73. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. október 2007 kl. 15:00.

 

Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson og Valtýr Valtýssonsveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 

Formaður lagði fram tillögu um breytingu á dagskrá, að inn komi nýir dagskrárliðir 9.4 og 9.5  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Lyngdalsheiðarvegur (365).

1.1.    Breyting á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012.

Byggðaráð leggur til að unnið verði að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps, annars vegar til samræmis við aðalskipulag Þingvallasveitar 2004 – 2016 og hins vegar til samræmis við úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Gjábakkavegar (365). Skipulagsfulltrúa og skipulagsfræðingum sveitarfélagsins verði falið að fullvinna breytingatillögu og auglýsa hana.

1.2.    Erindi Landverndar, dags. 8. október 2007.

Lagt fram bréf frá Landvernd þar sem lagt er til að hugað verði að nýjum vegi, um Lyngdalsheiði, suður fyrir Þingvallavatn í átt til Reykjavíkur, þ.e. að leið 3+8 verði valin í stað 3+7.

Byggðaráð lítur ekki á lagningu Lyngdalsheiðarvegar 3+7 sem “vandamál”, þar sem tillaga að þessum vegi hefur tvisvar sinnum farið í umhverfismat með sömu niðurstöðu.

Sveitarstjórn hefur margsinnis skrifað bókanir og greinargerðir með rökum fyrir afstöðu sinni. Sveitarstjórn hefur ítrekað samþykkt leið 3+7 fyrir nýjan Lyngdalsheiðarveg og ítrekar hér með afstöðu sína til vegstæðis vegarins.  Að lokum vill byggðaráð vísa til úrskurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar, en þar segir um leið 8: “..Þessi hugmynd hafi verið skoðuð lauslega. Jarðgöng þurfi í gegnum Dyrafjöll en jarðfræði Hengilssvæðisins séu lítt fýsileg til jarðgangagerðar.  Heildarvegalengd nýs vegar verði í það minnsta helmingi lengri en nýs Gjábakkavegar, kostnaður mikill, leiðin leysi ekki þörf ferðaþjónustunnar fyrir nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns eða þörf á tengingu innan sameinaðs sveitarfélags og engin áform séu til um byggingu vegar þessa leið, hvorki á Alþingi né hjá Vegagerðinni.”

1.3.    Umsókn um framkvæmdaleyfi; Vegagerðin 8. október 2007.

Lögð fram umsókn frá Vegagerðinni, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Lyngdalsheiðarvegar (365), Þingvallavegur (36) – Laugarvatnsvegur (37).

Byggðaráð leggur til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að undirbúa og gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni í samræmi við þær upplýsingar sem koma fram í umsókninni.

 

 1. Hugmyndir um virkjun frárennslis Hagavatns.

Vísað er til tölvuskeytis Ólafs Björnssonar til sveitarstjóra, dags. 24. október 2007, þar sem fram kemur að iðnaðarráðuneytið hefur veitt OR rannsóknarleyfi varðandi virkjun Hagavatns.  Jafnframt kemur fram í skeytinu að OR stefni að því að halda fund með hagsmunaaðilum um verkefnið í næsta mánuði.

Byggðaráð fagnar fram komnum hugmyndum um virkjun Hagavatns, enda samræmast þær fyrri samþykktum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, sem lúta að hækkun vatnsborðs Hagavatns til að koma í veg fyrir uppblástur og sandfok á svæðinu.

 

 1. Starfsmannamál.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

 1. Afskrift innheimtukrafna.

Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

 1. Átta mánaða uppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar.

Lagt fram uppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2007.  Fram kemur í yfirlitinu að A-hluti skilar jákvæðri niðurstöðu að upphæð kr. 29.870 þús. og niðurstaða samstæðu jákvæð að upphæð kr. 24.562 þús.

 

 1. Ákvörðun um auglýsingu lausra lóða:

6.1.    Lindarskógur á Laugarvatni.

Fyrir liggur samþykkt breytt deiliskipulag fyrir Lindarskóg á Laugarvatni, þar sem lóð nr. 5 hefur verið skipt upp í tvær lóðir.  Samþykkt að auglýsa umræddar lóðir lausar til umsóknar.

6.2.    Garðyrkjulóðir í Laugarási.

Fyrir liggur breytt deiliskipulag fyrir garðyrkjulóðir í Laugarási, þar sem byggingarreitur fyrir íbúðarhús innan umræddra lóða hafa verið teknir út.

Samþykkt samhljóða að auglýsa umræddar garðyrkjulóðir lausar til umsóknar.

