73. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 22. maí 2007, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Sigrún Reynisdóttir sem varamaður Kjartans Lárussonar.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi KPMG var mættur á fundinn við framlagningu ársreiknings Bláskógabyggðar 2006.

 

Oddviti lagði til dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 9.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar.
  2. fundur byggðaráðs, dags. 2. maí 2007.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2006 (fyrri umræða).

Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi, er mættur á fundinn til þess að gera grein fyrir vinnu endurskoðenda.

Lagður fram ársreikningur Bláskógabyggðar, fyrir árið 2006, ásamt sundurliðunum.  Einar Sveinbjörnsson og Valtýr Valtýsson gerðu grein fyrir ársreikningnum og skýrðu ýmsa liði.

Helstu niðurstöður úr rekstrar og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins eru:

 

Rekstrarreikningur:

     Rekstrartekjur:                                           620.674.676

     Rekstrargjöld:                                           – 584.443.379

     Fjármagnsgjöld:                                          – 52.058.886

     Tekjuskattur:                                               11.354.858

     Rekstrarniðurstaða:                                       -4.472.731

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

     Fastafjármunir:                                           634.614.562

     Veltufjármunir:                                              83.585.715

     Eignir samtals:                                           718.200.277

Skuldir og eigið fé:

     Eiginfjárreikningur:                                      142.190.874

     Langtímaskuldir:                                         401.610.754

     Skammtímaskuldir:                                     174.398.649

     Eigið fé og skuldir samtals:                         718.200.277

 

Ársreikningi vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn, sem verður haldinn þann 12. júní 2007.

 

 

  1. Samþykkt og gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð

3.1.  Samþykkt um hundahald í Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 20. apríl 2007, þar sem fram kemur að eftirlitið hefur staðfest áður samþykkta samþykkt um hundahald.  Sveitarstjóra falið að óska eftir staðfestingu heilbrigðisráðherra á samþykktinni.

3.2.  Gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð.  Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra að senda hana til samþykktar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

 

  1. Skipulagsmál:

4.1.  Tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis neðan Skólatúns á Laugarvatni.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir nýja íbúabyggð sunnan Skólatúns á Laugarvatni, unna af Landformi í maí 2007.  Einnig lögð fram yfirlitsmynd um rammaskipulag Laugarvatns.  Vegtengin inn á þetta íbúðarsvæði verði á móts við núverandi vegtengingu að iðnaðarsvæðinu.  Rammaskipulagið gerir síðan ráð fyrir færslu vegtengingar að iðnaðarsvæði til suðurs.

Afgreiðslu vísað til 9. liðar á dagskrá fundarins, þ.e. afgreiðsla á fundargerð skipulagsnefndar.

4.2.  Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012; Kjarnholt.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna frístundabyggðar í landi Kjarnholts I. Í breytingunni felst að á 158 ha svæði milli Tungufljóts og Einhholtsslækjar breytist landnotkun úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var í kynningu frá 1. mars til 29. mars 2007 og var frestur til athugasemda til 12. apríl. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggur umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 12. apríl 2007, Umhverfisstofnunar dags. 27. apríl 2007, og Vegagerðarinnar dags. 2. maí 2007.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

4.3.  Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; tvö svæði innan jarðarinnar Útey II.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Úteyjar II.

Breytingin er tvíþætt. Annars vegar er gert ráð fyrir að um 22 ha svæði í landi Úteyjar II sem kallast Mýrarskógur, milli núverandi og eldri Laugarvatnsvegar, breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Hins vegar er gert ráð fyrir að svæði fyrir frístundabyggð umhverfis bæjartorfu Úteyjar II stækki til samræmis við deiliskipulag svæðisins sem hefur verið í gildi síðan 1992.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

4.4.  Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; Böðmóðsstaðir / Austurey.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar og Böðmóðsstaða.

Breytingin er tvíþætt. Annars vegar er gert ráð fyrir að um 20 ha svæði á Skógarnesi, svæði Rafiðnaðarsambandsins, breytist úr frístundabyggð í opið svæði til sérstakra nota. Er þessi breyting í takt við raunverulega notkun svæðisins þar sem nú er tjaldssvæði, golfvöllur og hús fyrir umsjónarmann svæðisins. Hins vegar er gert ráð fyrir að lítið frístundabyggðarsvæði á bæjartorfu Böðmóðsstaða breytist í landbúnaðarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

4.5.  Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; Lækjarhvammur.

