78. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 27. nóvember 2007, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007 (síðari umræða).

Tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2007 tekin til síðari umræðu.  Áætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verið kr. 636.047.000.  Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 606.645.000. Fjármagnsgjöld áætluð kr. 28.602.000.  Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 800.000.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2007.

 

  1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2008 (fyrsta umræða).

Sveitarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2008.  Töluverðar umræður urðu um fjárhagsáætlunina. Einnig svaraði sveitarstjóri framkomnum fyrirspurnum.  Tillögunni vísað til annarrar umræðu sveitarstjórnar.

 

  1. 6MW virkjun í Brúará.

Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessar liðar.

Vísað er til áður dreifðra gagna vegna fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar í Brúará, þ.e. tilkynning Eyvindartungu ehf. til Skipulagsstofnunar með vísan til laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Jafnframt óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.  Um er að ræða virkjun með 6MW uppsett afl.

Umræðu og afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Snæbjörn Sigurðsson kom aftur inná fundinn eftir afgreiðslu liðar 3.

 

  1. Umræða um framlagningu gagna fyrir sveitarstjórnarfundi.

Drífa leggur áherslu á að þeirri reglu sé fylgt að gögn berist

með fundarboði en séu ekki lögð fram á fundinum.

 

  1. Tillaga um breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn samþykkir að hundareglugerð og gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð

verði tekin til endurskoðunar á janúarfundi byggðaráðs.

 

 

  1. Umferðaröryggi í þéttbýlum Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir að almennur hámarkshraði í þéttbýli sé 50 km/klst. Halda skal þeirri

grunnreglu en draga niður umferðarhraða enn frekar á einstökum stöðum s.s. við skóla,

íþróttamannvirki og á lokuðum íbúðargötum.

 

  1. Beiðni um upplýsingar um bréf sem send hafa verið til sveitarstjórnar.

       Drífa, Kjartan og Jóhannes óska framvegis eftir upplýsingum um öll bréf sem eru stíluð til sveitastjórnar og eru send til afgreiðslu annað.

 

  1. Tillaga um íbúafund.

       T-listi leggur fram eftirfararndi tillögu:

Sveitarstjórn samþykkir að haldinn verði íbúafundur í janúar 2008 í Bláskógabyggð.

Greidd voru atkvæði um tillöguna og tillagan var felld með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE,SS) og þrír greiddu með (JS, DK og KL).

Þ-listinn leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:

Sveitarstjórn samþykkir að ákvörðun um íbúafund verði frestað fram í febrúar en þá munu liggja fyrir fjárhags- og framkvæmdaáætlanir ársins 2008.

Breytingatillaga Þ-lista samþykkt með fjórum atkvæðum (MI, ÞÞ, SLE, SS) þrír sátu hjá (JS, DK og KL).

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15