61. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 31. október 2006 kl. 15:15.
Mætt: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
- Umhverfismat Samgönguáætlunar 2007 – 2018.
Lögð fram gögn vegna umhverfismats Samgönguáætlunar 2007 – 2018. Umsagnarfrestur er til 20. nóvember n.k. Jafnframt liggja öll gögn frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og geta aðrir sveitarstjórnarmenn nálgast þau þar.
- Umsókn um byggingarlóð.
Umsókn frá GRG vélar ehf. kt. 510906-1280 þar sem sótt er um athafnalóðina Vegholt 4 í Reykholti. Samþykkt samhljóða.
- Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
Lögð fram vinnugögn vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006. Tillögur ræddar um breytingu á einstaka liðum áætlunarinnar. Samþykkt samhljóða að gera tillögu til sveitarstjórnar í samræmi við kynntar tillögur og leggja fram heildstæða áætlun, með efnahagsreikningi og sjóðsstreymisyfirliti fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
- Innsend bréf og erindi:
4.1. Landsnet, dags. 11. september 2006, Umhverfisúttekt á Sultartangalínu 3.
Í bréfinu kemur fram að Landsnet óskar eftir því, að Bláskógabyggð tilnefni fulltrúa sinn í umhverfisúttekt á Sultartangalínu 3. Skipulagsfulltrúi hefur verið fulltrúi sveitarfélagsins á fyrri stigum. Búið er að fara í vettvangsferð vegna þessarar úttektar og var Pétur Ingi Haraldsson fulltrúi sveitarfélagsins í þeirri ferð. Byggðaráð leggur til að skipulagsfulltrúi verði áfram fulltrúi sveitarfélagsins við þessa vinnu.
4.2. Reiðveganefnd Loga, dags. 12. október 2006, viðhald reiðvega.
Byggðaráð leggur til að tekin verði afstaða til erindisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
4.3. Landgræðsla ríkisins, dags. 5. október 2006, Bændur græða landið.
Byggðaráð leggur til að áframhald verði á þátttöku í verkefninu.
4.4. Fræðslunet Suðurlands, dags. 19. október 2006, tilnefning í stjórn.
Byggðaráð leggur til að tillaga Fræðslunetsins verði samþykkt.
4.5. Vegagerðin, mótt. 27. september 2006, merking sveitabæja.
Byggðaráð leggur til að tekin verði afstaða til erindisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 og leitað verði samstarfs við landeigendur ef ákveðið verður að fara í verkefnið.
4.6. Bréf Guðmundar Guðmundssonar, dags 16. október 2006, dagskrá um Jónas Jónsson.
Ekki liggur fyrir hvernig kostnaði verði mætt við verkefnið, eða að hvaða leyti óskað er eftir liðstyrk sveitarfélagsins. Byggðaráð sér ekki ástæðu til þess að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa í undirbúningsnefnd.
4.7. Nefnd til aðgangs að opinberum gögnum um öryggismál, dags. 17. október 2006.
Byggðaráði er ekki kunnugt um að Bláskógabyggð hafi í sinni umsjá opinber gögn sem varða öryggismál landsins.
4.8. Rósinkar S. Ólafsson, dags. 19. október 2006, Hruni Syðri-Reykjum.
Ekki hefur borist afstaða framleiðanda rotþróarinnar, Sæplasti ehf, varðandi þá ályktun að tæming ein og sér geti valdið því að rotþró falli saman. Erindinu frestað þar til afstaða framleiðanda liggur fyrir.
4.9. Björn Sigurðsson, dags. 17. október 2006, styrkumsókn.
Byggðaráð leggur til að tekin verði afstaða til erindisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
- Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram til staðfestingar:
5.1. Umhverfisnefnd, dags. 12. október 2006.
Byggðaráð óskar eftir því við umhverfisnefnd að hún kostnaðarmeti þær tillögur sem fram koma í fundargerðinni, áður en tillögurnar verði lagðar fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. Að öðru leyti er fundargerðin staðfest samhljóða.
5.2. Félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu, dags. 16. október 2006.
Staðfest samhljóða.
5.3. Byggingarnefnd uppsveita Árnessýslu, dags. 17. október 2006.
Staðfest samhljóða.
5.4. 30. fundur Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu, dags. 19. október 2006.
Staðfest samhljóða.
5.5. Fundargerð 23. fundar veitustjórnar sem haldinn var 16. október 2006.
Staðfest samhljóða.
- Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
6.1. 136. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 16. október 2006.
6.2. 91. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 3. október 2006.
6.3. 92. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 19. október 2006.
6.4. 396. fundur stjórnar SASS, dags. 6. september 2006.
6.5. 397. fundur stjórnar SASS, dags. 4. október 2006.
6.6. 88. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 26. september 2006.
6.7. 737. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. september 2006.
6.8. XX. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. – 28. september 2006.
- Eftirfarandi erindi eru lögð fram til kynningar:
7.1. Samráðshópur um nýtt álagningarkerfi fasteignagjalda, dags. 13. október 2006.
7.2. Dagur íslenskrar tungu, dags 3. október 2006
7.3. Félagsmálaráðuneytið, dags. 16. október 2006.
7.4. Félagsmálaráðuneytið, dags. 22. september 2006, reglur um ráðstöfun aukaframlags 2006.
7.5. Félagsmálaráðuneytið, dags. 5. október 2006, samþykktir Bláskógabyggðar.
7.6. Afrit af úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála v/ Heiðarbæjar.
7.7. Skipulagsstofnun, dags. 20. október 2006, breyting Aðalskipulags Biskupstungnahrepps v/Helludals.
7.8. Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið, dags 11. október 2006, Hreyfing fyrir alla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.