74. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. nóvember 2007 kl. 15:40.

 

Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       3. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 20. nóvember 2007.
Samkvæmt fjórða lið a hluta og þriðja lið b hluta samþykkir byggðarráð að fresta afgreiðslu fram að næsta fundi byggðaráðs. Samþykkt samhljóða.

1.2.       13. fundur Byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 13. nóvember 2007.
Samþykkt samhljóða.

1.3.       43. fundur Skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 22.nóvember 2007.
Samþykkt samhljóða.

1.4.       96. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 6. nóvember 2007.
Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       47. fundur Héraðsnefndar Árnesinga, dags. 19. – 20. október 2007.

2.2.       407. fundur stjórnar SASS, dags. 31. október 2007.

2.3.       38. aðalfundur SASS, dags. 1. – 2. nóvember 2007.

2.4.       270. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, dags. 12. október 2007.

2.5.       99. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 29. október 2007.

2.6.       103. fundur stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 1. nóvember 2007.

2.7.       748. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 16. nóvember 2007.

 

  1. Tillaga Atvinnuþróunarfélags Suðurlands um ráðstöfun alls fjár úr verkefnasjóði félagsins til Háskólafélags Suðurlands, dags. 8. nóvember 2007.

Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur til að tillagan verði samþykkt.

 

  1. Skipulagsmál:

4.1.       Drög að deiliskipulagi í Laugarási, dags. 31. október 2007.

Lögð fram drög Snæbjörns Magnússonar að deiliskipulagi í Laugarási, þar sem gerð er tillaga að skipulagi íbúðabyggðar við Iðufell.  Um er að ræða eignarlóð Snæbjörns, Iðufell, og samliggjandi lóð Laugaráslæknishéraðs.  Uppdráttur er unnin af Guðrúnu Jónsdóttur, dags. 31. október 2007.

Byggðaráð yfirfór umrædd drög að deiliskipulagi og leggur til lítils háttar breytingu á þeim, sem lýtur að legu Holtagötu og tengingu við Skálholtsveg.  Fyrirliggjandi tillaga er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000-2012 og gildandi deiliskipulag svæðisins, dags. 29. júní 1999.  Einnig óskar byggðaráð eftir því að fyrirliggjandi skipulag lóðar Laugaráslæknishéraðs verði breytt m.t.t. lóðastærða, fjölda, vegtengingar og húsagerðar.

4.2.       Bréf skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2007; Fljótsholt/ Fljótshamrar.

Byggðaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og oddvita Bláskógabyggðar að ræða við eigendur Fljótshamra og kanna möguleika á lausn málsins.  Niðurstaða þeirra viðræðna verði lögð fyrir byggðaráð.

4.3.       Bréf frá eigendum lóða í Seljalandi, dags. 14. nóvember 2007; Lækjarhvammur.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Umsóknir um byggingarlóðir.

Lagðar fram umsóknir um lóðir 18 og 20 við Austurbyggð í Laugarási.  Umsækjandi er Þórður St. Guðmundsson, kt. 300645-4109.

Byggðaráð samþykkir, með tilvísun til úthlutunarreglna Bláskógabyggðar, að heimila úthlutun þessara lóða til umsækjanda.

 

  1. Erindi frá Tónlistarskóla Suðurlands, dags. 7. nóvember 2007.

Gögn lögð fram til kynningar og afgreiðslu frestað.

 

  1. Dagvistargjöld leikskóla.

         Lögð fram gögn um leikskólagjald Bláskógabyggðar í samanburði við önnur sveitarfélög á Suðurlandi, skv. samþykkt á 73. fundi byggðaráðs.

Byggðaráð samþykkir að endurskoða núgildandi gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar, sveitarstjóra ásamt formanni byggðaráðs falið að koma fram með tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá ásamt gögnum um áhrif gjaldskrárbreytingar sem lögð verði fyrir fund í janúar.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

8.1.       Erindi frá Hestamannafélaginu Loga, dags. 20. nóvember 2007.

Byggðaráð samþykkir að greiddur verði styrkur til hestamannafélaganna Loga og Trausta, kr. 72 þús. til hvors félags, samkvæmt fjárhagsáætlun 2007.  Jafnframt samþykkir byggðaráð að unnið verði að samningi við hestamannafélagið Loga, sem byggt verði á sömu forsendum og við ungmennafélögin.  Sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa Hestamannafélagsins Loga og leggja fram drög að samkomulagi fyrir byggðaráð.

