75. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 4. september 2007, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Brynjar Sigurðsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  

 

Oddviti lagði til að nýir liðir 4.5. og 4.6. yrðu teknir inn á dagskrá fundarins.  Einnig verði tekinn nýr 7. liður og færast aðrir liðir til sem því nemur.  Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.    69. fundur byggðaráðs, dags. 26. júní 2007.

Staðfest samhljóða.

1.2.    70. fundur byggðaráðs, dags. 31. júlí 2007.

Staðfest samhljóða.

1.3.    71. fundur byggðaráðs, dags. 28. ágúst 2007.

Í tengslum við afgreiðslu fundargerða 70. og 71. fundar byggðaráðs, þá lagði sveitarstjóri fram drög að skipuriti Bláskógabyggðar.  Þar kemur fram hugmynd um sviðsskiptingu, þar sem ný starfssvið sveitarfélagsins, þ.e. stjórnsýslusvið og þjónustu- og framkvæmdasvið eru skilgreind.  Jafnframt greindi sveitarstjóri frá nýjum skilgreiningum á stjórnunarstörfum innan þessara sviða, þ.e. starfslýsing sviðstjóra stjórnsýslusviðs og þjónustu- og framkvæmdasviðs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skipulag þessara starfssviða sveitarfélagsins ásamt starfslýsingum.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að starfssvið Halldórs Karls Hermannssonar, forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar verði endurskoðað og útvíkkað og taki stöðu sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs.  Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs laust til umsóknar í samvinnu við ráðningarskrifstofu.

Áfram verði unnið að því að fullgera skipurit Bláskógabyggðar og leggja það fyrir næsta fund sveitarstjórnar í byrjun október n.k.

 

Vegna liðar 3.3. í fundargerð byggðaráðs, 71. fundar, þá kynnti sveitarstjóri hugmyndir Byggingarfélags Laugarvatns ehf vegna umsóknar um lóðir á Laugarvatni.  Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Byggingarfélag Laugarvatns ehf, þar sem sérstaklega verði tryggt að verktrygging sé fyrir hendi, að framboð lóða verði fyrir hendi á almennan markað á forsendum úthlutunarreglna lóða í Bláskógabyggð og að verðlag lóða grundvallist á sömu gjaldtöku og fyrir hendi er hjá sveitarfélaginu.  Stefnt að því að leggja samning milli aðila fram á næsta fundi byggðaráðs.

 

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    Fundargerð oddvitafundar Uppsveita Árnessýslu, dags. 20. ágúst 2007.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Endurskoðun samstarfssamnings sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á samstarfssamningi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu um sameiginlega félagsþjónustu, sem lögð var einnig fram á fundi oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu, sbr. lið 2.2. fundargerðar.

 

  1. Skipulagsmál:

4.1.    Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012; Höfði.

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Höfða. Í tillögunni felst að um 160 ha svæði sem nú er landbúnaðarsvæði verður að svæði fyrir frístundabyggð, um 60 ha nyrst á jörðinni og um 100 ha syðst. Svæðið er að hluta á náttúruminjaskrá og liggur fyrir umsögn Umhverfisstofnunar dags. 20. júlí 2007 þar sem m.a. kemur fram að stofnunin telji að ekki ætti að gera ráð fyrir frístundabyggð á svæðum sem bæði eru á náttúruminjaskrá og skilgreind sem hverfisverndarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga, með þeirri breytingu að ekki er gert ráð fyrir frístundabyggð á svæðum sem eru bæði á náttúruminjaskrá og skilgreind sem hverfisverndarsvæði.

 

4.2.    Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012; Bergstaðir.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Bergsstaða. Í tillögunni felst að afmörkun svæðis fyrir frístundabyggð breytist í samræmi við breyttar forsendur landnotkunar á jörðinni, án þess að um aukningu sé að ræða. Tillagan var í auglýsingu frá 25. júní til 23. júlí 2007 með athugasemdafresti til 6. ágúst s.l. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Brynjar Sigurðsson vék af fundi og Jens Pétur Jóhannsson mætti á fundinn tók hans sæti.

 

4.3.    Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; Austurey og Böðmóðsstaðir.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar og Böðmóðsstaða.