6.3.    Menntaskólatún.

Byggðaráð samþykkir að heimila auglýsingu lóða á nýju byggingarsvæði á Menntaskólatúni þegar lóðarblöð og mælingum verður lokið.

6.4.    Vinnulagsreglur við úthlutun lóða.

Lagt fram minnisblað, dags. 30. október 2007, þar sem fram kemur tillaga að verklagsreglum um úthlutun lóða í Bláskógabyggð.

Byggðaráð leggur til að þessar verklagsreglur verði samþykktar.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

7.1.    Umsögn um útskiptingu lands úr landi Fellsenda.

Lagður fram uppdráttur fyrir útskiptingu landspildu, 119,6 ha, úr landi Fellsenda, dags. 27. ágúst 2008.  Byggðaráð gerir ekki athugasemd við útskiptingu umræddrar landspildu úr landi Fellsenda, Þingvallasveit.

7.2.    Bréf Árnesingafélagsins í Reykjavík, dags. 19. september 2007.

Lagt fram bréf frá Árnesingafélaginu í Reykjavík, þar sem óskað er eftir samstarfi við að setja upp merki og upplýsingaspjald við Kóngsveginn.  Byggðaráð tekur vel í erindi félagsins og bendir bréfriturum á að hafa samband við ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu, sem unnið hefur að verkefnum tengdum Kóngsvegi.

7.3.    Bréf foreldra barna í leikskólum Bláskógabyggðar, dags. 8. október 2007.

Í bréfinu koma fram mótmæli vegna hækkunar á leikskólagjöldum í Bláskógabyggð.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um gjaldskrár annarra sambærilegra sveitarfélaga og vinna greinargerð þar að lútandi fyrir næsta fund byggðaráðs.

7.4.    Bréf kórs FSu, dags. 17. október 2007; styrkbeiðni.

Byggðaráð leggur til að hver þátttakandi úr Bláskógabyggð verði styrktur um kr. 10.000.  Um er að ræða tvo einstaklinga úr sveitarfélaginu og nemur því heildarfjárhæð styrks kr. 20.000.

7.5.    Bréf Markaðsstofu Suðurlands ehf. mótt. 24. október 2007.

Í bréfinu kemur fram hugmynd um þjónustusamning milli sveitarfélaga og Markaðsstofunnar til þriggja ára sem tilraunaverkefni.

Byggðaráð leggur til að óskað verði eftir umsögn ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu varðandi hugmyndir um þjónustusamning, áður en tekin verður afstaða til hugmyndarinnar.

 

 1. Efni til kynningar:

8.1.    Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 21. september 2007.

8.2.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 25. september 2007; Bergstaðir.

8.3.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 27. september 2007; Höfði.

8.4.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 27. september 2007; Austurey og Böðmóðsstaðir.

8.5.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 27. september 2007; Útey II.

8.6.    Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 26. september 2007; Þingvellir, þjóðgarður.

8.7.    Bréf Hrunamannahrepps, dags. 4. október 2007.

8.8.    Bréf Svanheiðar Ingimundardóttur og Magnúsar Guðjónssonar, dags. 10. október 2007; afrit af kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

8.9.    Tölvuskeyti frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 15. október 2007; umsögn sambandsins um drög að reglugerð um lögreglusamþykktir.

8.10.  Bréf Sambands ísl sveitarfélaga, dags. 18. október 2007; fjármálaráðstefna.

8.11.  Bréf Landverndar, mótt. 22. október 2007; Skólar á grænni grein.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

9.1.    42. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 25. október 2007.  Samþykkt samhljóða.

9.2.    12. fundur byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 16. október 2007.  Samþykkt samhljóða.

9.3.    95. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 2. október 2007.  Samþykkt samhljóða.

9.4.    27. fundur stjórnar Bláskógaveitu, dags. 29. október 2007.  Samþykkt samhljóða.

9.5.    Fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 16. október 2007.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

10.1.     406. fundur stjórnar SASS, dags. 3. október 2007.

10.2.     97. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 21. september 2007.

10.3.     98. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 1. október 2007.

10.4.     102. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 2. október 2007.

10.5.     146. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 19. september 2007.

10.6.     147. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 15. október 2007.

10.7.     68. fundur Fulltrúaráðs BÁ, haldinn 8. október 2007.

10.8.     84. fundur stjórnar BÁ, dags. 1. október 2007.

10.9.     85. fundur stjórnar BÁ, dags. 8. október 2007.

10.10.   86. fundur stjórnar BÁ, dags. 8. október 2007.

10.11.   746. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. september 2007.

10.12.   Fundargerð vegna opnunar tilboða í snjómokstur innan þéttbýla í Bláskógabyggð, dags. 15. október 2006.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.