77. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

miðvikudaginn 14. nóvember 2007, kl 15:30

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.  

 

  1. Fundargerð byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.    Fundargerð 73. fundar byggðaráðs, dags. 30. október 2007.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007 (fyrri umræða).

Sveitarstjóri lagði fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2007 og skýrði þá liði sem tillaga er um breytingu á.  Einnig svaraði sveitarstjóri framkomnum fyrirspurnum.  Tillögunni vísað til seinni umræðu sveitarstjórnar.

 

  1. Skipulagsmál:

3.1.    Breyting á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012; Lyngdalsheiðarvegur.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 vegna Lyngdalsheiðarvegar (Gjábakkavegar). Fyrir liggur niðurstaða mats á umhverfisáhrifum framkvæmda fyrir lagningu um 16 km langs vegar milli Laugarvatns og Þingvalla þar sem fallist er á lagningu vegarins miðað við þá kosti sem lagðir voru fram, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Í matinu voru lagðir fram til athugunar fimm kostir austan Eldborgarhrauns, þ.e. leiðir 1, 2, 3, 12a og samsett leið 2+1 og þrír kostir vestur yfir hraunið, þ.e. leiðir 1, 7 og samsett leið 3+1. Leið 2+7 eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Laugardalshrepps og Þingvallasveitar en í framlagðri breytingartillögu er gert ráð fyrir að vegurinn verði lagður í samræmi við leið 3+7 eins og henni er lýst í matsgögnum. Þá er gert ráð fyrir tengibraut frá nýjum vegi vestan Blöndumýrar og norður að núverandi Gjábakkavegi, afmörkun hverfisverndarsvæðis umhverfis Blöndumýri  og Kringlumýri er endurskoðuð og aukin, gert er ráð fyrir nýjum efnistökusvæðum auk þess sem staðsetning eldri náma er endurskoðuð, lega göngustíga og reiðleiða er endurskoðuð auk þess sem afmörkun svæðis fyrir frístundabyggð í landi Eyvindartungu breytist. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana og er í umhverfisskýrslu farið yfir umhverfisáhrif breytingarinnar miðað við þá kosti sem til greina koma að mati sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn telur að ofangreind breyting á aðalskipulagi sé óveruleg, enda hefur málið hlotið ítarlega kynningu í tengslum við málsmeðferð mats á umhverfisáhrifum framkvæmda. Einnig vísar sveitarstjórn til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 6. nóvember 2003.  Tillagan er því samþykkt til auglýsingar skv. 2. mgr. 21. gr. skipulagslaga.

3.2.    Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012; Skálholt – athugsemdir.

Lagðar fram athugasemdir sem bárust á athugasemdarfresti vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012.  Alls bárust sjö (7) athugasemdir.  Afgreiðslu frestað.

 

3.3.        Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Skálabrekku, Þingvallasveit.

Jóhannes Sveinbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu þessar liðar.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skálabrekku í Þingvallasveit, Bláskógabyggð. Breytingin nær til lóða 1a og 3 við Skálabrekkugötu og er gert ráð fyrir að þær verði skilgreindar sem landbúnaðarlóðir (lögbýli) í stað frístundahúsalóða. Þegar hafa verið byggð hús á lóðunum og verða þau nú skilgreind sem íbúðarhús í stað frístundahúsa. Á hvorri lóð er heimilt að reisa allt að 200 fm íbúðarhús og 200 fm skemmu. Að auki er gert ráð fyrir að aðkoma að lóð 1a muni breytast frá því sem nú er.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Leita þarf umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillöguna auk þess sem leitað verður undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar til Umhverfisráðherra vegna fjarlægðar skemmu á lóð 1a frá þjóðvegi.

 

Jóhannes Sveinbjörnsson kom aftur inná fundinn eftir afgreiðslu liðar 3.3.

 

3.4.    Tillaga að skipulagi íbúðalóða í landi Eyvindartungu, sbr. lið 5.1. á 76. fundi sveitarstjórnar, en þá voru gögn málsins lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa þessu erindi til vinnu við endurskoðun á aðalskipulögum innan stjórnsýslumarka Bláskógabyggðar sem hafin verður í byrjun árs 2008.

 

  1. Drög að yfirlýsingu um samstarf vegna endurheimtar vatnshæðar Hagavatns og orkuvinnslu.

Lögð fram drög að yfirlýsingu um samstarf vegna endurheimtar vatnshæðar Hagavatns og orkuvinnslu. Aðilar að samkomulaginu eru Orkuveita Reykjavíkur, Bláskógabyggð, Landgræðsla ríkisins, landeigendur og hugsanlega aðrir hagsmunaaðilar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti umrædda yfirlýsingu og felur oddvita að undirrita hana fyrir hönd sveitarstjórnar.

 

  1. Fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Brúará.

Lögð fram til kynningar gögn fyrir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um mat á umhverfisáhrifum vegna vatnsaflsvirkjunar í Brúará.  Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Bjarna Sigurðssyni styrk á móti húsaleigu í Aratungu í tilefni útgáfu geisladisks “ Horft til baka” og tíu ára afmælis Bjarnaballs.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.    Dagur íslenskrar tungu, þann 16. nóvember 2007.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.