6. fundur

06. fundur 24. sept. 2002
Fundargerðir

6. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 24. september 2002, kl 13:30
í Fjallasal Aratungu.

Mætt voru:
Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Drífa Kristjánsdóttir og Bjarni Þorkelsson auk Ragnars Sæs Ragnarssonar sveitarstjóra

 

1. Bréf frá úttektaraðila Vegagerðarinnar vegna skemmda á Tungufljótsbrú.  Bréfið hefur verið sent áfram til Steypustöðvarinnar og farið fram á að gert verði við brúna samkvæmt áliti sérfræðinga Vegagerðarinnar.  Byggðaráð telur að verulegur dómgreindarbrestur hafi orðið hjá ökumanni og telur vítavert hvernig aksturslag bifreiðarstjóra fór með brúna.  Farið hefur verið fram á það við Steypustöðina að brúin verði komin í samt lag innan mánaðar.
2. Bréf frá íbúum í húsi nr. 6 við Torfholt á Laugarvatni.  Vísað til verkstjóra áhaldahúss á Laugarvatni með ósk um úttekt á eignum sveitarfélagsins fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2003.

3. Bréf frá Eyjólfi Bjarnasyni byggingatæknifræðingi frá 4. september 2002 varðandi breytingu á aðalskipulagi í landi Efra – Apavatns.  Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að breytingin sem felur í sér breytt not úr landbúnaði í svæði undir frístundahús verði samþykkt.  Kynnt og samþykkt að auglýsa skipulagið samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins.

4. Frá Gunnlaugi Ó. Johnson arkitekt FAÍ. Deiliskipulag sumarhúsabyggðar í landi Mjóaness.  Kynnt og samþykkt að óska eftir því við Skipulagsstofnun að fá að auglýsa viðkomandi deiliskipulag.  Fáist leyfi Skipulagsstofnunar þá verður það síðan auglýst samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins um auglýsingatíma á deiliskipulögum.

5. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu vegna stjórnsýslukæru á úrskurði Skipulagsstofnunar frá 19. júlí um mat á umhverfisáhrifum vegna háspennulínu, Sultartangalínu.  Óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar.    Um er að ræða kæru frá Böðvari Jónssyni frá 18. ágúst 2002, Guðmundi Guðmundssyni og Salóme H. Björnsdóttur dags. 23. ágúst og fjórar kærur frá TAXIS lögmannsstofu dags. 22. ágúst 2002.  Byggðaráð ítrekar fyrri samþykktir sveitarstjórna Bláskógabyggðar um samþykki fyrir lagningu línunnar.

6. Aðalfundur SASS haldinn að Hótel Selfossi 30. og 31. ágúst 2002.  Á fundinum voru samþykktar allar helstu áskoranir sem borist höfðu frá Bláskógabyggð m.a. í samgöngumálum, þjóðlendumálum og uppbyggingu Íþrótta- og Ólympíumiðstöðvar á Laugarvatni.  Kynnt.

7. Oddviti Bláskógabyggðar fer fram á endurskoðun á veitusamningi við Laugaráslæknishérað vegna greiðslna á afnotum á heitu vatni.  Kynnt en viðræður munu fara fram á næstunni.

8. Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni vegna fjárlagaársins 2003.   Kynnt, sveitarstjóra falið að mæta f.h. sveitarstjórnar og kynna fyrir fjárlaganefnd viðhaldsþörf Héraðsskólahúsnæðisins að Laugarvatni og senda menntamálaráðherra ítrekað bréf þar sem bent er á ábyrgð ríkisins í þeim efnum.

9. Nýtt deiliskipulag frístundabyggðar Setbergs í landi Grafar.  Kynnt og samþykkt að auglýsa skipulagið samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins.

10. Bréf frá Sigurveigu Björnsdóttur leikskólastjóra leikskólans Lind,  Laugarvatni um þörf á úrbótum við leikskólann.  Ábendingarnar munu verða hafðar til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar 2003.

