69. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. júní 2007 kl. 15:00.
Mætt: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Kjartan Lárusson og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr 1. liður og aðrir liðir færist til sem því nemur.
- Kosning varaformanns og ritara byggðaráðs.
Varaformaður: Margeir Ingólfsson, Brú.
Ritari: Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri.
Samþykkt samhljóða.
- Erindi frá Sorpstöð Suðurlands:
2.1. Boðun félagsfundar þann 27. júní 2007 ásamt fundargerð 144. fundar stjórnar.
Boðað er til sárstaks félagsfundar vegna fyrirhugaðra kaupa Sorpstöðvar Suðurlands á hlutafé í Förgun ehf. Gerð er tillaga þess efnis að félagsfundur samþykki að veita stjórn heimild til að ganga frá kaupum. Til frekari kynningar er meðfylgjandi fundarboði hluthafasamningur þess efnis. Þar er gert ráð fyrir kaupum á 40% hlutafé Förgunar ehf., að nafnvirði kr. 8.000.000 af Sláturfélagi Suðurlands á genginu 1,25 eða á kr. 10.000.000. Byggðaráð leggur til að fyrirliggjandi hluthafasamningur verði samþykktur.
2.2. Söfnun pappírs og umbúðaúrgangs, sbr. bréf dags. 7. júní 2007.
Í erindi Sorpstöðvar Suðurlands er óskað eftir afstöðu aðildarsveitarfélaganna til að taka þátt í undirbúningi og samstarfi um sameiginlegt söfnunarkerfi fyrir pappír og umbúðir frá heimilum í Árnes- og Rangárvallasýslu. Byggðaráð tekur vel í hugmyndina og leggur til að Bláskógabyggð taki þá í þessum undirbúningi og samstarfi.
- Svæðisskipulag miðhálendis Íslands – Skálpanes.
Meðfylgjandi er fundargerð 26. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins.
Á síðasta fundi samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendis Íslands, sem haldinn var þann 15. júní 2007, var tekin fyrir tillaga að breytingu á svæðisskipulaginu sem lýtur að því að skilgreina Skálpanes sem hálendismiðstöð. Auglýsingatíma tillögunnar um breytingu á svæðisskipulaginu er lokið og fram hafa komið athugasemdir sem lúta að þéttleika hálendismiðstöðva austan og sunnan Langjökuls svo og samgöngubótum. Afgreiðslu tillögunnar var frestað að loknum umræðum um breytingatillöguna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta þessum lið til næsta fundar byggðaráðs.
- Samþykkt um gatnagerðagjald í Bláskógabyggð.
Endurskoðun í samræmi við ný lög 153/2006 sem taka gildi 1. júlí 2007.
Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um gatnagerðagjald. Um óverulegar breytingar er að ræða, en breytingarnar lúta fyrst og fremst að breyttu lagaumhverfi í ljósi nýrra laga sem taka gildi þann 1. júlí 2007. Í grundvallaratriðum er samþykktin í samræmi við gildandi samþykkt sem samþykkt var af sveitarstjórn þann 6. mars 2007. Byggðaráð samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra að koma henni til auglýsingar hjá B-deild stjórnartíðinda.
- Innsend bréf og erindi:
5.1. Bréf frá Menntaskólanum á Laugarvatni, dags. 12. júní 2007.
Um er að ræða beiðni um styrkveitingu til handa Ögmundi Eiríkssyni, nemanda í ML, vegna keppni í Ólympíuliði Íslands í stærðfræði. Byggðaráð leggur til að Ögmundur verði styrktur að upphæð kr. 50.000.
5.2. Tölvuskeyti frá Guðmundi Guðmundssyni, dags. 14. júní 2007.
Í erindi Guðmundar Guðmundssonar er komið fram með hugmyndir um nýtingu húsnæðis Héraðsskólans á Laugarvatni. Byggðaráð bendir á að nýting og umsýsla Héraðsskólans á Laugarvatni er á höndum eigandans sem er ríkið. Byggðaráð fagnar jafnframt þeim framkvæmdum sem ríkið hefur staðið fyrir við endurbætur og viðhald hússins. Jafnframt telur byggðaráð afar mikilvægt að húsnæðið fái verðugt hlutverk til framtíðar.