8.2.       Bréf Iðnaðarráðuneytisins, dags. 20. nóvember 2007; þriggja fasa rafmagn.

Byggðaráð leggur til að formanni byggðaráðs ásamt oddvita / sveitarstjóra verði falið að forvinna meðsendan lista og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs.

8.3.       Áskorun frá starfsmönnum á Litla-Hrauni.

Lögð fram áskorun frá starfsmönnum á Litla-Hrauni varðandi uppbyggingu í fangelsismálum á Litla-Hrauni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir yfir stuðningi við áskorun starfsmanna fangelsisins að Litla-Hrauni um að farið verði í enn frekari uppbyggingu fangelsisins á Litla-Hrauni en nú eru uppi áform um og hvetur ríkisvaldið til að skoða þetta mál af fullri alvöru.

8.4.       Bréf frá búfjáreftirlitsmanni í Árnessýslu, dags. 21. nóvember 2007.

Lagt fram til kynningar.

8.5.       Tillaga að skipulagsbreytingum almannavarna í Árnessýslu; frá Sigurði Gunnarssyni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar telur æskilegt að stofnuð verði ein almannavarnarnefnd í Árnessýslu.

8.6.       Bréf Önnu Jóhannesdóttur, dags. 8. nóvember 2007; örmerkjagagnagrunnur.

Byggðaráð hafnar framkominni beiðni um fjárstuðning við verkefnið þar sem ekki er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárhagsáætlun.

8.7.       Bréf Juralis, dags. 18. október 2007; Samhjól-samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni.

Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hlutast til um það að koma á fundi málsaðila.

8.8.       Bréf HSK, dags. 29. október 2007; styrkbeiðni.

Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað.  Jafnframt bendir byggðaráð á að sveitarfélagið styrkir HSK í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga.

8.9.       Tölvuskeyti Neistans, dags. 8. nóvember 2007; styrkbeiðni.

Byggðaráð sér sig ekki fært að verða við beiðninni, þar sem fjárhagsáætlun gerir ekki ráð fyrir þeim útgjöldum.

8.10.     Bréf Körfuknattleiksdeildar Laugdæla, dags. 12. nóvember 2007; styrkbeiðni.

Byggðaráð vísar til samstarfssamnings milli sveitarfélagsins og UMFL, og beinir því til bréfritara að snúa sér til stjórnar UMFL um ráðstöfun þess fjármagns sem sveitarsjóður greiðir til félagsins.  Jafnframt lýsir byggðaráð því yfir að vera reiðubúið til að líta til annarra hugsanlegra verkefna sem hægt væri að gera samninga um, sem er í samræmi við áðurnefndan samning milli sveitarfélagsins og UMFL.

8.11.     Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 12. nóvember 2007; Bændur græða landið.

Bláskógabyggð hefur verið þátttakandi í verkefninu á undanförnum árum.  Byggðaráð leggur til að sveitarfélagið haldi áfram þátttöku sinni í verkefninu.

8.12.     Bréf Snorraverkefnisins, mótt. 15.nóvember 2007; styrkbeiðni.

Byggðaráð sér sig ekki fært að verða við beiðninni, þar sem fjárhagsáætlun gerir ekki ráð fyrir þeim útgjöldum.

8.13.     Bréf Stígamóta, dags. 15. nóvember 2007; styrkbeiðni.

Byggðaráð sér sig ekki fært að verða við beiðninni, þar sem fjárhagsáætlun gerir ekki ráð fyrir þeim útgjöldum.

 

  1. Efni til kynningar:

9.1.       Bréf 8. svæðadeildar Félags leikskólakennara, dags. 19. nóvember 2007.

9.2.       Bréf Unnar Halldórsdóttur, dags. 20. nóvember 2007; Lindarskógur Laugarvatni.

9.3.       Ársskýrsla 2006, UMF Biskupstungna.

9.4.       Bréf SASS, dags. 13. nóvember 2007; ályktanir ársþings SASS, skipulags- og umhverfismál.

9.5.       Bréf SASS, dags. 14. nóvember 2007; ályktanir ársþings SASS, málefni grunnskóla.

9.6.       Bréf SASS, dags. 14. nóvember 2007; ályktanir ársþings SASS, velferðarmál.

9.7.       Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 14. nóvember 2007; ályktun frá 45. sambandsþingi UMFÍ.

9.8.       Minningarsjóður Biskupstungna; ársreikningur 2006.

9.9.       Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 6. nóvember 2007; verkfallslistar.

9.10.     Ályktun frá aðalfundi Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30