73. fundur veitustjórnar

73. fundur stjórnar Bláskógaveitu 9. desember 2015 kl. 14:00.

 

Mættir: Kjartan Lárusson, Kolbeinn Sveinbjörnsson og Axel Sæland stjórnarmenn Bláskógaveitu, Benedikt Skúlason veitustjóri, og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri.

 

  1. Starfsmannamál.

1.1.    Starfskjör veitustjóra.

Formaður lagði til að grunnlaun veitustjóra verði hækkuð.  Formaður lagði fram tillögu að launakjörum eftir viðræður við veitustjóra.  Stjórn Bláskógaveitu samþykkir framlagða tillögu samhljóða.

 

1.2.    Formaður lagði fram bréf frá Elsu Fjólu Þráinsdóttur þar sem hún segir starfi sínu lausu frá 1. desember s.l.  Stjórn Bláskógaveitu þakkar Elsu Fjólu fyrir hennar störf hjá veitunni.

 

1.3.    Framkvæmd verkefna á skrifstofu Bláskógaveitu.

Formaður leggur til að fela skrifstofu Bláskógabyggðar að leysa dagleg störf skrifstofu Bláskógaveitu þar til ákveðið hefur verið hvernig þeim þætti skuli hagað til framtíðar litið. Formanni og veitustjóra ásmat sveitarstjóra og oddvita sveitarstjórnar falið að vinna að framtíðar fyrirkomulagi stjórnsýslu Bláskógaveitu.  Nauðsynlegt er að sú vinna gangi sem hraðast fyrir sig þannig að framtíðar skipulag liggi fyrir sem fyrst.

 

  1. Heiðarbyggð.

Lögð fram kostnaðaráætlun framkvæmda vegna hugsanlegrar tengingu frístundahúsasvæðisins Heiðarbyggð við hitaveituna á Laugarvatni. Ljóst er að framkvæmdakostnaður er það hár fyrir verkefnið að það rýmist ekki innan framkvæmdagetu veitunnar árið 2016.  Stjórn er tilbúin að skoða málið fyrir árið 2017 ef nægur vilji og þátttaka sumarhúsaeigenda á svæðinu er fyrir hendi.

 

  1. Gjaldskrá 2016.

Stjórnin samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að notkunargjöld, hemlagjöld og mælaleigugjöld gildandi gjaldskrár hækki um 4,5% fyrir árið 2016.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2016.

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir rekstrarárið 2016 í þúsundum króna:

 

Rekstrartekjur                                                  68.469

Rekstrargjöld með afskriftum                       60.327

Fjármagnsgjöld                                                 -5.625

Rekstrarafgangur                                               5.625

 

Fjárfestingar, nettó                                         25.000

 

Stjórnin samþykkir samhljóða fyrir liggjandi fjárhagsáætlun 2016 og vísar henni til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

 

  1. Laugarvatnsmál.

Stjórn Bláskógaveitu óskar eftir endurskoðun á samningi milli menntamálaráðuneytis og sveitarfélagsins um rekstur hita- og kaldavatnsveitu í þágu byggðar, skóla- og íþróttamannvirkja á Laugarvatni, skv. 8. grein umrædds samnings sem dagsettur er 2. mars 2000. Formanni falið að rita ráðuneytinu bréf þess efnis og sjá til þess að það hafi borist ráðuneytinu fyrir næstu áramót.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00