67. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

miðvikudaginn 6. desember 2006, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Sigrún Reynisdóttir sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu.  Inn komi nýr liður 4 og færast aðrir liðir til sem því nemur. Einnig komi inn nýr liður 5.3.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Ákvörðun um álagning gjalda fyrir árið 2007.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga að álagningarprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2007:

 

1)   Álagningarprósenta útsvars verði 13,03% af útsvarsstofni.

2)   Álagningarprósenta fasteignagjalda verði;

A  –    0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B  –    1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.

C  –    0,88% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

Afsláttur af fasteignaskatti til fasteingaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um afslátt af fasteignaskatti sem samþykkt var af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 14. mars 2006.

3)   Vatnsgjald verði 0,3% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m.br.skv ákv. 3. gr. laga nr. 149/1995.

Hámarksálagning verði kr. 18.190.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.

4)   Álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing verði kr. 9.900,- á íbúðarhús, kr. 7.300,- á sumarhús og   kr. 21.900,- á lögbýli og smárekstur. Með þessu gjaldi á lögbýli og smárekstur er innifalinn einn gámur á ári að lögbýli eða starfsstöð smáreksturs (hámark stöðutíma gáms er 3 dagar). Aukagjald fyrir að sækja rusl heim að húsum á Laugarvatni verði kr. 10.300,- innheimtist með fasteignagjöldum.

Að öðru leyti verða lögbýli/fyrirtæki að sjá sjálf um geymslu, flutning úrgangs og meðhöndlun úrgangs til móttökustöðvar og greiða fyrir þá þjónustu skv. gjaldskrá flutningsaðila og móttökustöðvar (Sorpstöðvar Suðurlands).

5)   Holræsagjald vegna kostnaðar við fráveitukerfi/seyrulosun í Bláskógabyggð verði  kr. 4.500 á hvert íbúðarhús, sumarhús og fyrirtæki sem ber samkvæmt byggingarskilmálum að hafa rotþró eða tengt viðurkenndu fráveitukerfi.

6)   Lóðarleiga 0,7% af lóðarmati. 

 

Gjöld liða 2, 3, 4, 5 og 6 verði innheimt með 5 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2007.  Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.

 

Fulltrúar T-listans komu fram með breytingatillögu á 2. lið tillögunnar svo hljóðandi:

2)   Álagningarprósenta fasteignagjalda verði;

A  –    0,55% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

 

Breytingatillagan var borin upp og felld með 4 atkvæðum á móti (MI, ÞÞ, JPJ, SS) og 3 með (DK, KL, SR)

 

Síðan voru fyrstu tveir liðir tillögunnar bornir sérstaklega upp til afgreiðslu.

  1. liður tillögunnar, samþykktur samhljóða.
  2. liður tillögunnar:

A – liður samþykktur með 4 atkvæðum (MI,ÞÞ, JPJ, SS) og 3 á móti (DK, KL, SR)

B – liður samþykktur með 6 atkvæðum (MI,ÞÞ, JPJ, SS, DK, SR) og einn sat hjá (KL).

C – liður samþykktur samhljóða.

 

Aðrir liðir tillögunnar, 3. til 6. liður bornir upp í einu lagi og samþykktir samhljóða.

 

  1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2007 (önnur umræða)

Lögð voru fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar.  Almenn umræða varð um fyrirliggjandi áætlun.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir óvissuþáttum varðandi forsendur áætlunar, sem verið er að vinna í þessa dagana.  Áætluninni vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.  Jafnframt var samþykkt samhljóða að sveitarstjóri kanni möguleika varðandi lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga í tengslum við lokavinnu við fjárhagsáætlun 2007.

 

  1. Iðnaðarnefnd Alþingis, dags. 22.nóvember 2006

3.1.    Frumvarp til laga um Landsvirkjun (mál 364)

Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til þess að senda inn umsögn um frumvarpið, enda tímafrestur sem gefinn er afar skammur og þegar liðinn.

3.2.    Frumvarp til laga um breytingu á lögum á orkusviði (mál 365)

Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til þess að senda inn umsögn um frumvarpið, enda tímafrestur sem gefinn er afar skammur og þegar liðinn.

 

  1. Efni til kynningar:

4.1.    Ályktun Foreldrafélags grunnskóla Bláskógabyggðar, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 30. nóvember 2006.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

5.1.    Fundargerð 13. fundar byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 7. nóvember 2006.  Staðfest samhljóða.

5.2.    Fundargerð 14. fundar byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 28. nóvember 2006. Staðfest samhljóða.

5.3.    Fundargerð veitustjórnar Bláskógabyggðar, dags. 5. desember 2006.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerð til kynningar:

6.1.    Fundargerð 398. fundar stjórnar SASS, dags. 22. nóvember 2006

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.