61. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 1. ágúst 2006, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir,  Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Margeir Ingólfsson bar upp tillögu um breytingu á dagskrá fundarins, þ.e. að nýr liður bætist við 8. lið, þ.e. 8.2. breyting á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000 -2012, þéttbýlið á Laugarvatni. Einnig bætt við nýjum 10. lið, efni til kynningar.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir byggðaráðs til staðfestingar:

1.1. Fundargerð 57. fundar, dags. 27. júní 2006.  Staðfest samhljóða.

1.2. Fundargerð 58. fundar, dags. 25. júlí 2006.  Staðfest samhljóða.

 

 1. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar.

Lögð fram drög sem vísað var til sveitarstjórnar af byggðaráði.  Einnig er bætt við liðum í 34. gr. um kjör fulltrúa á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands, Sorpstöðvar Suðurlands og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands.

Drög að samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar vísað til annarrar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

 1. Kosning í nefndir:

3.1. Æskulýðsnefnd; þrír aðalmenn og þrír til vara.

Aðalmenn:      Sölvi Arnarsson, Hrísholt 10, Laugarvatni

Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, Hrosshaga, Biskupstungum

Helgi Kjartansson, Dalbraut 2, Biskupstungum

Varamenn:     Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum, Biskupstungum

Sigríður Kjartansdóttir, Laugarbraut 4, Laugarvatni

Ólafur Guðmundsson, Skólatún 3a, Laugarvatni

 

3.2. Menningarmálanefnd; þrír aðalmenn og þrír til vara.

Aðalmenn:      Sigrún Lilja Einarsdóttir, Bjarkarbraut 4, Laugarvatni

Hildur María Hilmarsdóttir, Spóastöðum, Biskupstungum

Hólmfríður Bjarnadóttir, Skálholti, Biskupstungum

Varamenn:     Brynjar S. Sigurðsson, Heiði, Biskupstungum

Camilla Ólafsdóttir, Ásakoti, Biskupstungum

Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, Biskupstungum

 

3.3. Kjör fulltrúa á aðalfundi Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólakrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.

Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands:

Aðalmaður:     Margeir Ingólfsson, Brú, Biskupstungum

Varamaður:    Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum, Biskupstungum

 

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands:

Aðalmenn:      Margeir Ingólfsson, Brú, Biskupstungum

Sigrún Lilja Einarsdóttir, Bjarkarbraut 4, Laugarvatni.

Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, Biskupstungum

Varamenn:     Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum, Biskupstungum

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal, Laugardal

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I, Þingvallasveit

 

Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands:

Aðalmenn:      Margeir Ingólfsson, Brú, Biskupstungum

Sigrún Lilja Einarsdóttir, Bjarkarbraut 5, Laugarvatni

Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, Biskupstungum

Varamenn:     Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum, Biskupstungum

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal, Laugardal

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I, Þingvallasveit

 

Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands:

Aðalmaður:     Margeir Ingólfsson, Brú, Biskupstungum

Varamaður:    Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum, Biskupstungum

 

 1. Erindi Óla Jóhanns Ásmundssonar um “Höfuðból Ungmennafélags Íslands”.

Lagt fram erindi frá Óla Jóhanni Ásmundssyni, dags. 28. júní 2006, þar sem hann óskar eftir stuðningi frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar við þá hugmynd að “höfuðból Ungmennafélags Íslands” verði staðsett í Héraðsskólahúsinu á Laugarvatni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar því að endurbætur á Héraðsskólahúsinu á Laugarvatni séu hafnar, en húsið hefur lengi legið undir skemmdum. Finna þarf húsinu verðugt hlutverk og ef eigendur hússins og UMFÍ koma sér saman um að gera húsið að  “höfuðbóli Ungmennafélags Íslands” þá fagnar sveitarstjórn því.

 

 1. Veitumál.
  Kjartan Lárusson leggur fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að sameina Hitaveitu Laugarvatns og Biskupstungnaveitu í Hitaveitu Bláskógabyggðar frá og með 1. janúar 2007.

 

Greinargerð:

Það er mikil hagræðing að sameiningu veitnanna t.d. með einum ársreikningi og einum lager.  Ekki þarf að leggja vinnu í að halda veitunum aðskildum.  Sameining veitnanna er samkvæmt stefnu Þ og T lista fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

 

Fulltrúar Þ-listans leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að Hitaveita Laugarvatns, Biskupstungnaveita og kaldavatnsveita Bláskógabyggðar verði sameinaðar í eina veitu og taki sameiningin gildi 1. janúar 2007.

 

Breytingartillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

 

 1. Heimasíða Bláskógabyggðar.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu við nýja heimasíðu Bláskógabyggðar, en hún er komin vel á veg og styttist í að síðan verði tilbúin.  Einnig dreifði hann yfirlitsmynd sem sýnir opnunarsíðu vefsins.

