7. fundur skólanefndar

 

  1. fundur skólanefndar haldinn í Bláskógaskóla, Laugarvatni,

þriðjudaginn 18. júní 2019, kl. 16:00.

 

 

Fundinn sátu:

Guðrún S. Magnúsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Axel Sæland, Elfa Birkisdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni, Hreinn Þorkelsson, skólastjóri Bláskógaskóla Reykholti, Guðbjörg Þóra Jónsdóttir, fulltrúi stm. grunnskóla Laugarvatni, Freydís Örlygsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara Reykholti, Kristín Ingunn Haraldsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólastigs Laugarvatni og Sólveig B. Aðalsteinsdóttir, fulltrúi starfsmanna Laugarvatni. Einnig sat fundinn Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.

 

Herdís Friðriksdóttir, fulltrúi foreldra Reykholti, Elín Svafa Thoroddsen, fulltrúi foreldra Álfaborg, Þóra Þöll Meldal, fulltrúi foreldra leikskólastigs Laugarvatni, Guðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna Álfaborgar og Lieselot Simoen, leikskólastjóri Álfaborg boðuðu forföll.

 

 

Fundargerð ritaði: Axel Sæland, ritari skólanefndar.

 

 

1. Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti – 1903027
Lögð var fram álitsgerð Gunnars Gíslasonar, dags. 24. maí 2019, vegna tilhögunar á kennslu á unglingastigi í Bláskógabyggð, ásamt samantekt skólastjórnenda um markmið og aðgerðaáætlun samstarfs um kennslu á unglingastigi Bláskógaskóla Laugarvatni og Bláskógaskóla Reykholti. Hugmyndir skólastjórnenda að breytingum á samkennslu á unglingastigi (endurmat), hefur áður verið lagt fram. Að fenginni álitsgerð Gunnars Gíslasonar vísaði sveitarstjórn málinu til skólanefndar.
Umræður urðu um málið.
Skólanefnd Bláskógabyggðar leggur til við sveitarstjórn að kennsla á unglingastigi, 8.-10. bekkur, verði sameinuð og kennt verði í Bláskógaskóla Reykholti frá og með hausti 2019. Nefndin byggir niðurstöður sínar á fyrir liggjandi gögnum, en tölvuerð vinna hefur undan farin ár farið í að greina skipulag skólamála í Bláskógabyggð. Niðurstöður úr skýrslunum/minnisblöðum, bæði frá Ingvari Sigurgeirssyni frá 2014, og frá Gunnari Gíslasyni frá 2019, er varða skipulag kennslu á unglingastigi sýna að flest rök hníga að því að kennsla á unglingastigi verði sameinuð. Hvað staðsetninguna varðar þá liggur það fyrir að nægt rými er skólanum í Reykholti til að taka við auknum nemendafjölda. Heldur kreppir að á Laugarvatni í húsnæðismálum og hefur skólinn þurft að leigja skólastofur af HÍ m.a. fyrir unglingastigið.

Tillagan var samþykkt með 2 atkvæðum Guðrúnar og Axels gegn 1 atkvæði Kolbeins.

Kolbeinn lagði fram eftirfarandi bókun.

Þar sem að þetta samstarf hefur verið á í all langan tíma og ekki bara gengið illa, þá þykir mér það mikil eftirgjöf að slíta því núna án þess að fullreyna fyrst þær hugmyndir að breyttri kennslutilhögun sem stjórnendur skólanna hafa lagt fram og hafa trú á. Það að slíta þessu og færa kennslu unglingastigsins alfarið til Bláskógaskóla Reykholti myndi að mínu mati hafa neikvæð áhrif á lífsgæði margra barna og foreldra í sveitarfélaginu, og það samþykki ég ekki.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17.15.