70. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

miðvikudaginn 21. febrúar 2007, kl 16:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. 3ja-ára áætlun Bláskógabyggðar 2008 -2010 (síðari umræða).

Valtýr gerði grein fyrir framlagðri þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2008 – 2010.

Helstu lykiltölur áætlunar fyrir samstæðureikning eru í þúsundum króna:

 

                                                  2008                 2009                 2010

Tekjur                                     674.913             702.840             731.156

Gjöld                                      611.931             635.816             656.320

Rekstrarniðurstaða                    27.913              34.383              44.760

Eignir                                     671.849             674.667             683.507

Skuldir                                    509.466             477.902             441.982

Eigið fé                                   162.382             196.765             241.526

Fjárfestingar (nettó)                   25.000              30.000              32.000

 

Ljóst er að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þröng. Ný lántaka að upphæð kr. 50 milljónir hefur verið samþykkt og fyrir liggur að fresta verður greiðslum af láninu allt kjörtímabilið.  Langtímaskuldir Bláskógabyggðar í lok árs 2007 eru áætlaðar 420 milljónir króna sem eru um 63% af áætluðum tekjum ársins 2007.

Mikilvægt er að tekjur standi undir gjöldum en það hefur sýnt sig að gatnagerðargjöld vegna nýframkvæmda í gatnagerð eru langt undir kostnaði.  Lætur nærri að kostnaður sé 100% hærri en gatnagerðargjöldin og eru þau því aðeins um helmingur af því sem nýbygging gatna í þéttbýlunum kostar. Sveitarstjórn er sammála um breyta þurfi gatnagerðargjaldskrá og færa hana nær raunkostnaði við framkvæmdir.  Jafnframt þarf að endurskoða aðra rekstrarþætti sveitarfélagsins með það að markmiði að hagræða og nýta betur það fjármagn sem innheimtist með þjónustugjöldum.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða þriggja ára áætlun.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.