7. fundur

7. Fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu 4. nóvember 2013 kl.
17:00

Fundargerð

Mættir: Kjartan Lárusson, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Guðmundar
Böðvarssonar, Kristján Kristjánsson.

Nefndarmenn samþykktu samhljóða að rita fundargerð í tölvu.

Kristinn J. Gíslason sviðstjóri var gestur fundarins.

1. Nefndin upplýst um verkefni síðustu mánaða. 
2. Drög að verkefnaáætlun voru rædd og telur samgöngunefnd að það þurfi helst um 20.
milljónir til gatnagerðar á næst ári.

3. Lyngdalsheiðarvegur og Mosfellsheiði.
Samgöngunefnd skorar á Vegagerðina og ítrekar mikilvægi þess að girða meðfram
Lyngdalsheiðarvegi og veginum um Mosfellsheiði þar sem að keyrt er á 10 til 20 kindur á
þessum vegum árlega. 

4. Reykjavegur. Samgöngunefnd ítrekar mikilvægi þess að Reykjavegur haldist á
framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar.

5. Kjalvegur. Samgöngunefnd skorar á Vegagerðina að  Kjalvegi verði komið sem fyrst á
vegaáætlun og bendir á miklivægi vegarins fyrir ferðaþjónustuna í landinu.

6. Vegurinn í gegnum Þjóðgarðinn. Samgöngunefnd leggur áherslu á og  skorar á
Vegagerðina að breykka  og laga veginn í gegnum þjóðgarðinn, til að tryggja öryggi
vegfarenda áður en slys verða.

7. Samgöngunefnd vill vekja athygli á því að mörg skilti í sveitarfélaginu eru ekki til prýði og
skorar á fólk og fyrirtæki að sjá sóma sinn í því að koma þeim í ásættanlegt form.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:40.