70. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 31. júlí 2007 kl. 15:00.

 

 

Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson og Valtýr Valtýssonsveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður lagði til dagskrárbreytingu að inn komi nýir liðir 7.8 og 8.8. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Samþykkt um búfjárhald í Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, dags. 2. júlí 2007, þar sem fram koma athugasemdir ráðuneytisins varðandi tillögu að samþykkt um búfjárhald í Bláskógabyggð.  Einnig var lagt fram afrit af bréfi Bændasamtaka Íslands, dags. 28. júní 2007.  Í bréfinu kemur fram umsögn samtakanna til landbúnaðarráðuneytisins um tillögu að samþykkt um búfjárhald í Bláskógabyggð.

Lögð var fram tillaga að breytingu á samþykktunum í samræmi við athugasemdir sem fram komu frá landbúnaðarráðuneytinu og Bændasamtökum Íslands.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir staðfestingu ráðuneytisins á samþykktinni eins og hún liggur fyrir eftir breytingarnar.

 

  1. Endurskoðun verksamnings vegna umsjónar hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur borist beiðni frá Valdimar Gíslasyni, að endurskoðaður verði verksamningur vegna umsjónar með hjólhýsasvæðinu við Laugarvatn sem undirritaður var 15. febrúar 2005.

Lögð voru fram drög að endurskoðuðum samningi þar sem samningstími hefur verið lengdur um 3 ár og afgjald vegna vatns og leigu hækkað.

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á verksamningnum og felur sveitarstjóra að ganga frá nýjum samningi við leigutaka í samræmi við tillöguna.

 

  1. Starfsmannamál, – endurskoðun starfslýsinga.

         Sbr. 4. lið fundargerðar byggðaráðs (69. fundur), dags. 26. júní 2007.

Lögð fram tillaga að skipuriti fyrir Bláskógabyggð þar sem rekstur þjónustustofnana sveitarfélagsins, þjónustumiðstöðvar, eignasjóðs, íþróttamiðstöðvar og Aratungu, verði fellt undir eitt svið, Þjónustusvið. Rekstrarleg stjórn þessa sviðs verði á hendi eins sviðsstjóra.

Jafnframt lagt til að forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og eignarsjóðs taki yfir rekstrarstjórn þjónustusviðs.

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða hugmynd um þjónustusvið Bláskógabyggðar og að unnið verði áfram að því að fullklára gerð skipurits fyrir Bláskógabyggð, sem lagt verði fram á næsta fundi byggðaráðs.

 

  1. Skipulagsmál við Skálpanes.

Sbr. 3. lið fundargerðar byggðaráðs (69. fundur), dags. 26. júní 2007.

Með tilvísun til fyrri afgreiðslu sveitarstjórnar um málefni Skálpaness og uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn þar, þá ítrekar sveitarstjórn fyrri beiðni sína til Samvinnunefndar um svæðisskipulag Miðhálendisins um að svæðið verði skilgreint sem hálendismiðstöð.  Mikilvægi þessa staðar gagnvart þjónustu við ferðamenn á Langjökul er ótvíræð og fjöldi ferðamanna á jökulinn er orðinn það mikill að óraunhæft er annað en að bregðast við þeirri stöðu.  Sveitarstjórn telur ekki rétt að lögð verði af hálendismiðstöð við Árbúðir í skiptum við hálendismiðstöð í Skálpanesi, enda hafi sú hálendismiðstöð allt aðra möguleika gagnvart þjónustu við ferðamenn um Kjöl.  Árbúðir er eina hálendismiðstöðin sem staðsett er við hlið Kjalvegar og því eini staðurinn við Kjalveg sem hugsanlegt væri að hafa raunhæfan áningarstað fyrir fljótandi umferð þar sem hægt yrði að selja eldsneyti m.m. til ferðamanna yfir Kjöl sem ekki hafa sérstaklega í hyggju að fara á Langjökul, til Kerlingarfjalla eða á Hveravelli.  Uppbygging slíkrar þjónustu í Árbúðum gæti einnig skipt miklu máli um öryggi ferðamanna sem leggja leið sína yfir Kjöl.

Að lokum vill byggðaráð Bláskógabyggðar ítreka mikilvægi þess að uppbygging aðstöðu fyrir ferðamenn í Skálpanesi verði að veruleika, þar sem öll ferðamannaaðstaða, svo og hreinlætisaðstaða, verði með viðunandi hætti og geti sinnt þeim tugþúsundum ferðamanna sem nú þegar um Langjökul fara.  Það er mat byggðaráðs að hálendismiðstöðvar ættu að vera á báðum stöðum, þ.e. í Skálpanesi og Árbúðum, þar sem hlutverk þeirra er gjörólíkt.  Að skilgreina Skálpanes sem skálasvæði yrði til bóta frá núverandi stöðu, en það myndi þó ekki veita ferðaþjónustuaðilum sömu möguleika á að veita þjónustu og til tekjuöflunar af rekstri sínum á og við Langjökul.

