72. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. september 2007 kl. 15:00.

 

Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson og Valtýr Valtýssonsveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Starfsmannamál.

Valtýr kynnti stöðu mála varðandi auglýsingu starfs sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.  Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningu starfsmanns í stöðuna í samvinnu við ráðningaþjónustu Hagvangs. Niðurstaða ráðningar verði lögð fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

 

  1. Útboð á snjómokstri í þéttbýlisstöðum Bláskógabyggðar.

Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna snjómoksturs innan þéttbýlismarka í Bláskógabyggð. Núverandi samningar við verktaka renna út á haustmánuðum.  Byggðaráð samþykkir að fara í útboð á þessum verkþáttum í samræmi við fyrirliggjandi drög að útboði og útboðsgögnum.

 

  1. Afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Selfossi.

Lögð fram afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Selfossi.  Um er að ræða tvær afskriftarbeiðnir, þ.e. nr. 200709121359414 að upphæð kr. 1.998.303 og nr. 200709111152326 að upphæð kr. 1.323.615. Byggðaráð samþykkir samhljóða að leggja til að umrædd opinber gjöld verði afskrifuð, þar sem kröfur eru ýmist fyrndar eða óinnheimtanlegar að mati Sýslumanns.

 

  1. Nýtt íbúðabyggingasvæði neðan Skólatúns á Laugarvatni.

4.1.    Tillaga götunafnanefndar um ný götunöfn á Laugarvatni.

Byggðaráð leggur samhljóða til að tillaga nr. 4 verði valin.

4.2.    Viðræður við Byggingarfélag Laugarvatns ehf.

Lögð fram drög að samkomulagi milli Bláskógabyggðar og Byggingarfélags Laugarvatns ehf. sem lýtur að uppbyggingu gatna neðan Skólatúns á Laugarvatni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag, með smávægilegum breytingum, og felur oddvita og sveitarstjóra að ljúka samkomulagsgerð sem fyrst, með það að markmiði að það verði lagt fram til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar þann 2. október 2007.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.    Bréf frá Themis lögmannsstofu, dags. 7. ágúst 2007; gjaldtaka vegna stöðuleyfis.

Umsögn byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóa, dags. 18. september 2007 lögð fram.

Byggðaráð tekur undir álit byggingarfulltrúa og felur sveitarstjóra að svara fyrirliggjandi kæru með þeim rökum sem fram kemur í umsögn byggingarfulltrúa.

5.2.    Bréf skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóa vegna framkvæmda við þyrlupall, dags. 10. september 2007.

Eins og fyrir liggur þá er umrædd framkvæmd við gerð þyrlupalls skipulags- og leyfisskyld framkvæmd.  Byggðaráð samþykkir samhljóða ákvörðun og aðgerðir skipulagsfulltrúa við stöðvun framkvæmda umrædds þyrlupalls innan þéttbýlismarka í Reykholti.

5.3.    Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, dags. 21. ágúst 2007; styrkbeiðni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að leita eftir umsögn félagsmálastjóra Uppsveita Árnessýslu. Afgreiðslu frestað þar til umsögn liggur fyrir.

5.4.    Bréf frá nokkrum nemendum 6. bekkjar í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti.

Byggðaráð þakkar nemendunum fyrir góða ábendingu og vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar ársins 2008.

5.5.    Bréf frá Auðuni Árnasyni, dags. 29. ágúst 2007; beiðni um styrk vegna söngnáms.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta erindinu til næsta fundar sveitarstjórnar, þann 2. október 2007.

5.6.    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. september 2007; úrgangsmál.

Byggðaráð leggur til að samþykkt verði að taka þátt í verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir.

5.7.    Bréf frá Geirharði Þorsteinssyni, dags. 6. september 2007; vegna Fljótshamra.

Byggðaráð samþykkir að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu vegna þessa máls.  Afgreiðslu frestað þar til umsögn skipulagsfulltrúa liggur fyrir.

5.8.    Bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti, dags. 11. september 2007; reglugerð um lögreglusamþykktir.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við framlögð drög að reglugerð.

5.9.    Bréf frá SASS, dags. 11. september 2007; kynningarblað um Suðurland.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna kynningarefni í umrætt blað.

5.10.  Bréf frá Halldóri Jónssyni og Ólafi J. Bjarnasyni, dags. 12. september 2007; stofnun lögbýla á Bergsstöðum

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við stofnun umræddra lögbýla.

5.11.  Tölvuskeyti frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 14. september 2007; stefnumótun í skólamálum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa umræddu erindi til fræðslunefndar Bláskógabyggðar.

5.12.  Tölvuskeyti frá Snæbirni Þorkelssyni, dags. 19. september 2007; skipulagning íbúðarlóða í landi Eyvindartungu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta þessu erindi til næsta fundar sveitarstjórnar þann 2. október 2007.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.    Bréf frá Háskólafélagi Suðurlands, dags. 17. ágúst 2007; stofnun Háskólafélags Suðurlands.

6.2.    Bréf frá Háskólasetrinu í Hveragerði, dags. 23. ágúst 2007; flokkun vatns.

6.3.    Bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 21. ágúst 2007; evrópskur tungumáladagur.

6.4.    Bréf frá Sorpstöð Suðurlands, dags. 6. september 2007; svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

6.5.    Bréf frá Samband ísl. sveitarfélaga, dags. 7. september 2007; viðmiðunarreglur um kirkjugarðastæði.

6.6.    Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 6. september 2007; breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Laugarás.

6.7.    Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 17. september 2007.

6.8.    Fundarboð frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands; kynningarfundur 26. september 2007.

6.9.    Fundarboð vegna verkefnisins “Safnaklasi Suðurlands”.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

7.1.    Fundargerð fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 18. september 2007.

Samþykkt samhljóða.

7.2.    Fundargerð oddvitafundar Uppsveita Árnessýslu og Flóa; dags. 29. ágúst 2007.

Samþykkt samhljóða.

7.3.    Fundargerð 94. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu.

Samþykkt samhljóða.

7.4.    Fundargerð 41. fundar skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

8.1.    405. fundur stjórnar SASS.

8.2.    101. fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands.

8.3.    269. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

8.4.    222. fundur stjórnar Launanefndar sveitarfélaga.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45.