63. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 26. september 2006, kl 14:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir,  Sigrún Lilja Einarsdóttir, Sylvía Sigurðardóttir sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Pálmi Hilmarsson sem varamaður Kjartans Lárussonar.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Erindi frá Skálholtsstað, dags. 14. september 2006.

Erindi Skálholtsstaðar er uppsögn á samningi milli Skálholtsstaðar, sóknarnefnda Skálholts–, Torfastaða–, Bræðratungu- og Haukadalssókna og Biskupstungnahrepps, dags. 10. maí 1995.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun vegna uppsagnar fyrrgreinds samnings:

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar að stjórn Skálholts skuli hafa tekið þá ákvörðun að segja, einhliða og án samráðs, upp af hálfu Skálholtsstaðar samningi um starf organista sem undirritaður var 10. maí 1995.  Þessi samstaða um ráðningu organista, og það góða starf sem hann hefur innt af hendi, hefur verið mikils virði fyrir samfélagið.  Uppsögn samningsins, á þessum árstíma og án samráðs við samningsaðila, veldur sveitarstjórn áhyggjum og hvetur hún alla sem að málinu geta komið að leita lausna þannig að áfram muni vaxa og dafna öflugt söng- og menningarlíf í Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn felur Margeiri Ingólfssyni og Drífu Kristjánsdóttur að ræða við þá aðila sem málið varðar og leita leiða til að lausnar fyrir kirkjusóknirnar og kórastarf.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15.