62.fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 5. september 2006, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir,  Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Brynjar Sigurðsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.       Fundargerð 59. fundar, dags. 29. ágúst 2006.

Vegna 5. liðar í fundargerð þá er samþykkt eftirfarandi breyting:

  • Aðalmenn í sveitarstjórn fái greidda fasta mánaðarlega þóknun kr. 15.000 og að auki 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund. Varamenn fái greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund.
  • Aðalmenn í byggðaráði fái greidda fasta mánaðarlega þóknun kr. 15.000 og að auki 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund. Varamenn fái greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund.
  • Skoðunarmenn fái greitt 4% af eins mánaðar þingfarakaupi á ári fyrir sín störf.

Að öðru leyti var fundargerðin staðfest samhljóða.

 

  1. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar (önnur umræða).

Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar lagðar fram til annarrar umræðu.  Gerðar hafa verið breytingar á 34. grein samþykktanna:

  • Liður B 13 falli út og færast næstu liðir undir B hluta upp sem því nemur.
  • Liður A 8 breytt og fulltrúum á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands fjölgað úr einum í þrjá, og jafnmarga til vara, skv. nýjum samþykktum AÞS sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi SASS.
  • Nýjum lið B 18 bætt við, þ.e. kjör eins fulltrúa og annars til vara í fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu.

Samþykktirnar samþykktar samhljóða og sveitarstjóra falið að senda þær til staðfestingar hjá Félagsmálaráðuneytinu.

 

  1. Kosning í nefndir / ráð:

3.1. Kjör fulltrúa í Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu.

Fulltrúar Þ-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

         Aðalmaður:     Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal, Laugardal.

Varamaður:    Margeir Ingólfsson, Brú, Biskupstungum.

Fulltrúar T-lista lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu:

Aðalmaður:     Kjartan Lárusson, Austurey I, Laugardal.

Varamaður:    Benedikt Skúlason, Kirkjuholti, Laugarási.

Breytingartillagan var felld með 4  atkvæðum á móti (MI, SLE, ÞÞ og BS) en 3 atkvæði með (DK, KL, JS).

Þá var tillaga Þ-listans borin upp og hún samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SLE, ÞÞ, BS) en 3 sátu hjá (DK, KL, JS).

3.2.    Kjör fulltrúa á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

Aðalmenn:      Margeir Ingólfsson, Brú, Biskupstungum.

Sigrún Lilja Einarsdóttir, Bjarkarbraut 4, Laugarvatni.

Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, Biskupstungum.

Varamenn:     Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum, Biskupstungum.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal, Laugardal.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I, Þingvallasveit.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Skipulagsmál

4.1.    Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 – 2012;  Austurhlíð, Skotalda.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 – 2012 í landi Austurhlíðar.  Í breytingunni felst að núverandi svæði fyrir frístundabyggð ofan við bæinn Austurhlíð stækkar til suðurs.  Svæðið kallast Skotalda og er þar gert ráð fyrir fjórum frístundahúsalóðum.   Á einni lóðinni, þeirri syðstu, er hús þegar til staðar og er því að hluta til um leiðréttingu á afmörkun núverandi frístundabyggðasvæðis að ræða.  Samþykkt samhljóða að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 21. gr skipulags og byggingarlaga, og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.2.    Breyting á aðalskipulagi Biskupstungna 2000 – 2012, Laugarás.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 – 2012, Laugarási.  Í breytingunni felst að verslunar- og þjónustusvæði nærri Iðufelli verði breytt í svæði fyrir íbúðarbyggð, merkt 1) á uppdrætti, sem unninn hefur verið af Pétri H. Jónssyni í september 2006. Breytingin er gerð til að mæta vaxandi eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarbyggð í Laugarási.

Samþykkt samhljóða að auglýsa breytinguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

  1. Samgöngumál.

Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að byggðaráð láti gera úttekt á öllu gatnakerfi í þéttbýli og heimreiðum í dreifbýlinu og að kostnaðar og framkvæmdaáætlun verði gerð um endurnýjun og viðhald þeirra.

 

Fulltrúar Þ-listans leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að láta byggðaráð gera úttekt á því gatnakerfi sem tilheyrir Bláskógabyggð og úttektin verði síðan notuð til að vinna framkvæmdaáætlun.

Breytingartillagan samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela byggðaráði að koma á virkara samstarfi við árlega endurskoðun safnvegaáætlunar innan sveitarfélagsins og forgangsröðun verkefna.

 

  1. Umhverfismál.

Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að taka á í umhverfismálum og að vinna samkvæmt Staðardagskrá 21.  Skipuð verði Staðardagsskrárnefnd sem geri tillögur að því hvað skuli gert fyrst.

