7. fundur

7. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar, haldin hjá formanni  Skúla Sæland Miðholti 21,
10. September 2012 kl 20:00
Mætt: Skúli Sæland, formaður, Sigurlína Kristinsdóttir og Kristinn Bjarnason

1.  Fundur settur og kosin ritari (Kristinn Bjarnason) hér eftir KB. Sigurlína Kristinsdóttir kosin varaformaður hér
eftir SK. Skúli Sæland hér eftir SS.

2.  SS kynnir fyrir fundarmönnum störf og tilgang menningarmálanefndar (mn)

3.  Rætt um hvernig haga eigi viðurkenningum vegna menningarmála innan sveitarfélagsins , tilnefningum til
menningarmálanefndar vegna þeirra og hvernig aðkoma sveitafélagsins eigi að vera að þeim.

4.  Samþykkt að nefndin sendi til sveitastjórnar tillögu að menningarsjóði Bláskógabyggðar.

5.  Umræða að búa til lista um menningaraðila og þá sem standa að menningarhaldi í sveitinni. Hugmynd að SS
búi til grunnlista sem svo er bætt við og leiðréttur með upplýsingum og umsögn nefndar.

6.  SS les drög að menningarstefnu Bláskógarbyggðar.

7.  Framtíðarsýn á störf nefndar og hvernig / hvað nefndin á að gera og vinna.
A) Umsagnaraðili um menningu og menningartengda starfsemi sveitarinnar
B) Umsagnar og afgreiðslu aðili á umsóknir á styrki tengda mennigarstarfsemi.

8.  Akveðið að senda inn tillögur varðandi menningarviðurkenningar nefndarinnar og menningarsjóð
Bláskógabyggðar til sveitastjórnar í tvennu lagi.

9.  SS telur að bókasafn staðsett í Reykholtsskóla sé í lamasessi og lítil notkun, tillögur um úrbætur með
tölvuskráningu og notkun á t.d. Gegnir.is sem er bókasafnsvefur. Spurning um kostnað og vilja til að gera úrbætur,
lagt til að senda fyrirspurn á sveitastjórn og síðar áskorun um að tekið verði í sveitarstjórn ákvörðun um væntanlega
framtíð safnsins. Einnig umræður um nýjar hugmyndir um nýtingu og starfsemi tengda safninu t.d. leshringi eða
deiliskipti milli einstaklinga.

10.  Áætlað halda næsta fund fyrir miðjan okt.
Eftirfarandi tillögur samþykktar á fundiinum til að senda til sveitarstjórnar
Tillögur menningarmálanefndar að menningarviðurkenningu Bláskógabyggðar
Menningarmálanefnd leggur til að veittar verði viðurkenningar til aðila sem þykja hafa skarað fram úr á sviði
menningarmála. Viðurkenningarnar eru veittar að vori og eru fyrst og fremst hugsaðar til að heiðra viðkomandi og
sýna þakklæti sveitarfélagsins í garð viðkomandi. Þá mun sveitarfélagið beita sér fyrir því að kynna verk og starfsemi
viðkomandi aðila á vettvangi sínum næsta árið.
Tillögur menningarmálanefndar að Menningarsjóði Bláskógabyggðar
Menningarmálanefnd leggur til að stofnaður verði Menningarsjóður Bláskógabyggðar. Sjóðurinn verði byggður upp
af framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum ásamt mótframlagi frá sveitarfélaginu. Sjóðurinn er hugsaður sem
styrktarsjóður fyrir menningarstarfsemi og námsmenn í menningartengdu námi. Skilyrði er að viðkomandi aðilar hafi
lögheimili innan sveitarfélagsins og afurðir viðkomandi nýtist sveitarfélaginu með einhverju móti. Styrkveitingar yrðu
að hausti.

Fundi slitið,
Ritari: Kristinn Bjarnason