79. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 4. desember 2007, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Einarsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.                   Fundargerð 74. fundar byggðaráðs, dags. 28. nóvember 2007.

Kjartan Lárusson gerir athugasemd við lið 4.3. í fundargerð byggðaráðs og tekur undir með eigendum lóða í Seljalandi þar sem þeir segja í þriðja lið í bréfi sínu. “Sveitarstjórn gerir ekki ráð fyrir framræðsluskurðum meðfram vegum. Fullyrða má að þetta stenst ekki því engin leið verður að reisa orlofshús á umræddu svæði án þess að ræsa fram það mýrlendi sem þar er”.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2008 (önnur umræða).

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2008 með efnahagsreikningi og sjóðsstreymisyfirliti. Ekki liggja enn fyrir öruggar heimildir um hækkun fasteignamats um áramót, sem mun hafa verulega þýðingu um fjárfestinga- og framkvæmdagetu sveitarfélagsins.  Stefnt er að því að allar forsendur liggi fyrir þegar næsta umræða á sér stað ásamt framkvæmda- og viðhaldsáætlun ársins 2008.  Fjárhagsáætlun vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

     

 1. Ákvörðun um álagningu gjalda fyrir árið 2008.

Lögð fram eftirfarandi tillaga að álagningaprósentum, afsláttum og gjaldskrám fyrir árið 2007:

 1. Álagningarprósenta útsvars verði 13,03% af útsvarsstofni.

 2. Álagningarprósenta fasteignagjalda verði;

A   –  0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B   – 1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.

– 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um afslátt af fasteignaskatti sem samþykkt var af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 4. desember 2007.

 1. Vatnsgjald verði 0,3% af fasteignamati eigna sem tengdar eru vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m.br.skv ákv. 3. gr. laga nr. 149/1995.
  Hámarksálagning verði kr. 19.100.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.

 2. Álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing verði kr. 9.900,- á íbúðarhús, kr. 7.300,- á sumarhús og   kr. 21.900,- á lögbýli og smárekstur. Með þessu gjaldi á lögbýli og smárekstur er innifalinn einn gámur á ári að lögbýli eða starfsstöð smáreksturs (hámark stöðutíma gáms er 3 dagar). Aukagjald fyrir að sækja rusl heim að húsum á Laugarvatni verði kr. 10.300,- innheimtist með fasteignagjöldum.

Að öðru leyti verða lögbýli/fyrirtæki að sjá sjálf um geymslu, flutning úrgangs og meðhöndlun úrgangs til móttökustöðvar og greiða fyrir þá þjónustu skv. gjaldskrá flutningsaðila og móttökustöðvar (Sorpstöðvar Suðurlands).

 1. Ákvörðun um álagningu holræsagjalds / rotþróargjalds frestað til janúarfundar sveitarstjórnar, þ.e. 8. janúar 2008.

 1. Lóðarleiga 0,7% af lóðarmati.

Samþykkt samhljóða.

 

Lögð fram tillaga um breytingu á samþykkt vegna afsláttar á fasteignaskatti, sbr. 3. grein reglna um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Bláskógabyggð.

Breytingin felur í sér tvöföldun viðmiðunartekna einstaklinga í sambúð og með samsköttun.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta 2008.

Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna ákvörðunar um greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð árið 2008.  Í auglýsingunni er gerð tillaga um að fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu.  Samþykkt samhljóða.

 1. Bréf félagsmálaráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2007.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 22. nóvember 2007, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna kvörtunar Sigurðar Sigurðarsonar vegna stjórnsýslu Bláskógabyggðar við gatnagerð og úthlutun lóða að Laugarvatni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu.

 

 1. Fundarboð:

6.1.                   Félagsfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 19. desember 2007.

6.2.                   Stofnfundur Háskólafélags Suðurlands ehf. 19. desember 2007.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela kjörnum fulltrúum Bláskógabyggðar á félagsfundi

Atvinnuþróunarfélags Suðurlands að sitja stofnfund Háskólafélags Suðurlands ehf.

 

 1. Samkomulag um friðun þjóðvega í Þingvallasveit fyrir lausagöngu búfjár.

Lögð fram drög að samkomulagi milli Bláskógabyggðar og Vegagerðarinnar um friðun þjóðvega í Þingvallasveit  fyrir lausagöngu búfjár.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að kynna þau fyrir fulltrúum Vegagerðarinnar.  Endanleg útfærsla á samkomulagi þessu verður síðan lögð fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

 

 1. Fundargerðir lagðar fram til staðfestingar:

       8.1                 Fundargerð oddvitanefndar; dags. 29. nóvember 2007.

Staðfest samhljóða

 

8.2                          Fundargerð 28. veitustjórnarfundar; dags. 3.desember 2007.

 

Kjartan Lárusson lagði fram tillögu T-listans að sveitarstjórn skori á veitustjórn að

                              marka framtíðar stefnumörkun um að koma heitu og köldu vatni á sem flesta bæi í

                              sveitarfélaginu.

              Staðfest samhljóða

 

                              Drífa endurflytur tillögu  frá T-lista frá 10. maí 2005. Sveitarstjórn samþykkir að

              fara fram á það við Orkuveitu  Reykjavíkur að hún leggi sem fyrst hitaveitu á efstu

             (nyrstu) bæi í Biskupstungum.

                             Atvinnustarfsemi þar er orðin umtalsverð og því mikil þörf á heitu vatni, auk þess

sem íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu nytu góðs af hitaveitunni.

