76. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 2. október 2007, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.    Fundargerð 72. fundar byggðaráðs, dags. 25. september 2007.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    Fundargerð menningarmálanefndar, dags. 25. september 2007.

Með fundargerðinni var lögð fram tillaga að úthlutunarreglum vegna styrkveitinga til listnáms og listtengdra viðburða.

Fundargerð og tillaga að úthlutunarreglum samþykkt samhljóða.

2.2.    Fundargerð oddvitafundar Uppsveita Árnessýslu, dags. 25. september 2007.

Samþykkt samhljóða.

2.3.    Fundargerð 11. fundar byggingarnefndar, dags. 25. september 2007.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Starfsmannamál.

Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi ráðningu í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samvinnu við Hagvang og ganga frá ráðningu í starfið.

 

  1. Samkomulag vegna gatnagerðar á nýju byggingarsvæði á Laugarvatni.

Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Lögð fram drög að samkomulagi við Byggingarfélag Laugarvatns ehf. vegna gatnagerðar á nýju byggingarsvæði neðan Skólatúns á Laugarvatni.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samkomulag og felur oddvita að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Snæbjörn tók aftur sæti á fundinum.

 

  1. Skipulagsmál:

5.1.    Tillaga að skipulagi íbúðarlóða í landi Eyvindartungu.

Vísað er til áður útsendra gagna, þ.e. lið 5.12. í fundargerð 72. fundar byggðaráðs.

Umræða varð um fyrirliggjandi hugmynd að skipulagi.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

5.2.    Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Lækjarhvamms.

Vísað er til áður útsendra gagna, þ.e. lið 6.2. í fundargerð 75. fundar sveitarstjórnar.

Kjartan Lárusson lagði til að deiliskipulagstillögunni verði vísað aftur til skipulagsnefndar með ósk um það að þéttleiki byggðar verði minnkaður og helstu votlendissvæði skipulagssvæðisins verði ekki nýtt sem byggingarsvæði.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum á móti (MI, SLE, ÞÞ, SS) en þrjú atkvæði með (DK, JS, KL).

Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykki afgreiðslu skipulagsnefndar á 14. lið fundargerðar 40. fundar skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 23. ágúst 2007.  Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum (MI, SLE, ÞÞ, SS), eitt atkvæði á móti (KL) og tveir sátu hjá (DK, JS).

 

  1. Erindi Karls Björnssonar, dags. 16. júlí 2007.

Sjá áður útsend gögn, lið 6.1. í fundargerð 75. fundar sveitarstjórnar og  lið 4.1. í fundargerð 71. fundar byggðaráðs.  Um er að ræða kröfu um ógildingu byggingarleyfis vegna mannvirkis á lóð 10 í landi Iðu II.

Á 64. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, dags. 3. október 2006, var staðfest fundargerð 11. fundar byggingarnefndar, dags. 26. september 2006.  Dagskrárliður 1479 í fundargerð var afgreiðsla á umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu á lóð 10 í landi Iðu II.  Þar kom fram að byggingarnefnd hafði samþykkt umrædda byggingu með fyrirvara um að umrætt hús yrði inni á byggingarreit.

Á 69. fundi sveitarstjórnar var gerð bókun þess efnis að húsbyggjandi var hvattur til að flýta sem mest frágangi og staðsetningu geymsluhúsnæðisins, með tilvísun í fyrirvara byggingarnefndar.

Í ljósi þess að ekki hefur verið komið til móts við fyrirvara byggingarnefndar um staðsetningu hússins, engar úttektir átt sér stað af hendi byggingarfulltrúa og liðið er eitt ár frá veitingu byggingarleyfis þá fellir sveitarstjórn úr gildi umrætt byggingarleyfi skv. 14. grein byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.    Bréf frá Auðuni Árnasyni, dags. 29. ágúst 2007.

Sjá áður útsend gögn, lið 5.5. í fundargerð 72. fundar byggðaráðs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja söngnám Daníels Njáls Wang Auðunssonar hjá Söngskólanum í Reykjavík, með tilvísun til samþykktra úthlutunarreglna vegna styrkveitinga til listnáms.  Styrkurinn greiðir að hámarki helming námskostnaðar vegna söngnáms Daníels skólaárið 2007 – 2008

7.2.    Tölvuskeyti frá Svani G. Bjarnasyni, dags. 25. september 2007; Lyngdalsheiðarvegur.

Sveitarstjórn er sammála því að girt verði beggja vegna vegarins.  Girðing öðru megin við veginn mun auka hættu á því að búfénaður verði á veginum og skapar aukna hættu fyrir þá sem um veginn fara.

7.3.    Bréf frá Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins, dags. 24. september 2007; Skálpanes.

Lagt fram til kynningar.

7.4.    Bréf frá SASS, dags. 24. september 2007; ársþing SASS 1. og 2. nóvember 2007.

Lagt fram til kynningar og staðfestingar kjörinna fulltrúa um þátttöku.

 

  1. Fyrirspurnir frá Kjartani Lárussyni.

Lagðar fram fyrirspurnir Kjartans Lárussonar.  Sveitarstjóri lagði fram svör við fyrirspurnunum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.