7. fundur

  1. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar

mánudaginn 29. september 2008

í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Laugarvatni.

 

Grunnskóli

 

Mætt voru: Margeir Ingólfsson formaður, Axel Sæland, Lára Hreinsdóttir,  Sigmar Ólafsson, Hörður Guðmundsson og Drífa Kristjánsdóttir í forföllum Sigurbjarnar Árna Arngrímssonar, en hún ritaði fundargerð..

 

Margeir setti fund og bauð nefndarmenn velkomna til starfa og minnti fundarmenn á þagnarskyldu fulltrúa í fræðslunefnd.

 

Dagskrá fundarins:

 

  1. Fundartími fræðslunefndar í vetur:

Samþykkt að leggja til við leikskólahluta nefndarinnar að reglulegur fundartími nefndarinnar verði fyrsta mánudag hvers mánaðar kl.15:30.

 

  1. Skólastarfið í upphafi skólaárs, framkvæmdir sumarsins ofl.:

Sigmar sagði að 149 nemendur væru nú skráðir í grunnskólanum, 109 í Reykholti og 40 á Laugarvatni.  Fimmtán nemendur koma úr Grímsnes-og Grafninshreppi.  Nemendur alls í Bláskógabyggð eru því 134.

Fjórtán réttindakennarar eru í Reykholti og fimm leiðbeinendur.  Fimm réttindakennarar á Laugarvatni og tveir leiðbeinendur.  16,55 stöðugildi eru í Reykholti og 7 stöðugildi eru á Laugarvatni.  599 kennslustundir eru alls við grunnskólann.  Alls eru 24,53 stöðugildi við grunnskóla Bláskógabyggðar þar af sinna leiðbeinendur 4,98 stöðugildum.  Stuðningsfulltrúar í Reykholti eru með þrjú stöðugildi og 0,4 stöðugildi stuðningsfulltrúa er á Laugarvatni.

Sigmar benti á að rétt væri fyrir sveitarfélagið að marka sér ákveðnari stefnu varðandi það þegar kennarar eða leiðbeinendur eru í námi sem þeir stunda jafnhliða starfi sínu við skólann.

Hann benti líka á að það væri gott að vinna að starfsmannastefnu fyrir skólann og allt starfsfólk sveitarfélagsins.

Sigmar hvetur  sveitarfélagið einnig að setja sér  skólastefnu.

Verið er að vinna að sjálfsmati grunnskólans, búið er að gera verkáætlun sem var unnin af Ísmati.  Fimm manna verkhópur (matsreymi) hefur verið myndaður innan skólans og verður fyrsta verkefni hópsins að ákveða hvað unnið verði af sjálfsmatinu í vetur.  Að því loknu má gera ráð fyrir því að gerð verði umbótaáætlun á þeim þáttum sem fólki finnst þurfa að lagfæra í starfi skólans.

Hörður kynnir að verið sé að vinna skólastefnu hjá Grunnskólanum Ljósuborg, í Grímnes-og Grafningshreppi,.  Í framhaldi af því tjá fundarmenn sig um það að mikilvægt sé að vita sem fyrst um stefnu  Ljósuborgar varðandi samstarf við Bláskógabyggð.

Sigmar segir frá framkvæmdum og viðgerðum sem unnar voru fyrir upphaf skólahaldsins í haust á húsnæði skólans.  Eldhúsið var flutt og leikskólabörnin fengu matsal í gamla eldhúsinu.  Vatnsleki var í skólanum regnvatn komst inn (gárungar kalla staðinn Dritvík)  en það hefur verið lagfært.

Margeir segir frá því að tilboð í lagfæringar á aðkomu að skólanum hafi verið helmingi hærra en fjárhagsáætlun leyfði og var framkvæmdum því frestað að mestu, en áætlað að bjóða út lagfæringarnar á næsta fjárhagsári.

Axel spurði um sparkvöllinn við grunnskólann á Laugarvatni og lýstu skólastjórnendur mjög mikilli ánægju yfir notkun á vellinum.  Gott samkomulag væri á milli þeirra sem nota hann, nemendur  ML nota hann heilmikið og er mikil sátt milli þeirra og annarra nemenda sem vilja sparka bolta á vellinum.

Sigmar  hefur verið að skoða ýmsa þætti varðandi fjárhagsáætlanir skólans.  Ljóst er að launakostnaður og skólaakstur hækka talsvert umfram fjárhagsáætlunina,  skólaaksturinn um 19,6% og kjarasamningar kennara hækka launaliðinn um 20%.

 

  1. Bréf frá Helga Kjartanssyni öryggistrúnaðarmanni Grunnskóla Bláskógabyggðar dags. 21. september 2008.

Í bréfinu fjallar Helgi um ástand leiktækja við Grunnskóla Bláskógabyggðar sem hann telur óviðunandi. Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur Helga vegna ástands leiktækjanna og hvetur til þess að úrbætur verði gerðar sem allra fyrst.  Samþykkt að væntanlegar lagfæringar á leiktækjum í Reykholti, sem nauðsynlegar eru strax, verði unnar í samráði við öryggistrúnaðarmann.

 

  1. Önnur mál.

4.1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 23. september 2008 þar sem fjallað er um framkvæmd samræmdra prófa í 10. bekk. Lagt fram til kynningar.

4.2  Sigmar segir frá að tveir nemedur hafi tekið samræmd próf í einni námsgreins á síðasta ári þegar þeir voru í 9. bekk, með glæsilegur árangri.  Í framhaldi af því fóru þeir í fjarnám í vetur, (Verkmenntaskóli Akureyrar) sem gengur mjög vel.

4.3.  Hörður vakti athygli á breytingu í lögum er lúta að stofnun skólaráðs í Grunnskólanum og breytingu á formegri aðkomu foreldra að skólastarfinu,   Veltir upp spurningu um hvort skólastjórnendur muni  stuðla að stofnun skólaráðsins eins og um getur í lögunum.  Einnig rætt mikilvægi þess að foreldrafélög á Laugarvatni og í Reykholti verði sameinuð.

 

 

 

Fundargerð lesin upp í lok fundar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00

 

Drífa Kristjánsdóttir, fundarritari.

 

 

 

 

Ritari sendi  formanni fræðslunefndar fundargerðina 29.9.2008 fyrir kl. 20:00