Greinargerð:  Umhverfismál eru til fyrirmyndar á mörgum stöðum í sveitarfélaginu.  Sumstaðar má þó gera enn betur.  Staðardagskrá 21 er verkfæri sem gott er að nota til að taka á málum og gera betur.  Þannig koma íbúar og starfsmenn sveitarfélagsins saman að verkefninu gera tillögur um lagfæringar og hjálpast að við að ná árangri.

 

Samþykkt samhljóða að vísa þessari tillögu til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

 

  1. Ljósafossskóli.

Oddviti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sölu á skólahúsnæði fyrrum Ljósafossskóla.  Ekki liggur fyrir uppgjör vegna sölunnar ennþá, en þegar það liggur fyrir mun Bláskógabyggð fá greiddan sinn hluta skv. samningi milli Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps.

 

  1. Umræða um starfssvið forstöðumanns áhaldahúss.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfslýsingu forstöðumanns áhaldahúss, auglýsingu og vinnuferlum við ráðningu í starfið.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

9.1.    Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 17. ágúst 2006.

Í bréfinu kemur fram ósk um upplýsingar um nöfn nefndarmanna sem eru ábyrgir fyrir jafnréttismálum.  Einnig er óskað eftir upplýsingum um gildandi jafnréttisáætlun eða áætlun sem er í gangi um gerð hennar.

Byggðaráði falið að vinna tillögu að jafnréttisáætlun sem tekin verði til umfjöllunar hjá sveitarstjórn við fyrstu hentugleika.

9.2.    Bréf frá Halldóru Guðjónsdóttur, dags. 2. ágúst 2006.

Í bréfinu kemur fram beiðni um niðurfellingu á fasteignargjöldum vegna andláts eiginmanns.

Í reglum Bláskógabyggðar um niðurfellingu eða styrk á móti fasteignagjöldum er ekki ákvæði sem heimila niðurfellingu fasteignagjalda vegna slíkra aðstæðna.  Ekki er heldur um slíkt ákvæði að ræða í lögum um tekjustofna sveitarfélaga né í reglugerð Félagsmálaráðuneytisins um fasteignaskatt.  Einungis eru til lagaheimildir um lækkun tekjuskatts, útsvars og eignaskatts í lögum um tekjuskatt 90/2003, og er því erindinu hafnað.

9.3.    Bréf frá Heimili og skóla, dags. 17. ágúst 2006.

Í bréfinu er Bláskógabyggð boðið að kaupa auglýsingu eða styrktarlínu í blaðið Heimili og skóli. Samþykkt samhljóða að taka ekki boðinu að þessu sinni.

9.4.    Bréf frá ÍSÍ, dags. 24. ágúst 2006.

Í bréfinu gerir ÍSÍ grein fyrir skipun vinnuhóps, sem ætlað er að taka út stöðu minnihlutahópa í íþróttahreyfingunni, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og fatlaða.  Óskað er eftir upplýsingum frá Bláskógabyggð hvort sveitarfélagið hafi samþykktir er lúta beint að minnihlutahópum.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

9.5.    Bréf frá SASS, dags 28. ágúst 2006.

Í bréfinu er gerð grein fyrir tilraunaverkefni til þriggja ára um ráðningu iðjuþjálfa á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.  Gert er ráð fyrir að þetta verði samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunarinnar, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og sveitarfélaganna / SASS.  Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin standi undir 20% af árlegum kostnaði verkefnisins, eða um 1 milljón króna á ári. Óskað er eftir því að sveitarfélögin taki afstöðu til verkefnisins þannig að fulltrúar Bláskógabyggðar geti tekið afstöðu til erindisins á aðalfundi SASS þann 7. og 8. september n.k.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu með fyrirvara um að öll önnur sveitarfélög á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands samþykki það einnig.

 

  1. Fundargerðir til samþykktar:

10.1.  10. fundur byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 29. 08 2006.
Samþykkt samhljóða.

 

  1. Efni til kynningar:

11.1.  Bréf frá Fjallskila- og landbúnaðarnefnd Hrunamannahrepps, dags.  21. ágúst 2006, ásamt afriti af bréfi Landbúnaðarstofnunar, dags. 24. ágúst 2006.

11.2.  Bréf frá Samvinnunefnd um svæðisskipulag Miðhálendisins, dags. 21. ágúst 2006.

11.3.  Bréf frá Varasjóði Húsnæðismála, dags. 23. ágúst 2006.

11.4.  Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 28. ágúst 2006.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.