64. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 3. október 2006, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Hólmfríður Bjarnadóttir sem varamaður Drífu Kristjánsdóttur,  Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu.  Inn komi tveir nýir liðir 3.4. og 3.5. undir 3. dagskrárlið ,,Skipulagsmál”.  Einnig komi inn nýr 8. liður og færast aðrir liðir til sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.    Fundargerð 60. fundar, dags. 26. september 2006.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    Fundargerð 11. fundar byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu.  Samþykkt samhljóða.

2.2. Fundargerð 1. fundar menningarmálanefndar, dags. 27. september 2006.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Skipulagsmál

3.1.    Tillaga að breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 – 2012;  Borgarhólar, Skálholti.  Einnig lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar, mótt. 14. september 2006.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum 25. apríl 2006 að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungna 2000 – 2012, Borgarhólar, Skálholti, yrði auglýst skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga.  Þessi samþykkt byggðaráðs var staðfest af sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 2. maí 2006.  Þann 19. maí 2006 ritar Umhverfisstofnun Biskupsstofu bréf þar sem fram koma athugasemdir vegna fyrirhugaðrar breytingar á landnotkun skv. tillögunni. Skipulagsstofnun óskar eftir því við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að hún svari framkomnum athugasemdum áður en hún heimili auglýsingu tillögunnar.

Athugasemdir Umhverfisstofnunar eru í meginatriðum þríþættar:

 • Stofnunin telur að náttúrufari og fuglalífi geti stafað hætta af fyrirhugaðri frístundabyggð.
 • Borun eftir heitu vatni gæti haft áhrif á jarðhitasvæði við Skálholt.
 • Hugsanleg neikvæð áhrif á ásýnd vegna staðsetningar mannvirkja við svo sögufrægan stað sem Skálholt er.

Jafnframt bendir Skipulagsstofnun á að umrætt landsvæði fellur að mestu leyti innan svæðis nr. 764 á náttúruminjaskrá, – Skálholtstunga og Mosar.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bendir á að þessi tillaga að aðalskipulagsbreytingu sé ekki einsdæmi hvað varðar breytingu á landnotkun innan svæða sem eru á náttúruminjaskrá.  Sveitarstjórn telur að í slíkum tilvikum verði að gæta sérstaklega að ekki verði gengið á sérkenni náttúrunnar sem verið er að vernda með þeim hætti.  Í skipulagstillögu er verið að breyta landnotkun við Borgarhóla sem er á mörkum þess svæðis sem er á náttúruminjaskrá.  Svæðið er bæði innan þess og utan.  Ekki er nema að litlum hluta verið að fara inn á votlendi það sem er á tungunni milli Hvítár og Brúará.  Við norðaustur mörk svæðisins eru fyrir byggingar, Skálholtsbúðir, sem snúa að Skálholti.  Stærsti hluti svæðisins er vestan við Borgarhólana og ætti því ekki að hafa svo mikil sjónræn áhrif frá Skálholti umfram sem þegar er af núverandi byggingum.

Ekki liggur fyrir nein beiðni / umsókn um framkvæmdaleyfi vegna borunar eftir heitu vatni á þessu svæði, enda ekki gert ráð fyrir því á þessu skipulagi.  Í dag er heitt vatn sótt í Þorlákshver fyrir Skálholtssvæðið.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur réttan farveg að auglýsa umrædda tillögu og fá fram sjónarmið umsagnaraðila á auglýsingartíma, svo og athugasemdir frá þeim aðilum sem málið varðar. Sveitarstjórn telur ekki að fyrrgreindar athugasemdir Umhverfisstofnunar þess eðlis að þær ættu að stöðva auglýsingu þessarar tillögu, og fylgja skuli Skipulags- og byggingarlögum og auglýsa tillöguna skv. 18. grein laganna.  Jafnframt muni athugasemdir Umhverfisstofnunar verða kynntar með auglýsingu tillögunnar.

3.2.    Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungna 2000 – 2012; Haukadalur II, Flugvallarbraut.

Í breytingunni felst að 35 ha lands í landi Haukakals II breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð.  Landið er flatlent mólendi og aflögð flugbraut.  Er það ósk landeigenda að spilda þessi verði nýtt undir frístundabyggð.  Gert er ráð fyrir að þéttleiki á svæðinu sé sá sami varðandi stærðir sumarhúsalóða og í gildandi aðalskipulagi (0,5 – 1 ha).

Skipulagsuppdráttur er unnin í september 2006 af Pétri H. Jónssyni skipulagsfræðingi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa breytinguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.3.    Samkeppni um skipulag Geysissvæðisins.  Vísað til sveitarstjórnar af byggðaráði 26. september s.l.

Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 500.000 til verkefnisins á árinu 2007, enda verði gert ráð fyrir þessu fjármagni í fjárlögum Bláskógabyggðar fyrir árið 2007.  Forsenda þess, að þessu fjármagni verði varið til verkefnisins, er að samstaða náist með landeigendum um þetta verkefni.

3.4.    Framkvæmdaleyfi vegna Uxahryggjavegar (52) frá Tröllhálsi að Kaldadalsvegi.

Sveitarstjórn hefur yfirfarið gögn sem eru meðfylgjandi beiðni um framkvæmdaleyfi og hefur engar athugasemdir varðandi framkvæmdina og felur skipulagsfulltrúa að vinna að þessu máli áfram og sjá um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdina.

3.5.    Framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á öryggis og neyðarfjarskiptabúnaði á Bláfelli; lagningar rafstrengs frá Illagili og upp á topp Bláfells og uppsetningu rafstöðvarhúss í Illagili.

Sveitarstjórn hefur yfirfarið gögn sem eru meðfylgjandi beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagninga rafstrengs og uppsetningu rafstöðvarhúss.  Sveitarstjórn hefur engar athugasemdir við umrædda framkvæmd og felur skipulagsfulltrúa að vinna að þessu máli og sjá um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu jarðstrengsins.  Jafnframt felur sveitarstjórn byggingarfulltrúa að vinna að þessu máli áfram sem lýtur að uppsetningu rafstöðvarhúss.

 

 1. Umsögn um kæru Péturs M. Jónassonar, dags. 26. júní 2006.

Lögð fram tillaga að umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um kæru Péturs M. Jónassonar vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 24. maí 2006 um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningu Gjábakkavegar (365), Laugarvatn-Þingvellir, Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða framlagða tillögu að umsögn og felur sveitarstjóra að senda hana til Umhverfisráðuneytisins og skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu.

 

 1. Ráðning forstöðumanns þjónustumiðstöðvar.

Sveitarstjóri lagði fram ráðningarsamning við Halldór Karl Hermannsson sem undirritaður var með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir umræddan ráðningarsamning og býður Halldór velkominn til starfa hjá sveitarfélaginu.

 

 1. Árshlutauppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar (8 mánaða uppgjör 2006).

Sveitarstjóri gerði grein fyrir átta mánaða uppgjör fyrir sveitarsjóð Bláskógabyggðar og fór yfir helstu lykil- og kennitölur.  Til kynningar.

 

 1. Tillaga fulltrúa T-listans um umhverfismál.

Tekin fyrir tillaga T-listans, sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar þann 5. september 2006 og vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

Fulltrúar T-listans draga tillöguna til baka.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela umhverfisnefnd að leggja fram við fyrsta tækifæri áætlun um átak í umhverfismálum og taka sérstaklega tillit til markmiða Staðardagskrár 21 við þá vinnu.

 

 1. Skipun félagsmálaráðherra í starfshóp vegna réttarstöðu eigenda og íbúa frístundahúsa.

Í 6. tbl. Sveitarstjórnarmála frá 2006 kemur fram að ,,Félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að fara yfir réttarstöðu eigenda og íbúa frístundahúsa samkvæmt þeim lögum sem nú eru í gildi.”  Fram kemur í greininni hverjir eru skipaði í nefndina. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir undrun og áhyggjum gagnvart því að þau sveitarfélög sem hafa hvað flest sumarhús á sínu stjórnsýslusvæði skuli ekki eiga fulltrúa í vinnuhópnum, þar sem umræðan mun að verulegu leyti snúast um samskipti sumarhúsaeigenda og sveitarfélaga.

Breyting á réttarstöðu sumarhúsaeigenda getur haft veruleg áhrif í sveitarfélögum eins og Bláskógabyggð, en í sveitarfélaginu eru u.þ.b. 2000 sumarbústaðir.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

9.1.    396. fundur stjórnar SASS.

9.2.    37. aðalfundur SASS.

9.3.    89. fundur stórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

9.4.    90. fundur stjórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

9.5.    135. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

9.6.    259. fundur stjórnar AÞS.

9.7.    260. fundur stjórnar AÞS.

 

 1. Efni til kynningar:

10.1.  Kynningarfundur Skipulagsstofnunar; Umhverfismat áætlana.

10.2.  Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. september 2006.

10.3.  Landgræðsla ríkisins, dags. 14. september 2006, ásamt skýrslu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45.