76. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. febrúar 2008 kl. 14:30.

 

Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður byggðaráðs lagði fram tillögu að breytingu dagskrár, að inn komi nýir liðir 1.3, 1.4 og 2.7.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    Fundargerð oddvitafundar, dags. 13. febrúar 2008.  Samþykkt samhljóða.

1.2.    88. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, dags. 5. febrúar 2008.

Byggðaráð Bláskógabyggðar staðfestir 88. fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 5. febrúar 2008,  ásamt fylgiskjölum. Þar koma fram fjármögnunarleiðir vegna kaupa á slökkvibílum fyrir brunavarnirnar.

Jafnframt samþykkir Byggðaráð Bláskógabyggðar hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánsveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, og er hún óskipt gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti/greiðsluskyldu.

Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sömu laga.

Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.

Er lánið tekið til kaupa á slökkvibifreiðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Kristjáni Einarssyni, slökkviliðsstjóra (kt. 150749-4849) f.h. Brunavarna Árnessýslu veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Bláskógabyggðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

1.3.    99. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 12. febrúar 2008.  Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.4.    46. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa, dags. 26. febrúar 2008.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    411. fundur stjórnar SASS, dags. 15. febrúar 2008.

2.2.    Aukaaðalfundur SASS, dags. 15. febrúar 2008.

2.3.    Aukaaðalfundur AÞS, dags. 15. febrúar 2008.

2.4.    154. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, dags 5. febrúar 2008.

2.5.    271. fundur stjórnar AÞS, dags. 17. janúar 2008.

2.6.    225. fundur Launanefndar sveitarfélaga, dags. 19. febrúar 2008.

2.7.    106. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 19. febrúar 2008.

 

  1. Tillaga verkefnastjórnar sorpsamlaganna á Suðvesturlandi um framtíðarlausnir í úrgangsmálum.

Lögð fram gögn varðandi kostnað aðildarsveitarfélaga Sorpstöðvar Suðurlands, vegna sorpmeðhöndlunar eftir lokun Kirkjuferjuhjáleigu og við framtíðarlausnir.

Byggðaráð þakkar allar frekari upplýsingar varðandi þetta mál og ítrekar ósk um sameiginlegan fund aðildarsveitarfélaga til að marka feril þessa máls.  Mikilvægt er að brugðist verði sem fyrst við þeirri ósk þar sem nauðsynlegt er að sveitarfélögin geti tekið sem fyrst afstöðu til málsins.

 

  1. Skipulagsmál:

4.1.    Athugasemdir við deiliskipulagstillögu í landi Austureyjar 2, dags. 18. febrúar 2008.

Byggðaráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna þessara athugasemda og jafnframt að fá send öll þau gögn sem lögð voru fram á fundi skipulagsnefndar er varðar meðferð deiliskipulagsins í landi Austureyjar, Krossholtsmýri.  Afgreiðslu erindisins frestað þar til gögn frá skipulagsfulltrúa liggja fyrir.

 

  1. Dagvistargjöld leikskóla.

Byggðaráð leggur til að viðbót verði gerð við nýsamþykkta gjaldskrá leikskólanna.  Bætt verði við einum afsláttarhópi, þ.e. einstæðir foreldrar í námi.  Þessi afsláttarhópur fái 75% afslátt af dagvistargjöldum leikskólanna.

        

  1. Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.    Bréf frá Lionsklúbbnum Geysi, dags. 8. febrúar 2008.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita Lionsklúbbnum Geysi styrk á móti húsaleigu vegna afnota af fundarsal í Bergholti, að upphæð kr. 117.000.

7.2.    Tölvuskeyti frá Einari Sigurðssyni, dags. 1. febrúar 2008.

Byggðaráð leggur til að hlutabréf Bláskógabyggðar í Jarðefnaiðnaði verði seld Einari Sigurðssyni á genginu 15.  Sveitarstjóra falið að ganga frá umræddum viðskiptum fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.3.    Umsókn Ásvéla ehf. um starfsleyfi, dags. 6. febrúar 2008.

Byggðaráð sér ekki ástæðu til þess að gefa út starfsleyfi til handa Ásvélum ehf vegna malartöku úr námum í landi jarðarinnar Laugarvatns.  Sveitarfélagið sjálft mun hafa starfsleyfi og umsjón með umræddum námum skv. samkomulagi við ríkið.  Ásvélar ehf munu hafa sama aðgengi og aðrir að möl úr þessum námum að fengnu leyfi sveitarfélagsins á hverjum tíma.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.    Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi, dags. 5. febrúar 2008.

8.2.    Samtök iðnaðarins, dags. 7. febrúar 2008; opinber innkaup.

8.3.    Samband ísl. sveitarfélaga, dags. 6. febrúar 2008; XXII. Landsþing.

8.4.    Gjaldskrá útleigu Aratungu.

8.5.    Landgræðsla ríkisins, dags. 4. febrúar 2008; héraðsáætlanir Landgræðslunnar.

8.6.    Samband ísl. sveitarfélaga, dags. 29. janúar 2008; sveitarstjórnarlög með skýringum.

8.7.    Varasjóður húsnæðismála, dags. 30. janúar 2008; rekstrarframlög.

8.8.    Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, mál 145/2007.

8.9.    “Lifandi ráðgjöf “og “Eitt skref”, dags. 1. febrúar 2008; námskeið.

8.10.  ÍSÍ – lífshlaupið, dags. 13. febrúar 2008.

8.11.  Samgönguráðuneytið, dags. 12. febrúar 2008; erindi Sigurðar Sigurðssonar.

8.12.  Fornleifavernd ríkisins, dags. 14. febrúar 2008; deiliskipulag í landi Helludals.

8.13.  Fornleifavernd ríkisins, dags. 18. febrúar 2008; Hakið á Þingvöllum.

8.14.  Ársskýrslur 2007 frá embættum skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30