72. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 3. apríl 2007, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Oddviti lagði til dagskrárbreytingu, að inn komi nýir liðir 2.3. og 7.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar.

1.1.  66. fundur byggðaráðs, dags. 27. mars 2007.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar

2.1.  3. fundur byggingarnefndar, dags. 27. mars 2007.

Staðfest samhljóða.

2.2.  Fundargerð ársfundar sveitarstjórna Uppsveita Árnessýslu, dags. 13. mars 2007.

Staðfest samhljóða

2.3.  Fundargerð æskulýðsnefndar, dags. 2. apríl 2007.

Staðfest samhljóða.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela æskulýðsnefnd að vera framkvæmdastjórn við framkvæmd á uppbyggingu sparkvalla í Reykholti og á Laugarvatni ásamt forstöðumanni þjónustumiðstöðvar.

 

  1. Samþykktir:

3.1.  Samþykkt fyrir hundahald í Bláskógabyggð.

Lögð fram drög að samþykkt fyrir hundahald í Bláskógabyggð.  Almennar umræður urðu um fyrirliggjandi drög.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að samþykkt og felur sveitarstjóra að senda hana til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til staðfestingar.

3.2.  Samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð.

Lögð fram drög að samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð, ásamt fylgiskjölum.  Almennar umræður urðu um fyrirliggjandi drög.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og oddvita að ljúka við endanlega uppsetningu á samþykktinni í samræmi við umræður sveitarstjórnar og leggja fyrir sveitarstjórn á næsta fundi.

 

  1. Leigusamningur vegna húsa á Biskupstungnaafrétti.

Lögð fram tillaga að leigusamningi vegna gistiskála á Biskupstungnaafrétti ásamt aðstöðu, skv. bókun sveitarstjórnar 9. janúar 2007.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi leigusamning, og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.

 

  1. Samstarfssamningur sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu.

Lögð fram drög að samningi um Laugaráshérað og rekstrarfyrirkomulag sameiginlegra starfsmanna Uppsveita Árnessýslu.  Fyrirliggjandi samningur var kynntur á ársfundi sveitarstjórna í Uppsveitum Árnessýslu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggur til að 12. grein samningsins verði skoðuð sérstaklega og kannað hvort hún geti staðist lagalega eins og hún er varðandi úrsögn úr samstarfsverkefninu.

Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að ljúka frágangi og undirritun samningsins.

 

  1. Rammaskipulag þéttbýlisins á Laugarvatni.

Lögð fram drög að rammaskipulagi þéttbýlisins á Laugarvatni.  Umræður urðu um fyrirliggjandi hugmyndir að skipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela Landformi að vinna deiliskipulag að íbúðabyggð neðan við Menntaskólatúnið sem fyrsta áfanga í stækkun byggðar á Laugarvatni.  Nauðsynlegt er að flýta þessari vinnu sem kostur er.

 

  1. Ákvörðun um gjald vegna skólamáltíðar hjá grunn- og leikskólum Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir að gjaldskrá vegna skólamáltíða lækki hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar og leikskólum sveitarfélagsins um 5,3%, vegna ákvörðunar Alþingis um lækkun virðisaukaskatts sem tók gildi 1. mars. s.l.   Breytingin á gjaldskrá skólanna taki gildi frá og með 1. mars s.l.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.