 

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum á móti (MI, SLE, ÞÞ, SS) en þrjú atkvæði með (DK,

JS, KL).

 

Bókun Þ-listans:

 

Þ-listinn telur ekki rétt á þessum tímapunkti að fara fram á við Orkuveitu Reykjavíkur að leggja hitaveitu á einstök svæði í sveitarfélaginu án þess að farið hafi fram viðræður milli hlutaðeigandi aðila. Auk þess bendir Þ-listinn á að verið var að samþykkja að fara í framtíðarstefnumörkun á dreifingu á heitu og köldu vatni í sveitarfélaginu.

 

Bókun T-listans:

 

T-listinn vísar í bókun Þ-listans frá 10.maí 2005. En þar sagði.

“Þ- listinn tekur undir að mikil þörf er á að dreifa heitu vatni sem víðast í       sveitarfélaginu en þar sem Orkuveita Reykjavíkur hefur þegar hafið undirbúning að lagningu hitaveitu á nefndu svæði, þá sér Þ-listinn ekki ástæðu til að samþykkja tillöguna.

Umhverfisráðuneytið hefur falið Orkuveitu Reykjavíkur að rannsaka hvort jarðhitavinnsla í Neðri – Dal og Kjarnholtum hafi áhrif á hverasvæðið á Geysi.  Hafi sú vinnsla engin áhrif þá stefnir Orkuveitan á að kanna hagkvæmni og tæknilegar forsendur þess að leggja hitaveitu á svæðinu”.  

T-listinn óskar eftir upplýsingum um niðurstöðu könnunar Orkuveitu Reykjavíkur  á    forsendum þess aðleggja hitaveitu á svæðinu ef slíkar upplýsingar liggja fyrir.

 

Drífa lagði fram eftirfarandi bókun á fundi sveitarstjórnar 27. nóv s.l. kom fram að Bláskógabyggð er að rukka kaldavatnsgjöld fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.  Jafnframt kom fram að Björn Sigurðsson mun hafa selt Orkuveitu Reykjavíkur kalt vatn úr Bjarnafelli. Drífa óskar eftir upplýsingum um hvenær Bláskógabyggð seldi  Birni virkjun sína úr Bjarnafelli og á hvaða kjörum hann hafi fengi virkjun og lagnir sveitarfélagsins.

 

Bókun Þ-listans:

 

 Þ-listinn hefur engar upplýsingar um viðskipti Björns Sigurðssonar við Orkuveitu

Reykjavíkur en vísum í yfirlýsingu Bláskógabyggðar frá 26. apríl 2004 en þar segir m.a.: ,,B [Bláskógabyggð] samþykkir hér með fyrir sitt leyti að OR [Orkuveita Reykjavíkur] taki við rekstri kaldavatnsveitunnar í Úthlíð og samþykkir að OR hafi heimild til að nýta ofangreint vatnsból og vatnsleiðslur úr því, enda sé það án ábyrgðar eða kostnaðar fyrir B”

 

 

Drífa áréttar að yfirlýsing oddvita Bláskógabyggðar var ekki borin upp við sveitarstjórn.

 

Bókun T-listans:

 

T-listinn minnir á að við ráðningu Margeirs oddvita í 80%

                           starf sem oddviti sveitarfélagsins kom fram að hann myndi í framhaldi af

                           ráðningunni, minnka starfshlutfall sitt fyrir veitustjórn úr 50% starfi niður í 20%

                           starf. Nú við ráðningu starfsmanns hlýtur það að vera krafa að Margeir minnki

                           starfshlutfall sitt fyrir veitustjórn niður í 20% en hann hefur verið í 130% starfi hjá

                           sveitarfélaginu  undanfarna 18 mánuði.

 

Bókun Þ-listans:

 

Þ-listinn fagnar því að það hafi fengist starfsmaður til að sinna reikningagerð og daglegri umsýslu á skrifstofu fyrir Bláskógaveitu og oddviti geti því verið í 20% starfi fyrir

                            Bláskógaveitu eins og til stóð.

 

Fundargerðin staðfest samhljóða.

 

 1. Innsend bréf til kynningar.

      9.1          Bréf frá starfsmönnum skrifstofu Bláskógabyggðar, dags 3.desember 2007.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

 1. 6MW virkjun í Brúará.

        Snæbjörn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessar liðar.

Vísað er til áður dreifðra gagna vegna fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar í Brúará, þ.e. tilkynning Eyvindartungu ehf. til Skipulagsstofnunar með vísan til laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Jafnframt óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.  Um er að ræða virkjun með 6MW uppsett afl.

Sveitarstjórn metur það svo að fyrirhugaðar framkvæmdir séu ekki það stórar í sniðum, að teknu tilliti til laganna, að þær kalli á mat á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna.  Jafnframt bendir sveitarstjórn á að umrædd virkjun er ekki inni á gildandi aðalskipulögum Laugardalshrepps og Biskupstungnahrepps og myndi því kalla á breytingu beggja aðalskipulaga.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur mjög mikilvægt að samþykki og samstaða allra landeigenda, sem land eiga að virkjunarsvæðinu, liggi fyrir ef af framkvæmdum á að verða. Ef ekki liggur fyrir slíkt samþykki mun sveitarstjórn Bláskógabyggðar ekki leggja til breytingar á aðalskipulögum svæðisins.

Staðfest samhljóða.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.45