Einnig kemur Guðmundur fram með hugmynd um að aðalskipulagi á Laugarvatni verði breytt með það fyrir augum að allar byggingar á nýjum byggingarsvæðum verði með burstalagi í stíl við Héraðsskólahúsið. Byggðaráð tekur ekki undir hugmyndir bréfritara og mun ekki leggja fram tillögu að breytingu á nýstaðfestu aðalskipulagi svæðisins.
5.3. Tölvuskeyti frá framkvæmdastjórn Sólheima, dags. 14. júní 2007.
Í erindinu er óskað eftir fjárframlagi vegna byggingar þjónustumiðstöðvar og mötuneytis að Sólheimum í Grímsnesi. Byggðaráð getur ekki orðið við þessari beiðni um fjárframlag þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.
5.4. Bréf frá Guðjóni Gunnarssyni, dags. 23. maí 2007.
Í erindinu óskar Guðjón eftir starfslokasamningi vegna aksturs skólabarna að Reykholti, sem lauk 1999 þegar skólaaksturinn var boðinn út.
Byggðaráð bendir á að Guðjón var verktaki en ekki launamaður hjá Biskupstungnahreppi og þar af leiðandi er enginn grundvöllur fyrir starfslokasamningi. Einnig vill byggðaráð benda á að öllum skólabílstjórum var fullkunnugt um það útboð sem átti sér stað árið 1999 og var Guðjón Gunnarsson einn af þeim sem bauð í verkið. Að lokum vill Byggðaráð benda á samkomulag sem gert var við Guðjón Gunnarsson 2. maí 2001 þar sem lokið var öllum eftirmálum starfsloka Guðjóns sem verktaki við skólaakstur hjá Biskupstungnahreppi. Á grundvelli þessa þá hafnar byggðaráð framkominni beiðni Guðjóns Gunnarssonar.
5.5. Tölvuskeyti frá Rósinkar S. Ólafssyni, dags. 13. júní 2007.
Efni bréfsins lýtur að losun rotþróar við sumarhús í landi Syðri-Reykja. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við Rósinkar og komast að niðurstöðu í málinu.
5.6. Undirskriftarlisti íbúa í Kistuholti, dags. 4. júní 2007.
Lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum við Kistuholt, þar sem farið er fram á frágang lóðar við Miðholt. Fyrir liggur að gengið verður frá lóðinni í sumar í samráði og samvinnu við lóðarhafa.
- Efni til kynningar:
6.1. Ársskýrsla 2006, Björgunarsveitin Ingunn.
6.2. Skýrsla Grunnskóla Bláskógabyggðar skólaárið 2006 – 2007.
6.3. Bréf frá Hrunamannahreppi, dags. 25. maí 2007.
6.4. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 30. maí 2007.
6.5. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 14. júní 2007; Lækjarhvammur.
6.6. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 14. júní 2007; Kjarnholt.
- Fundargerðir til staðfestingar:
7.1. 93. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 11. júní 2007.
Staðfest samhljóða.
7.2. 27. fundur veitustjórnar, dags. 19. júní 2007.
Staðfest samhljóða.
7.3. 38. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 14. júní 2007.
Varðandi 10. lið fundargerðar, þar sem vísað er til aðalskipulagsbreytingar Borgarhólum í Skálholti, þá samþykkir byggðaráð eftirfarandi:
“Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Skálholts. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að á um 90 ha svæði á svokölluðum Borgarhólum, sunnan og vestan við Skálholtsbúðir, breytist landnotkun úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Einnig er gert ráð fyrir að hverfisverndarsvæði við útmörk svæðisins minnki lítillega í samræmi við nánari afmörkun votlendis á svæðinu. Aðalskipulagsbreytingin var kynnt á opnum íbúafundi 6. júní sl. ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins.
Gert er ráð fyrir að tillögurnar verði auglýstar samhliða.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr.”
Að öðru leyti er fundargerðin staðfest samhljóða.
7.4. 13. fundur fræðslunefndar, dags. 30. maí 2007.
Staðfest samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
8.1. 143. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
8.2. 267. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
8.3. 404. fundur stjórnar SASS.
8.4. Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns, dags. 21. maí 2007 ásamt skýrslu og ársreikningi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.