6. fundur

6.  Fundur  samgöngunefndar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu 5. desember 2012 kl.
17:15

Fundargerð

Mættir: Kjartan Lárusson, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Guðmundar
Böðvarssonar, Kristján Kristjánsson.

Nefndarmenn samþykktu samhljóða að rita fundargerð í tölvu.

Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Kristinn J. Gíslason sviðstjóri voru gestir  fundarins.

1. Framkvæmdaáætlun við gatnagerð 2013.
Kristinn J. Gíslason lagði fram áætlun um nýframkvæmdir sem liggja til grundvallar
fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar rekstrarárið 2013.  Helstu framkvæmdir sem þar koma
fram eru:
Háholt á Laugarvatni    3,3 milljónir króna.
Ofanvatnskerfi á Laugarvatni      2 milljónir króna.
Samgöngunefnd lýsir yfir stuðningi við þessa tillögu um framkvæmdaáætlun.

2. Framkvæmdaáætlun við gatnagerð 2014 – 2016.
Kristinn J. Gíslason lagði fram áætlun um nýframkvæmdir sem liggja til grundvallar
fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar rekstrarárið 2014 – 2016.  Helstu framkvæmdir sem þar
koma fram eru í milljónum króna:
Framkvæmd                               2014    2015    2016
Kistuholt, Reykholti                           0           0        7,4
Miðholt, Reykholti                          5,6        4,4           0
Torfholt, Laugarvatni                      3,0          0            0
Lindarskógar, Laugarvatni               0          0       14,0
Bæjarholt, Laugarási                        0        3,1        3,0
Samgöngunefnd lýsir yfir stuðningi við þessa tillögu um framkvæmdaáætlun.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19:00.