66. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. mars 2007 kl. 15:00.

 

 

Mætt: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýir liðir 4.3.5., 5.3., 5.4., 6.6. og 6.7.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Samþykktir og reglugerðir:

1.1.    Endurskoðun samþykktar um hundahald í Bláskógabyggð.

Drög að nýrri samþykkt um hundahald í Bláskógabyggð kynnt og rædd.  Samþykkt að vísa henni til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

1.2.    Samþykkt um búfjárhald í Bláskógabyggð.

Drög að nýrri samþykkt um búfjárhald í Bláskógabyggð kynnt og rædd.  Samþykkt að vísa henni til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

 

  1. Drög að menningarsamningi Suðurlands.

Oddviti kynnti fyrirliggjandi drög að menningarsamningi Suðurlands og samstarfssamningi milli sveitarfélaga á Suðurlandi.  Sveitarfélögin á Suðurlandi hafa unnið að gerð þessa samnings undanfarin ár í samvinnu við menntamálaráðuneytið.  Æskilegt er að sveitarfélögin undirriti samstarfssamning sín á milli á sama tíma og menningarsamningurinn verður undirritaður.

 

Byggðaráð leggur til að menningarsamningurinn og samstarfssamningurinn verði samþykktir og að oddvita verði veitt umboð til að undirrita samningana fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

3.1.    Bréf frá Guðmundi Guðmundssyni, dags. 28. febrúar 2007.

Í bréfinu kemur fram beiði um fjárstyrk, vegna menningardags til minningar um Jónas frá Hriflu, sem haldinn verður 9. júní 2007, allt að upphæð kr. 75.000.

Byggðaráð leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 30.000 til verkefnisins.

3.2.    Styrkbeiðni frá Skálholtskór, móttekin 20. mars 2007.

Byggðaráð leggur til að oddvita verði falið að ræða við forsvarsmenn kórsins.

3.3.    Styrkbeiðni frá Vísinda- og rannsóknarsjóði, Fræðslunets Suðurlands, dags. 28. febrúar 2007.

Byggðaráð leggur til að styrkbeiðninni verði hafnað vegna þess að ekki er rými innan fjárhagsáætlunar ársins 2007.

.4.     Uppsögn samnings um leigu á landi til reksturs tjaldsvæðis í Reykholti.

Leigutaki, Þórir Sigurðsson, hefur sagt upp upp samningi við Bláskógabyggð um rekstur tjaldsvæðis í Reykholti, sem undirritaður var þann 16. maí 2006.

 

  1. Efni til kynningar:

4.1.    Bréf frá Sorpstöð Suðurlands, dags. 5. mars 2007.

Upplýsingar um gámasvæði í Danmörku.

4.2.    Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 5. mars 2007.

Kynning á námskrárdrögum.

4.3.    Mótmælabréf vegna breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps; Lækjarhvammur.

4.3.1.    Friðrik Bergsveinsson, dags. 13. mars 2007.

Byggðaráð vísar til bókunar byggðaráðs á 65. fundi sínum, dags. 27. febrúar 2007, dagskrárlið 2.

4.3.2.    Hrafnhildur Guðmundsdóttir, dags. 5. mars 2007.

Byggðaráð vísar til bókunar byggðaráðs á 65. fundi sínum, dags. 27. febrúar 2007, dagskrárlið 2.

4.3.3.    Þráinn Hallgrímsson og Þórunn Karítas Þorsteinsdóttir, dags. 2. mars 2007.

Byggðaráð vísar til bókunar byggðaráðs á 65. fundi sínum, dags. 27. febrúar 2007, dagskrárlið 2.

4.3.4.    Hulda Mjöll Hauksdóttir og Friðrik Þorbjörnsson, dags. 5. mars 2007.

Byggðaráð vísar til bókunar byggðaráðs á 65. fundi sínum, dags. 27. febrúar 2007, dagskrárlið 2.

4.3.5.    Andreas C. Schmidt og Anna V. Ólafsdóttir, dags. 18. mars 2007.

Byggðaráð vísar til bókunar byggðaráðs á 65. fundi sínum, dags. 27. febrúar 2007, dagskrárlið 2.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

5.1.    35. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 8. mars 2007.

Byggðaráð leggur til að fundargerðin verði samþykkt.

5.2.    90. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 6. mars 2007.

Byggðaráð leggur til að fundargerðin verði samþykkt.

5.3.    12. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 14. mars 2007.

Byggðaráð leggur til að fundargerðin verði samþykkt.

5.4.    Fundargerð oddvitaráðs Uppsveita Árnessýslu, dags. 13. febrúar 2007.

Byggðaráð leggur til að fundargerðin verði samþykkt.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

6.1.    80., 81. og 82. stjórnarfundur Brunavarna Árnessýslu.

6.2.    67. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu ásamt minnisblöðum.

6.3.    92. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

6.4.    265. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

6.5.    741. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

6.6.    401. fundur stjórnar SASS.

6.7.    97. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.