74. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 12. júní 2007, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sölvi Arnarsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Hrafnhildur Magnúsdóttir sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  

 

Drífa Kristjánsdóttir kom fram með tillögu um dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 12. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar.
 2. fundur byggðaráðs, dags. 29. maí 2007.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

 1. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar (síðari umræða).

Lögð fram, til síðari umræðu, tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 1. Kosningar:

3.1.    Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs:

Oddviti:                    Margeir Ingólfsson, Brú.

Varaoddviti: Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.

Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ og SA) 3 sátu hjá (DK, KL og HM).

 

3.2.    Byggðaráð, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:                Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Skólatúni 11.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Kjartan Lárusson, Austurey.

Varamenn:               Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.

Drífa Kristánsdóttir, Torfastöðum.

Samþykkt samhljóða.

 

3.3.    Yfirkjörstjórn, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:                Pétur Skarphéðinsson, formaður, Launrétt 3.

Hilmar Einarsson, Torfholti 12.

Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum.

Varamenn:               Guðrún Sveinsdóttir, Bjarkarbraut 3.

Sigurður Jónsson, Eyvindartungu.

Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ II.

Samþykkt samhljóða.

 

 

3.4.    Undirkjörstjórn Laugardal og Þingvallasveit, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:                Árni Guðmundsson, formaður, Böðmóðsstöðum.

Helga Jónsdóttir, Austurey II.

Elsa Pétursdóttir, Útey I.

Varamenn:               Katrín Erla Kjartansdóttir, Háholti 1a.

Þórdís Pálmadóttir, Hrísholti 8.

Margrét Þórarinsdóttir, Efsta-Dal I.

Samþykkt samhljóða.

 

3.5.    Undirkjörstjórn Biskupstungur, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:                Gústaf Sæland, formaður, Sólveigarstöðum.

Elínborg Sigurðardóttir, Iðu.

Ólafur Einarsson, Torfastöðum.

Varamenn:               Bjarni Kristinsson, Brautarhóli.

Arnheiður Þórðardóttir, Gýgjarhólskoti.

Kristján Kristjánsson, Bjarkarbraut 12, Reykholti.

Samþykkt samhljóða.

 

3.6.    Aðalfundur SASS, þrír aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:                Margeir Ingólfsson, Brú.

Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Kjartan Lárusson, Austurey.

Varamenn:               Sigrún Lilja Einarsdóttir, Skólatúni 11.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I.

Samþykkt samhljóða.

 

3.7.    Aðalfundur HES, þrír aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:                Margeir Ingólfsson, Brú.

Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Kjartan Lárusson, Austurey.

Varamenn:               Sigrún Lilja Einarsdóttir, Skólatúni 11.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I.

Samþykkt samhljóða.

 

3.8.    Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, 1 aðalmaður og 1 til vara til eins árs:

Aðalmaður:              Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamaður:              Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ og SA) 3 sátu hjá (DK, KL og HM).

 

3.9.    Aðalfundur AÞS, 3 aðalmenn og 3 til vara til eins árs:

Aðalmenn:                Margeir Ingólfsson, Brú.

Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Kjartan Lárusson, Austurey.

 

Varamenn:               Sigrún Lilja Einarsdóttir, Skólatúni 11.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal II.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ I.

Samþykkt samhljóða.

 

3.10.  Aðalfundur EFS, 1 aðalmaður og 1 til vara til eins árs:

Aðalmaður:              Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamaður:              Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ og SA) 3 sátu hjá (DK, KL og HM).

 

3.11.  Fræðslunefnd Bláskógabyggðar, 3 aðalmenn og 3 til vara til þriggja ára:

Aðalmenn:                Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Skólatúni 11.

Elsa Fjóla Þráinsdóttir, Miðholti 19, Reykholti.

Pálmi Hilmarsson, Skólatún 6 (Bala).

Varamenn:               Margeir Ingólfsson, Brú.

Camilla Ólafsdóttir, Ásakoti.

Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Samþykkt samhljóða.

 

3.12.  Byggingarnefnd Uppsveita Árnessýslu, 1 aðalmaður og 1 til vara til þriggja ára:

Aðalmaður:              Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Tillagan borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ og SA) 3 sátu hjá (DK, KL og HM).

Tvær tillögur voru bornar upp um varamann í byggingarnefnd:

Þ-listinn leggur til að Tómas Tryggvason verði kjörinn varamaður, en T-listinn leggur til að Böðvar Ingi Ingimundarson verði kjörinn.

Tómas Tryggvason,  Hrísholti 8 hlaut 4 atkvæði en Böðvar Ingi Ingimundarson 3 atkvæði.

Tómas Tryggvason er því kjörinn varamaður í byggingarnefnd Uppsveita Árnessýslu til þriggja ára.

