60. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 13. júní 2006, kl 13:30
í Fjallasal, Aratungu
Mætt voru:
Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Drífa Kristjánsdóttir setti fund, sem aldursforseti kjörinna fulltrúa, og bauð nýkjörna sveitarstjórnarmenn velkomna til starfa.
- Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs.
Lögð fram tillaga um Margeir Ingólfsson sem oddvita sveitarstjórnar. Tillagan var borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum (SS, SLE, ÞÞ og MI) og 3 sátu hjá (DK, JS og KL).
Fram komu tvær tillögur um varaoddvita, Snæbjörn Sigurðsson og Drífa Kristjánsdóttir. Snæbjörn Sigurðsson hlaut 4 atkvæði (SS, SLE, ÞÞ og MI) og Drífa Kristjánsdóttir 3 atkvæði (DK, JS og KL). Snæbjörn Sigurðsson kjörinn varaoddviti.
- Kosning fundarritara til eins árs.
Ritari: Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri.
Vararitari: María Þórarinsdóttir, skrifstofustjóri.
- Ráðning sveitarstjóra.
Valtýr Valtýsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Valtý Valtýsson sem sveitarstjóra Bláskógabyggðar kjörtímabilið 2006 til 2010.
Fyrirliggjandi drög að ráðningarsamningi við Valtý Valtýsson samþykktur með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ, SLE) en þrír sátu hjá (DK, KL, JS) og oddvita falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.
- Kosning í nefndir og ráð Bláskógabyggðar:
4.1. Byggðaráð til eins árs:
Aðalmenn: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Bjarkarbraut 4.
Margeir Ingólfsson, Brú.
Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.
Varamenn: Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.
Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.
Kjartan Lárusson, Austurey.
4.2. Fræðslunefnd:
Aðalmenn: Sigrún Lilja Einarsdóttir, Bjarkarbraut 4.
Pálmi Hilmarsson, Bala.
Varamenn: Margeir Ingólfsson, Brú.
Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I.
4.3. Veitustjórn:
Aðalmenn: Þórarinn Þorfinnsson, formaður, Spóastöðum.
Guðmundur B. Böðvarsson, Háholti 2b.
Theodór Vilmundarson, Efsta-Dal.
Varamenn: Knútur Ármann, Friðheimum.
Tómas Tryggvason, Hrísholti 8.
Kjartan Lárusson, Austurey.
4.4. Umhverfisnefnd:
Aðalmenn: Sigurður St. Helgason, formaður, Háholti 10c.
Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.
Sigrún Reynisdóttir, Engi.
Varamenn: Anna S. Björnsdóttir, Miklaholti.
Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrosshaga.
Hjördís Ásgeirsdóttir, Hrísholti 9.
4.5. Yfirkjörstjórn Bláskógabyggðar til eins árs:
Aðalmenn: Pétur Skarphéðinsson, formaður, Launrétt 3.
Hilmar Einarsson, Torfholti 12.
Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum.
Varamenn: Guðrún Sveinsdóttir, Bjarkarbraut 3.
Sigurður Jónsson, Eyvindartungu.
Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ II.
4.6. Undirkjörstjórn fyrir Biskupstungur til eins árs:
Aðalmenn: Gústaf Sæland, formaður, Sólveigarstöðum.
Elínborg Sigurðardóttir, Iðu.
Ólafur Einarsson, Torfastöðum.
Varamenn: Bjarni Kristinsson, Brautarhóli.
Arnheiður Þórðardóttir, Gýgjarhólskoti.
Kristján Kristjánsson, Bjarkarbraut 12, Reykholti.
4.7. Undirkjörstjórn fyrir Laugardal til eins árs:
Aðalmenn: Árni Guðmundsson, formaður, Böðmóðsstöðum.
Helga Jónsdóttir, Austurey II.
Elsa Pétursdóttur, Útey I.
Varamenn: Katrín Erla Kjartansdóttir, Háholti 1a.
Þórdís Pálmadóttir, Hrísholti 8.
Margrét Þórarinsdóttir, Efsta-Dal.
4.8. Undirkjörstjórn fyrir Þingvallasveit til eins árs:
Aðalmenn: Ragnar Jónsson, formaður, Brúsastöðum.
Jóhann Jónsson, Mjóanesi.
Steinunn Guðmundsdóttir, Heiðarbæ III.
Varamenn: Gunnar Þórisson, Fellsenda.
Una Vilhjálmsdóttir, Fellsenda.
Guðrún S. Kristinsdóttir, Stíflisdal.
4.9. Fjallskilanefnd Biskupstungna:
Aðalmenn: Eiríkur Jónsson, formaður, Gýgjarhólskoti I.
Kjartan Sveinsson, Bræðratungu.
Magnús Kristinsson, Austurhlíð.
Ólafur Einarsson, Torfastöðum.
Eyvindur Magnús Jónasson, Kjóastöðum I.
Varamenn: Guðmundur Sigurðsson, Vatnsleysu I.
Magnús Heimir Jóhannesson, Króki.
Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti.
Gunnar Ingvarsson, Efri-Reykjum.
Sævar Ástráðsson, Háholti, Laugarvatni.
4.10. Fjallskilanefnd Laugardals:
Aðalmenn: Sigurður Jónsson, formaður, Eyvindartungu.
Karl Eiríksson, Miðdalskoti.
Friðgeir Stefánsson, Laugardalshólum.
Varamenn: Snæbjörn Þorkelsson, Austurey II.
Jón Þormar Pálsson, Böðmóðsstöðum II.
Jón Þór Rangarsson, Lindarbraut 11.
4.11. Fjallskilanefnd Þingvallasveitar:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þetta kjörtímabil skulu allir nefndarmenn fjallskilanefndar Þingvallasveitar vera aðalmenn, en þeir eru:
Jóhannes Sveinbjörnsson, formaður, Heiðarbæ I.