Breytingin er tvíþætt. Annars vegar er gert ráð fyrir að um 20 ha svæði á Skógarnesi, svæði Rafiðnaðarsambandsins, breytist úr frístundabyggð í opið svæði til sérstakra nota. Er þessi breyting í takt við raunverulega notkun svæðisins þar sem nú er tjaldssvæði, golfvöllur og hús fyrir umsjónarmann svæðisins. Hins vegar er gert ráð fyrir að lítið frístundabyggðarsvæði á bæjartorfu Böðmóðsstaða breytist í landbúnaðarsvæði. Tillagan var í auglýsingu frá 19. júlí til 16. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 30. ágúst. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

4.4.    Breyting deiliskipulags óráðstafaðra garðyrkjulóða í Laugarási.

Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags óráðstafaðra garðyrkjulóða, sbr. uppdrátt sem unnin er af Pétri H. Jónssyni í ágúst 2007.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að gera grenndarkynningu varðandi þessa breytingu á deiliskipulaginu og óska eftir samþykki Skipulagsstofnunar.  Sveitarstjórn lítur á þessa breytingu sem óverulega, sbr. 26. grein skipulagslaga, þar sem breytingin felur ekki í sér neina íþyngjandi ákvörðun af hendi sveitarfélagsins.

 

4.5.    Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; Útey II.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Úteyjar II. Breytingin er tvíþætt. Annars vegar er gert ráð fyrir að um 22 ha svæði í landi Úteyjar II sem kallast Mýrarskógur, milli núverandi og eldri Laugarvatnsvegar, breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Hins vegar er gert ráð fyrir að svæði fyrir frístundabyggð umhverfis bæjartorfu Úteyjar II stækki til samræmis við deiliskipulag svæðisins sem hefur verið í gildi síðan 1992.  Tillagan var í auglýsingu frá 19. júlí til 16. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 30. ágúst. Engar athugasemdir bárust.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

4.6.    Tillaga að breytingu aðalskipulags Þingvallasveitar 2004-2016; Skálabrekka.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Skálabrekku. Í breytingunni felst að um 4-6 ha svæði sem liggur upp að þjóðvegi breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi eru tvær frístundahúsalóðir innan þessa svæðis en gert er ráð fyrir að þær verði að lögbýlum. Gert er ráð fyrir að breyting á deiliskipulagi svæðisins verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Verksamningur vegna umsjónar með hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni.

Sveitarstjóri lagði fram verksamning milli Valdimars Gíslasonar og Bláskógabyggðar vegna umsjónar með hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni.  Samningurinn hefur verið undirritaður með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, sbr. bókun byggðaráðs á 70. fundi þann 31. júlí s.l., dagskrárlið 2.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

 

  1. Mál sem byggðaráð hefur vísað til sveitarstjórnar:

6.1.    Bréf Karls Björnssonar, dags. 16. júlí 2007; liður 4.1. á dagskrá 71. fundar byggðaráðs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu þessa erindis til næsta fundar sveitarstjórnar sem haldinn verður 4. október n.k. en felur jafnframt sveitarstjóra að ræða við bréfritara, byggingarfulltrúa og lögmann sveitarfélagsins.

6.2.    14. liður fundargerðar skipulagsnefndar (40. fundur), dags.  23. ágúst 2007.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bókaði athugasemd, þann 7. nóvember 2006, um fyrstu drög að deiliskipulagi í landi Lækjarhvamms hvað varðar þéttleika byggðar m.m.  Í fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi svæðisins hefur verið komið til móts við hluta þeirra athugasemda sem fram komu á hönnunartíma skipulagsins.

Sveitarstjórn ítrekar efasemdir sínar varðandi þéttleika byggðar á þessu svæði, skv. fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi, og jafnframt röskun á því votlendi sem til staðar er.  Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn afgreiðslu skipulagsnefndar á umræddum 14. lið fundargerðar 40. fundar frá 23. ágúst 2007.

 

  1. Erindi Halldórs H. Halldórssonar, f.h. Ferða- og samgöngunefndar LH, dags. 31.8.2007.

Lagt fram tölvuskeyti frá Halldóri H. Halldórssyni, þar sem bent er á nauðsyn þess að sett verði undirgöng undir væntanlegan nýjan veg um Lyngdalsheiði, við Kringlumýri.  Þetta er mikið öryggismál fyrir ríðandi umferð til og frá Kringlumýri, en mikill þungi er á ríðandi umferð á þessu svæði.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir ábendingu bréfritara og samþykkir samhljóða að beina þeim óskum til Vegagerðarinnar, að gert verði ráð fyrir undirgöngum við Kringlumýri og einnig á móts við fjárréttir Laugdæla vestan Langamels fyrir búfénað og ríðandi umferð.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

8.1.    145. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 22. ágúst 2007.

8.2.    96. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 22. ágúst 2007.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45.