78. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 29. apríl 2008 kl. 14:10.

 

Mætt: Sigrún Lilja Einarsdóttir, formaður, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður lagði fram tillögu að breytingu á dagskrá, að inn komi nýir liðir 1.3. og 7.5.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.    101. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Samþykkt samhljóða.

1.2.    49. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Samþykkt samhljóða.  Hvað varðar 1. lið fundargerðarinnar, samþykkt um afgreiðslu byggingafulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, þá leggur byggðaráð til að samþykktin verði staðfest.  Hvað varðar 10. lið fundargerðarinnar bendir byggðaráð á ósamræmi í texta á deiliskipulagsuppdrætti sem þarf að lagfæra áður en tillagan er auglýst.

1.3.    69. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu ásamt leigusamningi Björgunarmiðstöðvar Árborgar ehf og Brunavarna Árnessýslu vegna húsnæðis við Árveg 1.

Byggðaráð leggur til að fundargerðin verði samþykkt ásamt fyrirliggjandi leigusamningi.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    413. fundur stjórnar SASS.

2.2.    107. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.    143. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

2.4.    22. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.

2.5.    Samráðsfundur fámennra sveitarfélaga, dags. 3. apríl 2008.

 

  1. Skipulagsmál:

3.1.    Athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi í landi Höfða II, dags. 31. mars 2008.

Kynntar athugasemdir frá þremur aðilum sem bárust á auglýsingartíma deiliskipulagsins.

3.2.    Tillaga að skipulagi skólalóðar Grunnskóla Bláskólabyggðar á Laugarvatni.

Lögð fram tillaga að skipulagi aðkomu að grunnskóla og leikskóla á Laugarvatni.  Byggðaráð leggur til að fyrirliggjandi tillaga, sem unnin er af Landformi, verði samþykkt.

3.3.    Athugasemdir við deiliskipulagstillögu í landi Austureyjar 2, sbr. lið 4.1. í fundargerð 76. fundar byggðaráðs;  gögn frá skipulagsfulltrúa.

Byggðaráð leggur til að leitað verði eftir umsögn lögmanns áður en málið verði afgreitt.

3.4.    Beiðni RARIK um skiptingu lóðarinnar Vegholt 1, Reykholti.

Lögð fram grunnteikning af spennustöð sem RARIK hyggst reisa í Reykholti.  RARIK hefur óskað eftir því að fá að reisa stöðina á lóðinni Vegholt 1.  Með tilliti til stærðar mannvirkisins þá leggur byggðaráð til að lóðinni verði skipt og felur skipulagsfræðingi og skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að útfærslu.

 

  1. Ljósmyndir af þéttbýlisstöðum í Bláskógabyggð.

Lagðar fram myndir af þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins, en sveitarfélaginu býðst þessar myndir til kaups.  Byggðaráð leggur til að tilboðinu verði hafnað.

 

  1. Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.    Bréf Efnahags- og skattanefndar Alþingis, dags. 10. apríl 2008; umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna.

Byggðaráð gerir ekki athugsemdir við framlagt frumvarp.

6.2.    Tölvuskeyti Suðurlands í sókn, dags. 17. apríl 2008.

Í tölvuskeytinu kemur fram tilboð um kynningu sveitarfélagsins og auk þess tilboð um kaup á auglýsingu í ”Suðurland í sókn”  sem er kynningarblað fyrir Suðurland.

Byggðaráð leggur til að samþykkt verði að taka þátt í þessu verkefni svo framarlega að sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu taki sig saman með sameiginlega kynningu, og ferðamálafulltrúi sjái um verkefnið fyrir hönd sveitarfélaganna.

6.3.    Tölvuskeyti Lands og Sögu ehf. dags. 25. mars 2008; kynningarblað um Suðurland.

Byggðaráð sér sig ekki fært að vera með í þessu verkefni og leggur til að tilboðinu verði hafnað.

6.4.    Aðalfundarboð Vottunarstofunnar Túns ehf.; 30. apríl 2008.

Byggðaráð samþykkir að gefa Margeir Ingólfssyni umboð sveitarfélagsins til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

6.5.    Bréf frá IPA, dags. 11. apríl 2008; tilboð í ljósmyndun.

Byggðaráð sér sig ekki fært að taka framlögðu tilboði.

6.6.    Bréf Icefitness ehf., móttekið 15. apríl 2008; umsókn um styrk.

Byggðaráð sér sig ekki fært að veita umbeðinn styrk.

6.7.    Bréf Foreldrafélags Álfaborgar, dags. 20. apríl 2008.

Byggðaráð tekur undir áhyggjur foreldrafélagsins, en búið er að auglýsa lausar stöður í leikskólanum Álfaborg í Skólavörðunni, héraðsfréttablöðum og Morgunblaðinu.

6.8.    Bréf frá Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 10. apríl 2008; aðgangur að íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins.

Byggðaráð leggur til að starfsmönnum sveitarfélagsins verði gefinn kostur á að fá fríkort til aðgangs að íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins, en hver stofnun sveitarfélagsins taki á sig kostnað vegna nýtingar þessarar þjónustu af sínum starfsmönnum.  Sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar verði falið að útfæra framkvæmd þessa í samráði við stjórnendur stofnana sveitarfélagsins.  Jafnframt er sviðstjóra falið að kanna möguleika á samningi við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni vegna samsvarandi þjónustu.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.    Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 31. mars 2008; ársfundur Umhverfisstofnunar.

7.2.    Bréf Menntamálaráðuneytisins, dags. 27. mars 2008.

7.3.    Bréf Lýðheilsustöðvar, dags. 1. apríl 2008.

7.4.    Ársreikningur 2007 fyrir Eignarhaldsfélag Suðurlands hf.

7.5.    Aðgerðaráætlun fyrir verndun vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns, sbr. 20. gr. reglugerðar nr. 650/2006.  Aðgerðaráætlunin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50