fyrri hluta ársins.
Þau eru nánast full kláruð. Skúli mun taka saman drögin og senda á nefndarmenn fyrir næsta
fund.
4.  Listi menningaraðila í Bláskógabyggð. Listi yfir menningaraðila er langt kominn og er
nánast birtingarhæfur á vefsíðu sveitarfélagsins. Skúli tekur saman listann og sendir á
nefndarmenn fyrir næsta fund og sendir til birtingar á vefsíðu sveitarfélagsins,
www.blaskogabyggd.is, sé eining um það innan nefndarinnar.
Einnig var rætt um að senda þennan lista á gagnagrunn SASS sem var í vinnslu þar í vor.
5.  Menningarviðurkenning Bláskógabyggðar. Síðastliðið vor var umræða langt komin með
bæði menningarviðurkenningu og menningarsjóð Bláskógabyggðar. Nefndin samþykkir að
fresta úrvinnslu menningarsjóðs um tíma en einbeita sér að útbúa skilmála fyrir
menningarviðurkenningu og horfa þar helst til afreka einstaklinga.
Samþykkt að stefna að afhendingu menningarviðurkenningarinnar á Aratunguhátíð sem
verður 22. október.
Rætt um leiðir til að fá tilnefningar í menningarviðurkenninguna og voru nefndarmenn
sammála um að best væri að leita til félagasamtaka innan Bláskógabyggðar en að
menningarmálanefndin muni síðan skera úr um hæfasta aðilann.
6.  Stefnt er að halda næsta fund í september.

Fundi slitið 18:30
Skúli Sæland