65. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. febrúar 2007 kl. 15:00.

 

 

Mætt: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu, sat fundinn undir liðum 2 og 5.1. 

 

 

Margeir Ingólfsson lagði fram tillögu að breytingu á dagskrá, að inn komi nýir liðir 1.3., 3.2., 3.3., 4.5. og  5.3. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Vegamál.

1.1.    Samgöngunefnd Alþingis; frumvarp til vegalaga.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við framlagt frumvarp, enda er tímafrestur vegna athugasemda liðinn.

1.2.    Safnvegaáætlun 2007- 2010.

Byggðaráð leggur til að kallað verði eftir upplýsingum um forsendur framlagðrar áætlunar frá fulltrúum Vegagerðarinnar, hvað varðar þá verkþætti sem snúa að Bláskógabyggð.

1.3.    Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007 – 2018.

Tillagan lögð fram og rædd.

 

Byggðaráð lýsir yfir óánægju sinni með skamman tímafrest til umsagnar á þingmálum, sér í lagi þegar um er að ræða svo viðamikil og mikilvæg málefni sbr. liði 1.1. og 1.3. hér að ofan.

 

  1. Bréf frá stjórn Rekstrarfélagsins Seljalands, dags. 2. febrúar og 15. febrúar 2007.

Lagt fram bréf frá stjórn Rekstrarfélagsins Seljalands, en þar koma fram mótmæli við breytingu aðalskipulags í landi Lækjarhvamms.  Byggðaráð leggur til að málinu verði frestað þar til að landeigandi og hönnuður deiliskipulags hafa komið fram með hugmyndir sem koma til móts við athugasemdir Umhverfisstofnunar og sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

3.1.    Bréf frá Böðvari Þór Unnarssyni dags. 1. febrúar 2007.

Í bréfinu er óskað eftir fjárstyrk vegna gerðar sjónvarpsþáttar um fornleifarannsóknina í Skálholti. Byggðaráð leggur til að umsókninni verði hafnað, þar sem ekki er gert ráð fyrir kostnaðarlið sem þessum í fjárhagsáætlun ársins.

3.2.    Bréf frá Finnboga Kristjánssyni, f.h. Hannesar Lentz, dags. 19. febrúar 2007.

Í bréfinu óskar bréfritari eftir umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis á landspildu, 68 ha, úr Efra-Apavatni II, sem nefnt verði Skógarhlíð.  Afstöðumynd fylgir erindinu.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við stofnun þessa nýja lögbýlis.

3.3.    Umsókn um byggingarlóð.

Lögð fram umsókn um iðnaðarlóðina Lindarskógur 9, Laugarvatni.  Umsækjandi er Jón Þór Ragnarsson, kt. 271249-4549.  Lóðin var auglýst laus til umsóknar síðast liðið vor.   Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

Byggðaráð samþykkir jafnframt að ekki verða fleiri byggingarlóðum úthlutað fyrr en ný gjaldskrá gatnagerðargjalda hefur verið samþykkt.

 

  1. Efni til kynningar:

4.1.    Undirskriftarlisti frá íbúum Bjarkarbrautar í Reykholti.

Ósk um úrbætur og frágangi á Bjarkarbraut í Reykholti.

4.2.    Bréf frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, dags 6. febrúar 2007.

Tilkynning um birtingu reglugerðar 66/2007, um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra, í B-deild stjórnartíðinda.

4.3.    Bréf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi, dags 7. febrúar 2007.

Tilkynning um afgreiðslu sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps á umsókn Flóahrepps í samstarf Uppsveita Árnessýslu um embætti skipulags- og byggingafulltrúa.

4.4.    Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 9. febrúar 2007.

Upplýsingar um nýja útgáfu á fjórum greinanámskrám grunnskóla.  Samþykkt að senda afrit af bréfinu til fræðslunefndar.

4.5.    Fyrstu drög að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir Bláskógabyggð.

Lögð fram frumdrög að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir Bláskógabyggð.  Forsendur gjaldskrárinnar ræddar.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

5.1.    34. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 8. febrúar 2007.

Vegna 13. liðar í fundargerð þá leggur byggðaráð til að þessum lið verði vísað aftur til skipulagsnefndar í ljósi þess að fyrir liggja nýjar upplýsingar sem ekki lágu fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 8. febrúar 2007.

Að öðru leyti er fundargerðin staðfest samhljóða.

5.2.    89. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 6. febrúar 2007.

Staðfest samhljóða.

5.3.    Stjórnarfundar Veitustjórnar, dags. 23. febrúar 2007.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

6.1.    46. fundur Héraðsnefndar Árnessýslu, dags. 26. janúar 2007.

6.2.    138. fundur skólanefndar Tónlistaskóla Árnesinga, dags. 1. febrúar 2007.

6.3.    400. fundur stjórnar SASS, dags 7. febrúar 2007.

6.4.    91. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 31. janúar 2007.

6.5.    96. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 6. febrúar 2007.

6.6.    138. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 5. febrúar 2007.

6.7.    740. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. janúar 2007.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.