7. fundur

7. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
miðvikudaginn 23. feb. 2011
í Reykholti

Undirbúningur skólaþings (13:00 – 15:00)

Mættir: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS) og Drífa Kristjánsdóttir oddviti (DK).
Undirbúningur á skólaþingi: Fræðslunefnd og oddviti ræddu og undirbjuggu skólaþing
sem stefnt er á að halda 30.mars. Meðal þess sem rætt var:
•  Kalla eftir göngum frá leik- og grunnskólunum varðandi mat á skólunum ytra og
innra mat.
•  Kalla eftir gögnum um kostnað við rekstur skólanna til þess að geta skoðað
möguleika á hagræðingu.
•  Halda sér skólaþing í grunnskólanum fyrr um daginn með nemendum og e.t.v.
kæmu fulltrúar þeirra síðan á skólaþingið með fullorðna fólkinu síðar um daginn.
•  Fá inn einn til tvo utanaðkomandi aðila til að vera með tölu í upp hafi
skólaþingsins.
•  Athuga möguleikann á að fá aðila í upphafi þingsins til að stjórna hópefli. Brjóta
ísinn og auka líkurnar á opnum umræðum á skólaþinginu.
•  Skólaþingið verði grunnurinn að mótun skólastefnu fyrir leik- og grunnskóla í
Bláskógabyggð.

Grunnskóli (15:00 – 16:00)

Mættir: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Arndís Jónsdóttir skólastjóri (AJ), Sigmar Ólafsson
aðstoðarskólastjóri (SÓ), Hallbera Gunnarsdóttir varamaður starfsmanna (HG), Heiða
Björg Hreinsdóttir fulltrúi foreldra (HB) forfölluð.

1.  Gögn til umsagnar frá grunnskólanum:
a.  Drög að nýjum skólareglum fyrir grunnskólann. b.  Drög að eineltisáætlun fyrir grunnskólann, Arndís kynnti nýjan bækling
sem unninn var af Öglu Snorradóttir upp úr þeirri eineltisáætlun sem búið
var að vinna.
c.  Drög að starfsreglum áfallaráðs. Fræðslunefnd leggur til að búinn verður
til bæklingur svipaður og með eineltisáætlunina.
d.  Starfsmannastefna grunnskólans.
e.  Jafnréttisstefna grunnskólans.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem hefur verið unnin
innan grunnskólans og hvetur til þess að henni verði lokið sem fyrst.
Æsilegast væri að þessi gögn verði aðgengileg öllum fyrir áætlað skólaþing,
30. mars, n.k.
2.  Skólaþing 2011: Fræðslunefnd kynnti grunnskólahluta þær hugmyndir sem hún
hefur varðandi skólaþingið. Skólastjórnendur tóku vel í hugmyndir
fræðslunefndar og eru boðnir og búnir til að aðstoða við undirbúning
skólaþingssins.
3.  Önnur mál.

Leikskólar (16:00 – 17:00)

Mættir: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Axel Sæland ritari (AS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformarður (VS), Agnes Magnúsdóttir leikskólastjóri Álfaborgar (AM),
Henríetta Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra á Álfaborg (HÓG), Sólveig Björg
Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Kristín Ingunn Haraldsdóttir fulltrúi
starfsmanna Álfaborgar og Gullkistunnar (KIH), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra
á Gullkistu (RS).

1.  Fjárhagsáætlun Álfaborgar 2011, Agnes lagði hana fram og kynnti fyrir
fræðslunefnd.
2.  Ráðning á nýjum starfsmanni Álfaborgar, Auður Kjartansdóttir hefur verið ráðin í
afleysingar.
3.  Vinnureglur um öryggismál leikskóla, Sólveig lagði fram skýrslu sem hún fékk í
hendurnar í frá Halldóri Karli varðandi öryggismál á leikskólalóðinni hjá
Gullkistunni. Þar eru gerðar margskonar athugasemdir sem þarfnast úrbóta. Agnes
tekur undir þetta þar sem hún hefur einnig fengið skýrslu með útisvæði leiksólans
Álfaborgar og þar eru einnig gerðar alvarlegar athugasemdir. Fræðslunefnd tekur
undir áhyggjur leikskólastjóranna og lítur þetta alvarlegum augum að ekki hafi
enn verið gerðar neinar úrbætur. Leikskólastjórar vilja fá á hreint hver beri ábyrgð
ef slys verður á starfsfólki eða börnum á leikskólasvæðinu.
4.  Skólaþing 2011, fræðslunefnd kynnir leikskólahlutanum þær hugmyndir sem hún
hefur varðandi skólaþingið. Fræðslunefnd leggur til að leikskólarnir leggi til
fulltrúa í undirbúningsnefnd, leikskólastjórarnir taka vel í það.
5.  Önnur mál.

Axel Sæland ritaði fundargerð