11. Byggðaráð samþykkir að Grímsnes- og Grafningshreppur annist greiðslur vegna 14% eignarhluta Bláskógabyggðar í Ljósafossskóla fyrir skólaárið 2002-2003.

12. Sveitarstjóri kynnti að daganna 1.-3. október n.k. munu fara fram viðtöl vegna úttektar Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri á skólastarfi í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.  Upplýst hefur verið um úttektina í Bláskógafréttum fyrr í mánuðinum.  Lagt fram bréf sem lýsir sundurliðun á viðtölum sem verða tekin þessa daga.  Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri verði tengiliður við úttektaraðila meðan á úttekt stendur.

13. Kjör fulltrúa í Almannavarnarnefnd, í nefndina var valið af oddvitum viðkomandi svæða.  Aðalmenn Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi og Ólafur F. Leifsson Hlemmiskeiði.  Til vara:  Ragnar Sær Ragnarsson Bláskógabyggð og Stefán Helgason Vorsabæ, Gaulverjarbæjarhreppi.

14. Fundargerð fundar rekstrarnefndar Aratungu frá 23. september 2002.  Kynnt og staðfest.  Þarf að hafa til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.

15. Fundargerð fræðslunefndar haldinn 9. september 2002.  Kynnt og staðfest.

16. Munnlegar ábendingar um friðun rjúpustofnsins í Bláskógabyggð næstu 2-3 ár.  Byggðaráð vísar því til landeiganda á hverjum stað að taka afstöðu til erindisins.

17. Beiðni um kalt vatn að jarðarmörkum Úthlíðar, Biskupstungum. Beiðninni komið á framfæri við veitunefnd.

18. Samkvæmt bréfi frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 26. júlí 2002 er samþykkt samkvæmt skilyrðum sem fram koma í bréfi sjóðsins að taka krónur 6.000.000.- lán fyrir Hitaveitu Laugarvatns með tryggingu í tekjum sveitarfélagsins vegna lántökunnar sbr. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og 13. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 35/1966.  Erindi þetta hefur áður fengið umfjöllun byggðaráðs 31. júlí 2002, samkv. 2. lið.   Bókað til að ítreka fyrri ákvörðun sveitarfélagsins á að taka lánið.

19. Fundargerð aukafundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 11. september og bréf formanns sjóðsins vegna ummæla meirihluta bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.   Kynnt.  Einnig lagt fram fundarboð nýs aukafundar hjá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands sem haldinn verður 9. október n.k.  Fulltrúi Bláskógabyggðar verður Sveinn A. Sæland.

20. Fundargerð byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 27. ágúst 2002.  Kynnt og staðfest.

21. Lagður fram ársreikningur Minningarsjóðs Biskupstungna 2001.  Reikningurinn mun liggja frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar.

22. Umræður um skipulag á snjómokstri veturinn 2002-2003.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Vegagerð og verktaka Vegagerðarinnar um hreinsun akstursleiða skólabíla þegar snjóalög verða mikil.  Eftirfarandi samþykkt er lögð fyrir sveitarstjórn til staðfestingar vegna vinnuregla við snjómokstur. Til að fyrirbyggja allan misskiling er rétt að kynna vinnulag Vegagerðar og sveitarfélagsins um snjómokstur.   Fjóra daga í viku mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga sér Vegagerðin um að moka Biskupstungnabrautina frá Selfossi upp að Gullfossi  (vegur 35), Laugarvatnsveg (vegur 37)  og Þingvallaveg (vegur 36).   Eystri – Tungan (358), Reykjavegur (355) og Úteyjarvegur (364) eru mokaðir af sveitarfélaginu og Vegagerð í jafnri kostnaðarhlutdeild en það þarf samþykki Vegagerðarinnar til þess að þessar leiðir séu ruddar.  Það er gert þegar nauðsyn krefur, annars ekki. Séð er til þess að öll grunnskólabörn komist í skóla enda hvílir lagaleg skylda til þess á sveitarfélaginu.  Því er reynt að halda akstursleiðum skólabíla opnum.  Ekki eru mokaðar heimreiðar að einstaka bæjum.   Því eru þessar reglur gerðar opinberar að allir viti hvaða reglum er unnið eftir og geti undirbúið sig fyrir veturinn samkvæmt því.  Enginn mokstur er sjálfvirkur á vegum sveitarfélagsins og er eingöngu mokað þegar sýnt þykir að eitthvað mikið sé að færð.

