77. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 1. apríl 2008 kl. 14:45.

 

Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson  og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

         1.1.   47. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 18. mars

  1.   Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.2.  100. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 10. mars

  1. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.3.   29. fundur veitustjórnar, dags. 13. mars 2008.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

         2.1.          412. fundur stjórnar SASS, dags. 5. mars 2008.

2.2.          103. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 10. mars 2008.

2.3.          272. fundur stjórnar AÞS, dags. 15. febrúar 2008.

2.4.          273. fundur stjórnar AÞS, dags. 18. febrúar 2008.

 

  1. Lóðaúthlutun: Byggðaráð samþykkir samhljóða eftirfarandi úthlutanir:

            3.1.          Kistuholt 19, Reykholti er úthlutað til Guðna Karlssonar kt. 021033-3329

3.2.          Herutún 4, Laugarvatni er úthlutað til Gísla Jóns Höskuldssonar kt. 130155-4139

3.3.          Guststún 8-10-12 og Guststún 14-16-18, Laugarvatni er úthlutað til Silfursteins ehf. kt. 580893-2369

 

  1. Skipulagsmál:

4.1.      Athugasemdir við tillögu að deiliskipulagsbreytingu í landi Iðu II; dags. 17. mars

2008 Karl Björnsson. Í bréfi sínu óskar bréfritari m.a. eftir fundi með fulltrúum Bláskógabyggðar og er oddvita, sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að funda með bréfritara.

 

  1. Drög að samningum og reglum:

5.1.          Lagt fram bréf frá Vask á bakka ehf þar sem óskað er eftir samningi vegna minkaveiða félagsins í Bláskógabyggð. Byggðaráð hafnar

framkomnu erindi en samþykkir að Vaskur á bakka ehf fái greidd verðlaun fyrir veidd dýr samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma.

5.2.          Drög að reglum um umhirðu lóða hjá eldri borgurum í Bláskógabyggð lögð fram og leggur byggðaráð til að þau verði samþykkt.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.            Bréf frá Ásvélum ehf. dags. 6. mars 2008 varðandi útboð á snjómokstri í Bláskógabyggð í október 2007. Byggðaráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.2.            Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands, dags. 27. febrúar 2008 þar sem óskað er eftir aðkomu Bláskógabyggðar að Markaðsstofunni og að greitt verði til Markaðsstofunnar kr. 500 pr. íbúa næstu þrjú árin. Byggðaráð fagnar framkominni hugmynd um Markaðsstofu Suðurlands, en tekur jafnframt undir bókun stjórnar SASS frá 412. fundi stjórnar, 5. lið. en þar segir: “Stjórn SASS beinir þeim tilmælum til stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands að hún, í ljósi góðrar peningalegrar stöðu félagsins, kanni möguleika á sameiginlegu framlagi sveitarfélaganna úr sjóðum félagsins til allt að þriggja ára tilraunaverkefnis”.

6.3.            Bréf frá Íslenska Gámafélaginu, dags. 20. febrúar 2008 þar sem fram kemur að félagið er að veita ráðgjöf og kemur að heildarlausnum í sorpurðunarmálum. Byggðaráð vísar erindinu á Halldór Karl Hermannsson sviðstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs.

6.4.            Bréf frá UNICEF Ísland, dags. 13. mars 2008. Byggðaráð samþykkir að vísa erindinu til leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.

6.5.            Bréf Sambands ísl. Sveitarfélaga, dags. 4. mars 2008; skólamálastefna sambandsins. Byggðaráð fagnar framkominni skólamálastefnu sambandsins og vísar bréfinu áfram til fræðslunefndar til kynningar.

6.6.            Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 18. mars 2008; hérðasáætlanir. Í bréfinu er m.a. óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni tengilið við Landgræðsluna. Byggðaráð óskar eftir að frumdrög héraðsáætlana verði kynnt sem fyrst og leggur til að Margeir Ingólfsson oddviti verði tengiliður Bláskógabyggðar við Landgræðsluna.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.           Tölvuskeyti frá Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 14. mars 2008; þar sem fram kemur að 8. bekk í Grímsnes- og Grafningshreppi verður kennt í Ljósuborg en ekki í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti eins og samstarfssamningur sveitarfélaganna í skólamálum gerir ráð fyrir. Byggðaráði þykir miður að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafi tekið þá ákvörðun að draga enn frekar úr því góða samstarfi sem sveitarfélögin hafa átt með sér í skólamálum. Byggðaráð leggur áherslu á að fulltrúaráð, sbr. 4. gr. samstarfssamnings um skólamál frá 17. maí 2005, komi saman sem fyrst.

7.2.             Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 7. mars 2008; Aðalskipulagsbreyting í landi Iðu.

7.3.             Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 5. mars 2008; viðbygging við Skálholtsskóla.

7.4.             Bréf Kennarafélags Suðurlands, dags. 10. mars 2008.

7.5.             Bréf HSK, dags. 12. mars 2008.

7.6.             Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.10