65. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 7. nóvember 2006, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu.  Inn komi einn nýr liður 6. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.       Fundargerð 61. fundar, dags. 31. október 2006.

Vegna liðar 4.6. þá leggur Kjartan Lárusson til að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa í nefnd um undirbúnings að dagskrá um Jónas Jónsson.

Tillagan borin upp og felld með 4 atkvæðum (MI, ÞÞ, JPJ, SS) en 3 atkvæði með (DK, JS, KJ).

Fundargerðin borin upp að öðru leyti og samþykkt samhljóða.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.

            Sveitarstjóri lagð fram tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006, fyrri umræða.  Áætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verið kr. 612.395.000.  Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 560.126.000.  Fjármagnsgjöld áætluð kr. 38.328.000.  Rekstarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 13.941.000.  Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins vegna byggingaframkvæmda, gatnagerðar, fráveitu og vegna kaupa á athafnalóðum verði nettó kr. 65.100.000.

Samþykkt að vísa breytingatillögunni til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

 

  1. Skipulagsmál; Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000 – 2012; Lækjarhvammur.

Samkvæmt tillögunni er lagt til að 90 ha landsvæði úr landi Lækjarhvamms verði breytt úr landbúnaðarnotum yfir í frístundahúsasvæði. Tillagan var i auglýsingu frá 31. ágúst 2006 til 28. september 2006 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12. október 2006. Samhliða tillögunni var lögð fram tillaga að deiliskipulagi á svæðinu. Fjórar athugasemdir bárust þ.e. frá Umhverfisstofnun dagsett 14. ágúst 2006, frá Ágústi Ísfjörð fyrir hönd stjórnar Rekstrarfélagsins Seljalands dagsett 11. október 2006, þriðja frá eigendum 15 frístundahúsa á aðliggjandi frístundasvæði dagsett 25. september 2006 og fjórða var frá Ásgeiri Ægissyni dagsett 12. október 2006.

Athugasemdirnar eru í nokkrum liðum og snúa flestar  að deiliskipulags-tillögunni, en nú er einungis verið að fjalla um aðalskipulagsbreytinguna.

Í athugasemdum Rekstrafélagsins Seljalands er því mótmælt hvernig staðið var að kynningu tillögunnar. Sveitarstjórn bendir á að á allan hátt hafi verið staðið löglega að auglýsingu tillögunnar og þannig allir haft tækifæri til að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir við þær.

Fram kemur í athugasemdum Rekstrarfélagsins að um árið1990 hafi verið gefin fyrirheit um að ekki yrðu byggð fleiri sumarhús ofan Seljalands. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til þessarar athugasemdar enda erfitt að sjá gildi slíkra fyrirheita nema ef um þinglýstar kvaðir á landinu sé að ræða.

Hjá landeigendunum 15 kemur m.a. fram að  nokkrir landeigendur hafa heimild til að afla neysluvatns á því svæði sem nú er hugmyndin að taka undir frístundahús og liggja vatnslagnir um svæðið. Í ljósi þess telur sveitarstjórn eðlilegt að þegar að svæði það sem nú er til umfjöllunar verður deiliskipulagt verði tekið tillit til þessarar vatnstöku og þeim aðilum sem þar tapa sínu vatnsupptökusvæði verði tryggt vatn í staðinn.

Að þessu gefnu samþykkir sveitarstjórn umrædda breytingu á aðalskipulagi Laugardals 2000 – 2012 og felur skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins að vinna málið áfram. Sveitarstjórn vill jafnframt benda landeiganda á  þær athugasemdir sem fram hafa komið við deiliskipulagstillöguna og að hann kanni hvort hægt sé að koma til móts við þær áður en deiliskipulagstillagan verður tekið fyrir.  Jafnframt hefur sveitarstjórn efasemdir um að þetta landsvæði beri eins þétta byggð og deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir.

 

  1. Húsaleigubætur 2007.

Sveitarstjóri lagði fram tillögu að auglýsingu um greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð fyrir árið 2007.  Í auglýsingunni er gerð tillaga um að fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Afgreiðsla byggðaráðs á fundargerð skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu þann 29. ágúst 2006,- liður 24 í fundargerð.

Fyrir liggur að skipulagsbreytingin hefur tekið gildi eftir afgreiðslu byggðaráðs frá 29. ágúst 2006 og sveitarstjórnar frá 5. september 2006.

Oddvita falið að skoða byggingaráform á umræddum lóðum og leita sátta í málinu.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags.  3. nóvember 2006; Fjármálaráðstefna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.