7. fundur

7. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar, haldinn þann 20.06. 2013 kl. 14.30 á skrifstofu
sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar

Mætt eru Herdís Friðriksdóttir formaður, sem einnig ritaði fundargerð, Sigríður Jónína
Sigurfinnsdóttir, Valgerður Sævarsdóttir í fjarveru Pálma Hilmarssonar og Kristinn J. Gíslason
sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar.
Skógarkerfill
Í fyrrasumar hafði Sigríður Jónína samband við Þórð Tyrfingsson, starfsmann Vegagerðar Suðurlands
og fékk þá þær upplýsingar að Vegagerðin væri tilbúin til að skoða það að fara í aðgerðir vegna
kerfilsins en bíði fyrirmæla frá sveitafélaginu. Þeir ætli að skoða það að slá kerfilinn meðfram vegum.
Kristinn hafði einnig samband við Vegagerð Suðurlands  í fyrrasumar varðandi skógarkerfil. Drífa
Kristjánsdóttir oddviti, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Kristinn J. Gíslason sviðsstjóri funduðu með
fulltrúa sjálfboðaliðssamtakanna Veraldavina, þar sem samið var við Veraldavini að þeir myndu eyða
kerflinum í nágrenni Hvítár og við Iðubrú.
Veraldavinir hafa sýnt áhuga á að koma aftur í sumar og halda áfram með eyðingu. Þá þarf að gefa
þeim góðar leiðbeiningar með hvað þarf að fara í og hvar plönturnar eru.
Kristinn ætlar að vera í sambandi við samtökin og við Vegagerðina. Hann ætlar einnig að vera í
sambandi við Pálma Hilmarsson á Laugarvatni og fá upplýsingar um útbreiðslu kerfilsins þar.
Ákveðið var að nefndarmeðlimir myndu kíkja eftir kerfli í sveitafélaginu og nótera hjá sér þar sem það
sést og láta hina vita.
Að lokum var rætt um önnur verkefni umhverfisnefndarinnar og komu fram hugmyndir um að halda
umhverfisþing á svipuðum nótum og skólaþingið sem haldið var í mars 2011. Rætt um hvort hægt
væri að halda umhverfisþingið í mars 2014. Herdís ætlar að ræða framgöngu málsins við sveitarstjóra.
Ákveðið að Herdís sæi um að senda út dreifibréf á alla í sveitafélaginu til að fá fram tilnefningar vegna
snyrtilegasta býlisins, einnig leiðbeiningar varðandi eyðingu á skógarkerfli.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15:45