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardals 2000-2012 í landi Lækjarhvamms. Í breytingunni felst að 90 ha svæði úr landi Lækjarhvamms breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi hluta svæðisins frá 31. ágúst til 28. september 2006 og var frestur til athugasemda til 12. október 2006. Fjögur athugasemdarbréf bárust á kynningartíma auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá Umhverfisstofnun, Fornleifavernd ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Tillagan var samþykkt í sveitarstjórn 7. nóvember 2006 og aftur þann 9. janúar 2007. Skipulagsstofnun hefur fengið málið jafn oft til afgreiðslu og í bæði skiptin hefur verið talið að gera þurfi nánar grein fyrir afstöðu sveitarstjórnar til umsagnar Umhverfisstofnunar. Nú liggur fyrir endurskoðuð breytingartillaga þar sem nánar er gerð grein fyrir hvernig komið verður til móts við athugasemdir Umhverfisstofnunar, s.s. að ekki verði heimilt að skerða votlendi á svæðinu og að þéttleiki svæðisins verði í samræmi við aðliggjandi svæði. Að auki hefur nýju brunnsvæði verið bætt við ofan svæðisins. Til frekari skýringar liggur fyrir endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi svæðisins sem felur m.a. í sér að lóðum hefur fækkað um 25%, úr 60 í 46, tekið er fram að ekki sé heimilt að grafa skurði meðfram vegum til að ræsa fram landið, auk þess sem lega vega innan svæðisins hefur breyst. Fyrir liggja athugasemdir sem bárust á kynningartíma auk mótmæla sem bárust sveitarstjórn síðar. Þó svo að flestar athugasemdirnar eigi við útfærslu deiliskipulags. Auk fyrrgreindra gagna liggja fyrir drög, dags. 22. maí 2007, að umsögn um innkomnar athugasemdir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, með tilvísun í fyrirliggjandi umsagnir um innkomnar athugasemdir, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

 

  1. Úrskurður umhverfisráðherra vegna kæru Péturs M. Jónassonar vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Gjábakkavegar.

Lagður fram úrskurður umhverfisráðherra vegna kæru Péturs M. Jónassonar vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Gjábakkavegar.  Í úrskurði ráðherra kemur fram að úrskurður Skipulagsstofnunar er staðfestur með skilyrðum.  Skilyrt er að Vegagerðin láti gera mælingar á ákomu loftaðborinnar köfnunarefnismengunar áður en framkvæmdir hefjast og í a.m.k. 5 ár eftir að framkvæmdum líkur og gera samanburð við aðrar mælingar sem gerðar hafa verið á svæðinu. Vegagerðinni ber að hafa samráð við Umhverfisstofnun um mælingarnar og mat á þeim.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar úrskurði umhverfisráðherra og hvetur Vegagerðina til að hefja sem allra fyrst undirbúning að framkvæmdum við Gjábakkaveg.

 

  1. Samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð.

Lögð fram drög að samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð, sem hefur tekið breytingum í samræmi við síðustu umræðu um samþykktina í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leita eftir staðfestingu landbúnaðarráðuneytisins á samþykktinni eins og hún liggur fyrir.

 

  1. Tillaga að breytingu á samþykktum Bláskógabyggðar (fyrri umræða).

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp fyrir Bláskógabyggð.  Um er að ræða breytingu á 34. gr. samþykktanna, ný 9. gr í A-lið og breytt 16. gr. í B-lið.

Ný 9. gr. A-liðar hljóði svo:

“9.   Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands.  Einn fulltrúi og einn til vara.”

Breytt 16. gr. B-liðar hljóði svo:

“16.  Sameiginleg byggingarnefnd uppsveita Árnessýslu.  Sameiginleg byggingarnefnd er með Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.  Skipa skal einn aðalmann og einn  til vara.”

 

Framlögð tillaga vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn, sem verður á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

  1. Innsend erindi:

8.1.  Bréf frá Skálholtskórnum, dags. 26. apríl 2007.

Lagt fram bréf frá Skálholtskórnum, dags. 26. apríl 2007, þar sem stjórn kórsins óskar eftir aðgengi að húsnæði Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti til söngæfinga.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að ræða við málsaðila og kanna hvort finna megi lausn þessa máls.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

Fundargerð 37. fundar skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 22. maí 2007.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.