Gunnar Þórisson, Fellsenda.
Rangar Jónsson, Brúsastöðum.
Jóhann Jónsson, Mjóanesi.
Halldór Kristjánsson, Stíflisdal.
Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ II.
4.12. Skoðunarmenn reikninga:
Aðalmenn: Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti I.
Hreinn Ragnarsson, Torfholti 4.
Varamenn: Svavar Sveinsson, Gilbrún.
Elsa Pétursdóttir, Útey I.
4.13. Héraðsnefnd Árnesinga:
Aðalmaður: Margeir Ingólfsson, Brú.
Varamaður: Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.
Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ, SLE) en 3 sátu hjá (DK, KL, JS).
4.14. Bygginganefnd Uppsveita Árnessýslu:
Aðalmenn: Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.
Böðvar Ingi Ingimundarson, Torfholti 10.
Varamenn: Tómas Tryggvason, Hrísholti 8.
Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ II.
4.15. Skipulagsnefnd Uppsveita Árnessýslu:
Aðalmaður: Margeir Ingólfsson, Brú.
Varamaður: Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.
Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ, SLE) en 3 sátu hjá (DK, KL, JS).
4.16. Félagsmálanefnd Uppsveita Árnessýslu:
Aðalmaður: Hólmfríður Ingólfsdóttir, Holtagötu 15a.
Varamaður: Fanney Gestsdóttir, Hjálmstöðum II.
Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ, SLE) en 3 sátu hjá (DK, KL, JS).
4.17. Almannavarnarnefnd:
Aðalmaður: Hilmar Einarsson, Torfholti 12.
Varamaður: Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.
Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ, SLE) en 3 sátu hjá (DK, KL, JS).
4.18. Á aðalfund Samband íslenskra sveitarfélaga:
Aðalmaður: Margeir Ingólfsson, Brú.
Varamaður: Sigrún Lilja Einarsdóttir, Bjarkarbraut 4.
Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ, SLE) en 3 sátu hjá (DK, KL, JS).
4.19. Í stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna:
Aðalmaður: Margeir Ingólfsson, Brú.
Varamaður: Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.
Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ, SLE) en 3 sátu hjá (DK, KL, JS).
4.20. Fulltrúar á aðalfund SASS:
Aðalmenn: Margeir Ingólfsson, Brú.
Sigrún Lilja Einarsdóttir, Bjarkarbraut 4.
Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.
Varamenn: Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.
Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.
Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kosningu í eftirtaldar nefndir verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar:
- Æskulýðs- og menningarmálanefnd
- Atvinnu- og samgöngumálanefnd
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verkefnum eftirtalinna nefnda verði komið fyrir hjá byggðaráði:
- Nefnd um samþykktir fyrir Bláskógabyggð
- Húsnæðisnefnd
- Rekstrarnefnd Aratungu og íþróttahúss
- Ráðning oddvita í hlutastarf.
Margeir Ingólfsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið og tók Snæbjörn Sigurðsson við fundarstjórn. Jafnframt tók Jens Pétur Jóhannsson sæti í sveitarstjórn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Margeir Ingólfsson, oddvita, í 80% starf hjá skrifstofu Bláskógabyggðar, fyrir starf hans sem oddviti sveitarstjórnar svo og önnur störf, en þar er um að ræða umsjón með skipulagsmálum, byggingarlóðum sveitarfélagsins og öðrum þeim störfum sem tengjast skipulags- og framkvæmdamálum sveitarfélagsins.
Fyrirliggjandi drög að ráðningarsamningi samþykktur með 4 atkvæðum (JPJ, SS, ÞÞ, SLE) en 3 sátu hjá (DK, KL, JS) og sveitarstjóra falið að undirrita ráðningarsamninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.
T-listinn lagði fram eftirfarandi bókun:
T-listinn hafnar alfarið ráðningu oddvita í hlutastarf, með 80% af föstum launum sveitarstjóra, sem oddvita sveitarfélagsins ásamt umsjón með skipulagsmálum, byggingarlóðum sveitarfélagsins og öðrum þeim störfum sem tengjast skipulags- og framkvæmdamálum sveitarfélagsins. Ráðinn hefur verið sveitarstjóri í fullt starf í Bláskógabyggð.
Drífa Kristjánsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson.
Þ-listinn lagði fram eftirfarandi bókun:
Þ-listinn vill benda á að með ráðningu oddvita í 80% starf er verið að minnka starfshlutfall hans um 20%. Auk almennra oddvitastarfa, sem eru mikil hjá sveitarfélagi af þessari stærðargráðu, þá liggur mikið fyrir í skipulags- og byggingarmálum á kjörtímabilinu.
Snæbjörn Sigurðsson, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Jens Pétur Jóhannsson.
- Ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnar.
Lagt er til að fastir fundardagsar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði óbreyttir frá síðasta kjörtímabili, þ.e. sveitarstjórn fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og byggðaráð síðasta þriðjudag hvers mánaðar á sama tíma, kl. 15:00. Stefnt verði að því að fundum verði ávallt lokið fyrir kl. 19:00. Aukafundir verða boðaðir sérstaklega. Fundirnir verða haldnir í Fjallasal, Aratungu. Samþykkt samhljóða.
- Fyrirkomulag sveitarstjórnarfunda í sumar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að næsti fundur sveitarstjórnar verði 1. ágúst 2006 en byggðaráðs 27. júní og 25. júlí 2006.
Samþykkt samhljóða að heimila byggðaráði fullnaðarafgreiðslu á byggingar- og skipulagstillögum í Bláskógabyggð í sumarleyfi sveitarstjórnar 2006.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.