 

 1. Merkingar við innkomu í sveitarfélagið.

Drífa Kristjánsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn samþykkir að merkingar sem eru við innkomu í Þingvallasveit verði lagfærðar þannig að vegfarendur séu boðnir velkomnir í Þingvallasveit en ekki Þingvallahrepp eins og nú stendur á merkjunum. Ætla má að merkin séu sex, á Uxahryggjarvegi, í Kjósaskarði, á Mosfellsheiði, beggja vegna Þingvallavatns, við mörk Grímsnes- og Grafningshrepps og á Lyngdalsheiðarvegi.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessari tillögu til byggðaráðs, sem myndi kanna kostnað við þetta verkefni og vinna áætlun um gerð skilta við hlið megin akvega inn í sveitarfélagið.

 

 1. Skipulagsmál

8.1.    Breyting aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012, – Leynir.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012. Í breytingunni felst að samtals 30 ha svæði í landi Leynis við Böðmóðsstaði, meðfram Brúará, breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Að hluta til er um leiðréttingu að ræða því hluti svæðisins (svæði 1 og 2) hefur þegar verið nýttur undir frístundabyggð í nokkurn tíma. Tillagan var í kynningu frá 15. maí til 12. júní 2006 með athugasemdafrest til 26. júní. Engar athugasemdir bárust.

Lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 19. maí 2006 þar sem fram kemur að stofnunin telji að ekki ætti að skipuleggja frístundabyggð nær ánni en sem nemur 200 m til að tryggja aðgengi almennings meðfram ánni og varðveita einstakt landslag, gróðurfar og dýralíf.

Á svæðum 1 og 2 á uppdrætti er hefur til þessa verið miðað við 50 m fjarlægð frá Brúará og á svæði 3 (nýtt svæði) er að mestu um að ræða ræktuð tún og akra auk trjáa sem landeigandi hefur gróðursett í gegnum tíðina. Í greinargerð Aðalskipulags Laugardalshrepps kemur fram að leyfilegt verði að byggja í allt að 50 m fjarlægð frá Brúará en að leitað verði umsagnar Umhverfisstofnunar ef um sé að ræða framkvæmdir sem geti raskað náttúruminjum.

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga óbreytta. Í þessu tilviki er ekki talin þörf á að setja nánari kvaðir um að fjarlægð bygginga frá Brúará verði meiri en 50 m, bæði vegna samræmis við aðliggjandi frístundabyggð og einnig þar sem svæðið er í dag ræktuð tún og/eða akrar en ekki náttúrulegt landslag. Fjallað verður nánar um nákvæma afmörkun lóða og byggingarreita við afgreiðslu á deiliskipulagi fyrir svæði 3.

 

8.2.    Breyting aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012, – þéttbýli Laugarvatni.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, innan þéttbýlismarka Laugarvatns. Í breytingunni felst að afmörkuð eru þrjú ný íbúðarsvæði sem samanlagt eru 27,3 ha að stærð og gera má ráð fyrir að reisa megi á bilinu 150-220 íbúðir. Svæðin eru:

 • 12,5 ha svæði (syðsti reitur) staðsett sunnan íbúðarbyggðar við Vesturtún og nær að Litluá í suðri og þjóðvegi nr. 37 í vestri.
 • 3,3 ha svæði (miðju reitur) sem afmarkast af Gjábakkavegi í norðri, Laugardalsvegi í austri og athafnasvæði í vestri.
 • 11,5 ha svæði (nyrsti reitur) upp í hlíðinni ofan við gatnamót Gjábakkavegar og Dalbrautar/þjóðvegar nr. 37.

Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 3. mars 2006 er bent á að breytingin feli í sér að land fyrir íbúðarsvæði verði töluvert umfram íbúðarþörf fyrir það tímabil sem aðalskipulagið nær til. Einnig er bent á að ef núverandi íbúðarsvæði norðan byggðar við Laugarvatn er ekki lengur inni í myndinni ætti að fella það út.

Sveitarstjórn telur að ekki sé tímabært að fella núverandi íbúðarsvæði út úr aðalskipulaginu og lítur á fyrirhuguð íbúðarsvæði sem viðbót við þau svæði sem þegar eru til staðar. Á stað eins og Laugarvatni getur verið erfitt að spá nákvæmlega fyrir um íbúðaþörf fyrir ákveðið tímabil enda lýtur uppbygging þar að nokkru öðrum lögmálum en uppbygging á þéttbýlli svæðum sem gerir m.a. fólksfjöldaspár erfiðari viðfangs.

Ljóst er þó að á undanförnum árum hefur verið skortur á íbúðarlóðum á svæðinu. Að svo stöddu er ekki talið heppilegt að fella út núverandi íbúðarsvæði þó svo að jarðvegsaðstæður séu ekki nægjanlega góðar, bæði til að tryggja nægjanlegt og fjölbreytt lóðaframboð og einnig þar sem ekki hefur verið mörkuð endanleg stefna um hvort og þá hvers kyns landnotkun ætti að koma í stað núverandi íbúðarsvæðis.

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga óbreytta.

 

 1. Fundargerð til staðfestingar:

9.1.    8. fundur byggingarnefndar, dags. 18. júlí 2006.  Staðfest samhljóða.

 

 1. Efni til kynningar:

Erindi frá hjólhýsaeigendum á Laugarvatni.

Erindinu vísað til afgreiðslu byggðaráðs.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45.