68. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 29. maí 2007 kl. 15:00.

 

 

Mætt: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Viðbragðsáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. maí 2007, þar sem fram kemur ósk um að sveitarfélagið vinni viðbragðsáætlun um sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.  Meðfylgjandi bréfi þessu eru drög að viðbragðsáætlun sorphirðu Reykjavíkurborgar.

Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra ásamt forstöðumanni þjónustumiðstöðvar verði falið að vinna að gerð viðbragðsáætlunar í samvinnu við sorphirðuþjónustuaðila, þ.e. Gámaþjónustuna.

 

 1. Endurskoðun samnings við Glóðarsel ehf. vegna Tjaldmiðstöðvarinnar á Laugarvatni.

Rekstraraðili Tjaldmiðstöðvarinnar á Laugarvatni, Glóðarsel ehf, hefur óskað eftir því að leigusamningur um tjaldsvæðið á Laugarvatni verði tekinn til endurskoðunar.  Óskar rekstraraðili að fá samningstíma lengdan úr 3 árum í 10 ár.

Byggðaráð leggur til að orðið verði við þessari ósk rekstraraðila og að sveitarstjóra verði falið að ganga frá samningum í samræmi við það.

 

 1. Endurskoðun gjaldskrár leikskóla.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta endurskoðun gjaldskrár leikskóla til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

 1. Starfsmannamál

Trúnaðarmál, bókað í trúnaðarmálabók sveitarstjórnar.

 

 1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 16. maí 2007, þar sem fram kemur beiðni um umsögn um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.  Frestur til að skila inn umsögn er til 15. ágúst 2007.

Oddvita falið að koma með tillögu að umsögn á næsta fund byggðaráðs.

 

 1. Umsóknir um byggingarlóðir.

Umsókn Barkar Hrafnssonar, kt. 190769-3999, þar sem sótt er um lóðina Árbyggð 8, í Laugarási.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Skipulag garðyrkjulóða Bláskógabyggðar.

Byggðaráð leggur til að skipulagsskilmálum óbyggðra og óúthlutaðra garðyrkjulóða í umsjá Bláskógabyggðar verði breytt þannig að ekki verði heimilt að byggja íbúðarhús á lóðunum. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að framgangi þessara breytinga á skipulagsskilmálum.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

8.1.   Bréf frá Túni, vottunarstofu, dags. 9. maí 2007.

Lagt fram bréf frá Túni vottunarstofu þar sem fram kemur beiðni um kaup á hlutabréfum.  Byggðaráð leggur til að ekki verði aukið við hlutafé Bláskógabyggðar í fyrirtækinu.

8.2.   Bréf frá eigendum sumarbústaða í Miðfellslandi, dags 14. maí 2007.

Byggðaráð leggur til að haft verði samráð við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu varðandi viðbrögð við erindinu.  Niðurstaða verði kynnt á næsta fundi byggðaráðs.

8.3.   Bréf frá Sigurði Gunnarssyni, dags. 22. maí 2007.

Lagt fram bréf frá Sigurði Gunnarssyni vegna endurskoðunar á skipulagi almannavarna í Hrunamannahreppi.  Oddvita falið að hafa samband við oddvita sveitarstjórna í Uppsveitunum og ræða samstarfsmöguleika við endurskoðun á skipulagi almannavarna hjá sveitarfélögunum.

8.4.   Aðalfundarboð Norðurvegar ehf, 7. júní 2007.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að Margeir Ingólfsson fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.

8.5.   Bréf frá Kristrúnu Sigurfinnsdóttur, dags. 24. maí 2007.

Lagt fram tölvuskeyti frá Kristrúnu Sigurfinnsdóttur vegna skipulags og staðsetningar sparkvallar við grunnskólann á Laugarvatni.  Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt tillögu æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar varðandi staðsetningu vallarins.

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.   Bréf frá FOSS, dags. 8. maí 2007.

Ályktun frá aðalfundi FOSS.

9.2.   Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 16. maí 2007

Kynning á nýjum æskulýðslögum nr. 70/2007.  Samþykkt að senda afrit af lögunum til fræðslu- og æskulýðsnefndar, svo og ungmennafélaga í sveitarfélaginu.

9.3.   Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 22. maí 2007.

Samþykki Skipulagsstofnunar á breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 – 2012, íbúðarbyggð við Iðufell.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

10.1. Fundargerð 5. fundar byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 15. maí 2007.

Byggðaráð leggur til að fundargerðin verði samþykkt.

10.2. 92. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 8. maí 2007.

Byggðaráð leggur til að fundargerðin verði samþykkt.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

11.1. Fundargerð foreldraráðs Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 23. apríl 2007.

11.2. 94. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

11.3. 141. og 142. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

11.4. 266. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

11.5. 403. fundur stjórnar SASS.

11.6. 99.  fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.