71. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. ágúst 2007 kl. 15:00.

 

Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson og Valtýr Valtýssonsveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Beiðni um landskipti á jörðinni Austurhlíð, Biskupstungum.

Lögð fram beiðni um landskipti á jörðinni Austurhlíð í Biskupstungum.  Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fyrirhuguð landskipti.

 

  1. Starfsmannamál, – endurskoðun starfslýsinga.

Sveitarstjóri ræddi umræðutillögu að skipuriti fyrir Bláskógabyggð, í ljósi breyttra aðstæðna í starfsmannamálum hjá stofnunum sveitarfélagsins.

Umræða og ályktun um einstaka störf færð í trúnaðarmálabók.

 

  1. Umsókn um byggingarlóð.

3.1.    Umsókn um lóðina Háholt 5, Laugarvatni.

Guðrún Ægisdóttir, kt. 110344-4499, sækir um lóðina Háholt 5 á Laugarvatni.  Þeirri lóð var úthlutað á fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2007 og er því umsókn hafnað.

3.2.    Umsókn um lóðirnar Háholt 3 og 5 á Laugarvatni.

Silfursteinn ehf., kt. 580893-2369, sækir um lóðirnar Háholt 3 og 5 á Laugarvatni. Lóðin Háholt 5 var úthlutað á fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2007 og er umsókn um þá lóð hafnað.  Lóðinni Háholt 3 hefur ekki verið úthlutað og samþykkir byggðaráð samhljóða að úthluta Silfursteini ehf. þeirri lóð.

3.3.    Umsókn um lóðir á Laugarvatni; Byggingarfélag Laugarvatns ehf. (BFL).

Oddvita sveitarstjórnar og sveitarstjóra falið að eiga viðræður við forsvarsmenn Byggingarfélags Laugarvatns ehf. og leita eftir ítarlegri upplýsingum sem lagðar verði fyrir sveitarstjórn á næsta fundi þann 4. september 2007.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

4.1.    Bréf frá Karli Björnssyni, dags. 16. júlí 2007.

Lagt fram bréf frá Karli Björnssyni þar sem hann óskar eftir því að sveitarstjórn Bláskógabyggðar endurskoði afgreiðslu sína varðandi byggingarleyfi vegna mannvirkis á lóð nr. 10 í Vörðufelli í landi Iðu II í Bláskógabyggð. Karl setur fram kröfu um ógildingu byggingarleyfisins.

Erindinu vísað til næsta fundar sveitarstjórnar þann 4. september n.k.

4.2.    Bréf frá Themis lögmannsstofu, dags. 7. ágúst 2007.

Lagt fram bréf frá Themis lögmannstofu þar sem lögð er fram kæra fyrir hönd Theódórs Marinóssonar þar sem kærð er innheimta gjalds, af hendi byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóa, fyrir stöðu hjólhýsis á eignarlandi hans í Bláskógabyggð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn embættis byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóa.

 

 

  1. Efni til kynningar:

5.1.    Afrit af bréfi til Skipulagsstjóra ríkisins, dags. 26. júlí 2007; sumarhús í landi Leynis.

5.2.    Bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 14. ágúst 2007; Menntaskólatún á Laugarv.

5.3.    Bréf frá skipulagsstofnun, dags. 17. ágúst 2007; leyfi fyrir smávirkjunum.

5.4.    Girðingarmál innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 10. maí 2007 og 27. júlí 2007.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

6.1.    40. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, dags. 23. ágúst 2007.

Afgreiðslu 14. liðar fundargerðar frestað og vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.  Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.2.    9. fundur byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, dags. 8. ágúst 2007.

Samþykkt samhljóða.  Margeir Ingólfsson tók ekki þátt í afgreiðslu liðar 1605 fundargerðarinnar.

6.3.    Fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar, dags. 22. ágúst 2007.

Varðandi 2. lið fundargerðarinnar, þá er tillögu nefndarinnar vísað til vinnu við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2008.

Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

7.1.    268. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, dags. 6. júlí 2007.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.