 

 1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2006 (síðari umræða).

Lagður fram, til síðari umræðu, ársreikningur Bláskógabyggðar, fyrir árið 2006, ásamt sundurliðunum.  Helstu niðurstöður úr rekstrar og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins eru:

 

Rekstrarreikningur:

     Rekstrartekjur:                                      620.674.676

     Rekstrargjöld:                                     – 584.443.379

     Fjármagnsgjöld:                                   – 52.058.886

     Tekjuskattur:                                           11.354.858

     Rekstrarniðurstaða:                                 -4.472.731

 

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

     Fastafjármunir:                                     634.614.562

     Veltufjármunir:                                        83.585.715

     Eignir samtals:                                      718.200.277

Skuldir og eigið fé:

     Eiginfjárreikningur:                              142.190.874

     Langtímaskuldir:                                   401.610.754

     Skammtímaskuldir:                               174.398.649

     Eigið fé og skuldir samtals:                   718.200.277

 

Samkvæmt yfirliti yfir sjóðstreymi fyrir árið 2006 nemur veltufé frá rekstri 31,6 milljónum króna, sem er 23,8 milljónum krónum hærra en árið 2005 sem er jákvæður árangur.

Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2006 samþykktur samhljóða og áritaður.

 

 1. Yfirtaka sveitarsjóðs Bláskógabyggðar á hluta lána Hitaveitu Laugarvatns.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarsjóður Bláskógabyggar yfirtaki lán Hitaveitu Laugarvatns sem sameinuð voru við skuldbreytingu og sameiningu lána Bláskógabyggðar við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. samþykkt byggðaráðs dags. 28. nóvember 2006 og staðfestingu sveitarstjórnar sama dag þann 28. nóvember 2006.   Yfirtaka þessara lána miðist við 1. janúar 2007.

 

 1. Umsókn um byggingarlóð.

Umsókn Margrétar Harðardóttur, kt. 140875-6199, þar sem sótt er um lóðina Háholt 5, á Laugarvatni.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Endurskoðun á gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar.

Oddviti leggur til að gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar hækki í samræmi við breytingu neysluverðsvísitölu, eða um 3,7%, og taki breytingin gildi frá og með 1. ágúst 2007.

 

Drífa Kristjánsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Lagt er til að elsti árgangur barna í leikskóla fái 50% gjaldfrjálsan tíma af  vistun þó að hámarki 4 gjaldfrjálsa tíma á dag.”

 

Fulltrúar Þ-lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:

“Þ-listinn telur tillögu T-listans ekki tímabæra en vill heldur auka þjónustu leikskólanna.  Þ-listinn leggur því til að sveitarstjórn samþykki að gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar hækki í samræmi við breytingu neysluverðsvísitölu, eða um 3,7%, og taki breytingin gildi frá og með 1. ágúst 2007.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela oddvita að hefja undirbúning þess að taka inn börn frá eins árs aldri í leikskólann Gullkistuna á Laugarvatni.”

 

Tillaga Þ-listans borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, ÞÞ, SA) en 3 sátu hjá (DK, KL, HM).

 

Fulltrúar T-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Við fulltrúar T-listans getum ekki samþykkt tillögu Þ-listans vegna þess að við erum andvíg hækkun leikskólagjalda.”

 1. Iðnaðarhverfið á Laugarvatni.

Umræða átti sér stað um ástand umhverfismála í iðnaðarhverfinu á Laugarvatni svo og annars staðar í sveitarfélaginu.

Í framhaldi af hreinsunarátaki í sveitarfélaginu nú í vor verður haft samband við landeigendur og umráðamenn lands þar sem sérstaklega þarf að “taka til hendinni”. Þjónustumiðstöð, embætti byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands munu sameiginlega sjá til þess að nauðsynleg hreinsun fari þar fram.

 

 1. Ástand rafmagnsdreifingar í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skorar á RARIK að endurbæta nú þegar dreifikerfi rafmagns í sveitarfélaginu þannig að komið verði í veg fyrir það spennuflökt og útslátt sem gert hefur íbúum og gestum Bláskógabyggðar erfitt fyrir og valdið umtalsverðum skaða.

 

 1. Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.

Oddviti lagði fram tillögu um að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí og ágúst en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir.  Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður því þriðjudaginn 4. september 2007 kl. 15:00.  Samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að á meðan sumarleyfi sveitarstjórnar stendur yfir verði byggðaráði falið fullnaðarafgreiðsla skipulags- og byggingarmála sveitarfélagsins.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

11.1.  Fundargerð 6. fundar byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Barnakórastarf í Biskupstungum.

Lagt fram til kynningar bréf frá foreldrum barna í Barna- og Kammerkór Biskupstungna, dags. 23. maí 2007.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15.