 

  1. Umsögn um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.

Margeir Ingólfsson, oddviti Bláskógabyggðar, lagði fram tillögu að umsögn um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð, dags. 31. júlí 2007.

Umræða varð um fyrirliggjandi umsögn og hún samþykkt samhljóða.

 

  1. Umsókn um byggingarlóð.

Umsókn um lóðina Bæjarholt 1, Laugarási.

Umsókn Aðalbjargar Þórðardóttur, kt. 090851-2179 og Þorvaldar Jónssonar kt. 141151-3559, þar sem sótt er um lóðina Bæjarholt 1 í Laugarási.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.    Bréf frá Hollvinasamtökum gufubaðs og smíðahúss, dags. 3. júlí 2007.

Í bréfinu kemur fram að Hollvinsamtökin leggja til að Smíðahúsið verði tekið niður og varðveitt í hlutum eða rifið.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við þá ráðstöfun smíðahússins sem fram kemur í bréfinu.

7.2.    Bréf frá Lagastoð, dags 12. júlí 2007; bátalægi  í landi Heiðarbæjar.

Erindinu frestað þar til skrifstofa skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóa opnar aftur eftir sumarlokun.

7.3.    Bréf frá Samorku, dags. 6. júní 2007; boð um aðild fráveitna í Samorku.

Byggðaráð sér ekki ástæðu til þess að fráveita Bláskógabyggðar sæki um aðild í Samorku.

7.4.    Bréf frá Ingva Á. Hjörleifssyni, dags. 22. júní 2007; hundahald.

Byggðaráð vísar umræddu bréfi og kvörtun til þjónustumiðstöðvar til úrvinnslu.

7.5.    Bréf frá Karli Björnssyni, dags. 16. júlí 2007; beiðni um ógildingu byggingarleyfis.

Erindinu frestað þar til skrifstofa skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóa opnar aftur eftir sumarlokun.

7.6.    Tölvuskeyti frá Fræðsluneti Suðurlands, dags. 25. júní 2007; styrkbeiðni Fræðslunet Suðurlands óskar eftir fjárstyrk vegna útgáfu námsvísis Fræðslunetsins sem dreift verði á öll heimili og fyrirtæki á Suðurlandi.

Byggðaráð leggur til að greiddur verði styrkur að upphæð kr. 10.000.

7.7.    Tölvuskeyti frá Unglingalandsmótsnefnd, dags. 20. júlí 2007; styrkbeiðni.

Byggðaráð sér sig ekki fært til að veita styrk til þessa verkefnis þar sem ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum á fjárlögum ársins.

7.8.    Tölvuskeyti frá Byggingarfélagi námsmanna vegna frágangs á bílastæðum við Laugarbraut 1-5.

Í erindinu er óskað eftir því við sveitarfélagið að það steypi kantstein með Laugarbraut til að hindra ágang yfirborðsvatns inn á lóðir nemendagarða Byggingarfélagsins að Laugarbraut 1 – 5, í tengslum við frágang Byggingarfélagsins á bílastæðum við nemendagarðana á Laugarvatni.

Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að samkomulagi við framkvæmdaraðila ef af framkvæmdum verður á umræddum bílastæðum.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.    Yfirlit yfir kostnað Bláskógabyggðar við sorphirðu og sorpeyðingu.

8.2.    Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. júní 2007; námskeið.

8.3.    Bréf frá Haraldi Ólafssyni, dags. 29. júní 2007; veðurmælingar.

8.4.    Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 29. júní 2007; Umhverfisþing.

8.5.    Ársreikningur 2006, Gufa ehf.

8.6.    Bréf frá Veðurstofu Íslands, dags. 19. júlí 2007; hætta vegna ofanflóða.

8.7.    Bréf frá Unni Halldórsdóttur, dags. 7. júlí 2007; umhverfismál.

8.8.    Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 26. júlí 2007; staðfesting á samþykkt um hundahald í Bláskógabyggð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

9.1.    39. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, dags. 12. júlí 2007.

Samþykkt samhljóða.

9.2.    7. fundur byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, dags. 26. júní 2007.

Embætti byggingarfulltrúa hefur þegar fellt úr gildi samþykkt á liðum 1568, 1569, 1570 og 1571 þar sem stærðir húsa samræmast ekki samþykktu deiliskipulagi.  Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.3.    8. fundur byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, dags. 17. júlí 2007.

Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

10.1.  Auka aðalfundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 27. júní 2007.

10.2.  100. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 19. júní 2007.

10.3.  95. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 20. júní 2007.

10.4.  744. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. júní 2007.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.