75. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 29. janúar 2008 kl. 15:00.
Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. 97. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 4. desember 2007.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. Fundargerðir stjórnar SASS; fundir nr. 408, 409 og 410.
2.2. 69. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.
2.3. Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga; nr. 141 og 142.
2.4. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands; nr. 148, 149, 150, 151, 152, 153.
2.5. Fundargerðir stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands; nr. 100 og 101.
2.6. 7. fundur Inntökuráðs Gaulverjaskóla.
2.7. 104. fundur stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 18. desember 2007.
2.8. 750. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 18. janúar 2008.
- Tillaga verkefnastjórnar sorpsamlaganna á Suðvesturlandi um framtíðarlausnir í úrgangsmálum.
Ljóst er að hér er um mikla fjárfestingu að ræða vegna vinnu við framtíðarlausnir í úrgangsmálum á Suðurlandi. Byggðaráð leggur til að óskað verði eftir sameiginlegum fundi sveitarstjórna á Suðurlandi sem málið varðar ásamt stjórn Sorpstöðvar Suðurlands, til að fara betur yfir þessi framtíðaráform áður en afstaða verður tekin.
- Skipulagsmál:
4.1. Tillaga að breytingu deiliskipulags við Hakið, Þingvallasveit. Til kynningar.
4.2. Bréf Jóns Æ. Karlssonar, dags. 6. janúar 2008; bátaaðstaða við Þingvallavatn.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til skipulagsnefndar.
4.3. Bréf frá Norðurvegi, móttekið 17. janúar 2008; tillaga um veglínu nýs Kjalvegar.
Samþykkt samhljóða að óska eftir umsögn skipulagsembættis Uppsveita Árnessýslu.
4.4. Bréf Vals Lýðssonar, dags. 15. janúar 2008; umsókn um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða að vísa þessu erindi til skipulagsembættis Uppsveita Árnessýslu til afgreiðslu.
- Umsóknir um byggingarlóðir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að þær umsóknir um byggingarlóðir sem liggja fyrir í dag þann 29. janúar 2008 verði teknar til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 5. febrúar 2008. Þær umsóknir sem berast eftir daginn í dag kl. 15:00 til 19. febrúar kl. 15:00 verða teknar til afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs þann 26. febrúar 2008.
- Bréf frá Samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. janúar 2008; umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun.
Byggðaráð hefur engar athugasemdir við framlagt frumvarp til laga um samgönguáætlun.
- Dagvistargjöld leikskóla.
Samþykkt að vísa til næsta fundar sveitarstjórnar.
- Drög að samþykktum um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð ásamt tillögu að gjaldskrá.
Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð ásamt drögum að gjaldskrá. Byggðaráð leggur til að samþykktin og gjaldskráin verði send Heilbrigðiseftirliti Suðurlands til staðfestingar. Sveitarstjórn taki síðan samþykkt og gjaldskrá til endanlegrar afgreiðslu að fenginni staðfestingu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
- Endurskoðun gjaldskrár um hundahald í Bláskógabyggð.
Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá um hundahald í Bláskógabyggð, þar sem lögð er til breyting á 2. gr þar sem við bætist:
“.. og innifalið í gjaldi þessu er ábyrðartrygging fyrir viðkomandi hund.”
Jafnframt verði bætt inn nýrri grein, 6. gr., og færast aðrar til sem því nemur:
“6. gr.
Ábúendur lögbýla utan þéttbýlismarka sveitarfélagsins eiga rétt á 50% afslætti gjalda samkvæmt 2. gr. gjaldskrárinnar.”
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að þessar breytingar verði gerðar á gjaldskránni.
- Innsend bréf og erindi:
10.1. Erindi Rangárhallarinnar ehf. dags. 22. nóvember 2007.
Byggðaráð sér ekki fært að taka þátt í verkefninu þar sem rými er ekki fyrir hendi á fjárlögum ársins.
10.2. Landsskrifstofa Staðardagskrár 21, dags. 18. janúar 2008.
Byggðaráð leggur til að oddvita sveitarstjórnar verði falið að undirrita Ólafsvíkuryfirlýsinguna, yfirlýsing um framlag íslenskra sveitarfélaga til sjálfbærrar þróunar.
10.3. Bréf frá Rekstrarfélagi Seljalands m.fl. dags 19. desember 2007.
Samþykkt samhljóða að vísa þessu erindi til stjórnar Bláskógaveitu.
10.4 Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 17. jan. 2008 þar sem Bláskógabyggð er boðin áframhaldandi þátttaka í tilraunaverkefni þar sem kerfisbundinn samanburður er gerður á lykiltölum vegna grunnskólahalds.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að Grunnskóli Bláskógabyggðar haldi áfram í þessu verkefni.
- Efni til kynningar:
11.1. Bréf frá landsskrifstofu Staðardagskrár 21 dags. 11. jan. 2008 þar sem kynnt er ráðstefna um Staðardagskrá 21.
11.2 Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 7. des. 2007 varðandi námur, framkvæmdarleyfi og mat á umhverfisáhrifum.
11.3 Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 5. des. 2007 varðandi barnaverndaráætlanir.
11.4 Bréf frá Ástu Kristínu Þorsteinsdóttur verkefnastjóra Farfugla dags. 3. des. 2007.
11.5 Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 18. des. 2007 varðandi deiliskipulag í landi Helludals.
11.6 Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 18. des. 2007 varðandi deiliskipulag í landi Bergstaða.
11.7 Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 18. des. 2007 varðandi deiliskipulag í landi Iðu II.
11.8 Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 20. des. 2007 varðandi deiliskipulag í landi Efra-Apavatns.
11.9 Bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 28. des. 2007 varðandi breytingar á Stjórnarráðinu.
11.10 Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 4. jan. 2008.
Samþykkt samhljóða að vísa þessu bréfi til félagsmálafulltrúa.
11.11 Bréf frá Árna Jónssyni dags. 10. jan. 2008 varðandi ráðstefnu um snjóflóðavarnir, skipulagsmál og samfélagsmál.
11.12 Bréf frá Ungmennafélagi Íslands dags. 15. jan. 2008 varðandi Unglingalandsmót UMFÍ 2010.
11.13 Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 10. jan. 2008 varðandi úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla á vormisseri 2008.
Samþykkt samhljóða að vísa þessu bréfi til skólastjóra grunnskólans.
11.14 Bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 15. des. 2007 varðandi deiliskipulag í landi Heiðarbæjar.
11.15 Bréf frá Fræðsluneti Suðurlands dags. 18. jan. 2008 þar sem boðið er til hátíðarfundar.
11.16 Drög að endurskoðaðri gjaldskrá vegna útleigu á Aratungu og Bergholti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20