23. Vegagerð Háholti, umræður um kostnað við vegagerðina.  Lagt er til að sveitarstjóri ræði við Ásvélar ehf um áframhaldandi vegagerð í Háholti á grundvelli fyrra útboðs.

24. Bréf frá félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu um að starfshlutfall félagsmálastjóra farí úr 80% í 100%.  Byggðaráð leggur til að aukning á starfshlutfalli verði samþykkt.

25. Ákvörðun um þátttöku Bláskógabyggðar í verkefninu, uppbygging Gaddstaðaflata.  Samþykkt að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu í heild sinni með fyrirvara um aðkomu ríkisins að verkefninu.

26. Eftirfarandi erindi voru kynnt:
a)      Fundargerð samstarfsnefndar LS og KÍ vegna grunnskóla frá 9. september 2002.
b)      Fundargerð samstarfnefndar LN og SSB frá 10. september 2002.

c)      Upplýsingar um að fjármálaráðstefna sveitarfélaga verði haldin í Reykjavík, 7.- 8. nóvember 2002.

d)      Bréf frá SASS um kosningu nefndar um skipulag og stefnu í uppbyggingu Háskólanáms á Suðurlandi.  Stjórn SASS hefur óskað eftir að Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri taki sæti í nefndinni.

e)      Bréf frá Sögu bílsins ehf. Varðandi útgáfu bókar í tilefni þess að 100 ár eru      liðin síðan fyrsti bíllinn kom til landsins.  Hafnað.

f)      Bréf frá námsmannahreyfingum á Íslandi um að sameinast í forvarnarverkefni fyrir námsmenn á aldrinum 16-30 ára.  Hafnað.

g)      Erindi frá Ásvélum ehf. vegna efnisnámu í landi Grafar í Laugardal.  Endurtekin starfsleyfisumsókn.  Kynnt.

h)      Fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 5. júlí 2002.  Kynnt

i)       Bréf frá FOSS, Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi, dags. 4. september 2002, um fulltrúa í starfskjaranefnd.

j)       Bréf frá FOSS. dags. 11. september um trúnaðarmenn í sveitarfélaginu.

k)      Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 4.9.2002

l)       Frá Íbúðalánasjóði.  Upplýsingar um tímamörk á umsóknafresti til að taka lán til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði á komandi ári.  Kynnt og sveitarstjóra falið að sækja um leyfi fyrir byggingu tveggja íbúða þó svo að ekki sé gert ráð fyrir því að nýta það á árinu. Einnig bréf þar sem minnt er á að samkv. reglugerð skulu sveitarstjórnir gera þriggja ára áætlun um þörf á viðbótarlánum.

m)    Fundargerð samstarfsnefndar launanefndar sveitarfélaga, 11. fundur frá       10. september 2002.

n)      Fundargerðir stjórnar SASS frá 29. ágúst og 17. september 2002.

o)     Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 23. ágúst 2002.

p)      Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 5. september 2002.

q)      Fundargerð Svæðisráðs frá 11. september 2002.

r)      Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 26. ágúst 2002.

s)      Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu um framlag vegna jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna lækkunar á fasteignaskatti samkv. reglugerð nr. 80/2001.

t)       Fundargerð stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 17. september 2002.

 

Fundi slitið kl. 17:10