66. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 28. nóvember 2006, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Rósa Jónsdóttir sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu.  Inn komi einn nýr liður 4. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.       Fundargerð 62. fundar, dags. 28. nóvember 2006.

 

Fram kom tillaga um að breyta ákvörðun byggðaráðs varðandi lið 4.5. í fundargerðinni á þá lund að Frjálsíþróttaráð HSK verði styrkt um kr. 100.000 til kaupa á rafmagnstímatökutækjum.  Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum (DK, KL, JS, JPJ), 1 á móti (MI) og 2 sátu hjá (ÞÞ, RJ).

 

Varðandi lið 5.1., fundargerð 31. fundar skipulagsnefndar – lið 10 (Lækjarhvammur), óskar sveitarstjórn eftir að fyrir liggi umsögn Vegagerðarinnar um aðkomu frá þjóðvegi 37, áður en deiliskipulagstillagan verði tekin til afgreiðslu.

 

Að öðru leyti var fundargerðin staðfest samhljóða.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006 (síðari umræða).

Tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006 tekin til síðari umræðu.  Áætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verið kr. 612.395.000.  Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 560.126.000. Fjármagnsgjöld áætluð kr. 38.328.000.  Rekstarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 13.941.000.  Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins vegna byggingaframkvæmda, gatnagerðar, fráveitu og vegna kaupa á athafnalóðum verði nettó kr. 65.100.000.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2006.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2007 (fyrsta umræða).

Lögð var fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun aðalsjóðs Bláskógabyggðar.  Um er að ræða rammaáætlun sem lögð hefur verið til grundvallar áætlunarvinnu stofnana sem heyra undir aðalsjóð.  Ekki hafa A- og B-hluta stofnanir lokið forvinnu við áætlanagerð, en reiknað er með því að fyrstu drög að áætlun stofnana verði tilbúin að viku liðinni.  Almennar umræður urðu um forsendur fjárhagsáætlunarinnar.  Fram lögðum gögnum vísað til næstu umræðu sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun 2007.

     

  1. Fundargerð til staðfestingar

4.1.    Fundargerð 10. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 15. nóvember 2006. Staðfest samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.